Kosningaþátttaka í kosningum til Evrópusambandsþingsins frá 1979
Síðustu kosningar til Evrópuþingsins voru haldnar í júní árið 2004
Taflan hérna fyrir neðan sýnir hvernig þær kosningar gengu fyrir sig. Eins og sjá má þá heyrir það til nokkurra undantekninga að kosningaþátttaka sé mikil. Aðeins 17% kjósenda í þessum kosningum í Slóvakíu urðu fyrir áhuga á þessum kosningum
Árangur kosninganna var því þátttaka 45,7% kjósenda
Það voru því tæplega 161 milljón af 351 milljónum kjósenda sem tóku þátt í kosningunum. Eins og sést er mestur áhugi fyrir kosningunum í Belgíu og Lúxemburg. Í síðustu þjóðþingkosningum til þings stórfurstadæmisins Lúxemburg áttu 217 þúsund manns rétt á að kjósa þar. Það kusu heil 199 þúsund af þessum 217 þúsund manns. En þegar kosið er í þingkosningum Evrópuþingsins þá getur Lúxemburg allt í einu hóstað upp 344 þúsundir af skráðum kjósendum - og þeir kjósa næstum allir, eða 309 þúsund manns
Í töflunni má einnig lesa að Slóvakar gleymdu svo að segja að þeir væru með í ESB. Þessvegna kusu aðeins 17% kjósenda í Slóvakíu. En þeir fá samt öll 14 þingsætin sem nánast enginn kaus þingmenn þeirra í. Hvað munu þessir 14 þingmenn Slóvaka ná að gera af sér í þinginu, með 17% umboðinu?
Svo er hin spurningin, - af hveru hafa Belgar, Lúxemborgarar, Ítalir og Grikkir svona miklu meiri áhuga á þingkosningum til Evrópuþingsins en öll hin löndin hafa? Við vitum jú að Lúxemburg og Belgía færu sennilega bæði á hausinn ef það væri ekkert ESB til. En Ítalir og Grikkir? Hmm, ég segi ekkert meira hér
Hvernig get ég þröngvað vilja mínum uppá alla ESB-þegna með sem minnstum tilkostnaði?
Nú þegar kosningaþátttakan er svona léleg, hvernig get ég þá notfært mér það? Hvað þarf ég að gera til þess að geta þröngvað vilja mínum uppá alla 491 milljón þegna Evrópusambandsins? Það er að segja, þröngvað vilja mínum uppá alla 352 milljón kjósenda í ESB? Hvað kemst ég af með fá atkvæði þingmanna og einnig þeirra sem kusu þá til þess að geta t.d. bannað eitthvað í öllu ESB - eða - heimilað eitthvað í ESB. Eitthvað sem mun þá verða bannað eða heimilað í öllum löndum Evrópusambandsins samtímis? Hvað þarf ég að ná til margra þingmanna (lobbýast) til að geta fengið vilja mínum framgengt - og hvað þurfa margir kjósendur að standa á bak við þá þingmenn?
Jú ég þarf einungis að ná til þingmanna þessara landa: Frakkland - Austurríki -Lettland - Finnland - Holland -Bretland - Potrúgal- Ungverjaland - Svíþjóð - Tékkland - Slóvenía - Eistland - Pólland- Slóvakía - til að fá 54% atkvæða allra þingsæta. Ekki nóg með það, þá voru þingmenn þessara landa kosnir á þingið með einungis 60,6 milljón atkvæðum. En þessir 60,6 milljónir kjósenda eru 18,1% af öllum kjósendum til þingsins. Sem sagt: þingmenn sem eru kosnir af 18,1% af öllum kjósendum í Evrópusambandinu geta ráðið þar ríkjum með 54% meirihluta þingsæta.
Hafa þegnarnir einhvern raunverulegan áhuga á ESB?
Hafa þegnarnir einhvern raunverulegan áhuga á ESB í þessum 25 löndum sem tóku þátt í kosningunum þarna á árinu 2004? Eða er ESB-þingið einungis óskabarn embættismanna og útbrunninna stjórnmálamanna sem vilja komast á góð og skattfrjáls eftirlaun?
Ef við röðum löndunum eftir kosningaþáttöku og flokkum svo löndin, eftir áhuga, niður í fjóra, eða jafnvel tvo flokka (já/nei), þá gæti sú flokkun litið svona út
Viltu vera með í ESB? - já eða nei - 50/50 spurning
Ef við framkvæmum 50/50 flokkun, þ.e.a.s. við gefum okkur að þau 7 lönd sem náðu að minnsta kosti 50% kosningaþáttöku eða meira, segi já við spurningunni um hvort þau yfir höfuð vilji vera með í ESB! - og gefum okkur svo að þau lönd sem ekki náðu 50% kosningaþáttöku segi nei - og þar með að þau hafi ekki áhuga á að vera með í ESB. Sem sagt: við gerum gróft summa summarum, já eða nei flokkun sem svo oft er gerð í könnunum sem miða við já eða nei, eða, -100% vantraust eða +100% traust. Kæru lesendur hérna er niðurstaðan:
Já - ég vil vera með í ESB: segja 20,1% kjósenda => afleiðing => ég er með í ESB
Nei - ég vil ekki vera með í ESB: segja 79,9% kjósenda => afleiðing => ég er með í ESB
Það skiptir því ekki máli hvað þú segir ef um já/nei spurningu væri að ræða. Eigum við því ekki að kjósa aftur um þessi 79,9% kjósenda sem eru með í ESB þvert á móti augljósum vilja þegnana? Þeir kusu nefnilega varla ESB
Og athugið að lokum þetta, kæru lesendur: það er oft hægt að kjósa aftur og aftur og aftur ef embættismönnum og útbrunnum pólitíkusum, sem hafa misst spretthraðann á of erfiðum heimavöllum, líkar ekki útkoman
Þróun kosningaþáttöku til afurðar embættismanna Evrópusambandsins: Evrópuþingið!
Lesendur athugið: þegar súlurnar fara lækkandi og nálgast botninn í myndinni þá er það túlkað sem aukinn leyndur áhugi á ESB. Hógværð kjósenda í ESB færist því í aukana með hverju ári sem líður, enda eiga menn ekki að vera að trana sér fram og blanda sér í málefni sem þeim koma akkúrat ekki neitt við. Skalinn á súluritum frá ESB er einungis látinn ganga uppí 80% því þá sýnist himininn fyrir ofan fjörutíu og fimm komma sex prósenta umboðsleysis þingsins ekki vera svona galtómur. Fjörutíu og fimm komma sex prósenta umboðsmenn ESB sem voru ekki kosnir af 54,5% af fólkinu. Hve lengi á þessi skrípaleikur að halda áfram? Your Parliament