Draumurinn um sameinað ríki Evrópusambandsins
Post date: Oct 29, 2009 4:24:56 AM
Draumurinn um einskonar United States of Europe í utanríkismálum er skýr hjá utanríkisráðherra Frakklands.
EEAS hefur alla burði til þess að þróast í utanríkis-ráðuneyti sambandsríkja Evrópu.
Járnkrumlur læsast um Evrópu
Mín skoðun
Í tilefni heimsóknar til Póllands þann 20. júlí núna í sumar, hélt utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchner, ræðu á samkomu sendiherra Póllands. Þar sagði hann meðal annars eftirfarandi:
"Án nýju stjórnarskrár Evrópusambandsins (sem oft er nefnd Lissabon sáttmálinn) getum við ekki talað um framtíð fyrir Evrópu, enga framtíð fyrir öryggisvarnir Evrópu, enga framtíð fyrir stækkun Evrópu og enga framtíð fyrir fullkomnun Evrópu. Með 27 einstökum löndum er ekkert af þessu mögulegt.
Með þessu (nýju stjórnarskránni) munum við verða mikilvægasta pólitíska eining í heiminum og hún mun bera ábyrgð á örlögum okkar sem munu ná langt út fyrir landamæri okkar. Það munu ekki lengur verða nein málefni sem hægt verður að ákveða af neinu einu landi Evrópusambandsins. Öll málefnin veða meðhöndluð af öllum löndunum."
Bernard Kouchner held
ur áfram og segir: "Við verðum að hafa í huga nauðsyn þess að styðja undir utanríkisþjónustu okkar með sameiginlegu afli í varnar- og öryggismálum, þ.e. öryggis- og varnarafli Evrópusambandsins, eins og við gerðum í Georgíu og Kosovo. Án þessara varnarafla Evrópu mun utanríkisþjónustu okkar skorta afl. Ein leiðin til að ná fram þessum styrk - og sem verður eitt af verkefnum komandi forsætis Póllands - er að byggja upp erindrekaþjónustu utanríkisþjónustunnar í gegnum hina nýju evrópsku aðgerðaþjónustu utanríkismála (EEAS) sem nýja stjórnarská Evrópusambandsins gerir ráð fyrir samhliða völdum framkvæmdanefndarinnar. Þetta mun ekki bara veða utanríkisþjónusta skriffinna."
Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins rekur nú þegar 118 sendiskrifstofur í heiminum
Það fer víst ekkert á milli mála hér hverjar óskir utanríkisráðherra næst stærsta en áhrifamesta lands Evrópusambandsins eru. EEAS hefur alla burði til þess að þróast í utanríkisráðuneyti hins komandi sambandsríkis Evrópu. Nýja stjórnarskráin mun sjá fyrir því. Það er ekki að undra þó sumum þyki þessi nýja stjórnarskrá mjög mikilvæg fyrir sig.
Aðeins þrjár þjóðir af 27 þjóðum hafa fengið að láta í ljós álit sitt á þessari nýju stjórnarská í þjóðaratkvæðagreiðslum. En það voru Frakkland, Holland og Írland. Út úr þessum þjóðaratkvæðagreiðslum kom; NEI, NEI NEI. En þá var bara kosið aftur á Írlandi. Frönsku og hollensku þjóðunum var sagt að halda kjafti, þegnarnir réðu þessu ekki lengur, það væru stjórnmálamenn og embættismenn sem réðu þessu fyrir þá.
Bernard Kouchner segir ennfremur að í sambandi við Evrópumálin hafi hann lært vissa hluti: "maður þarf að vera ákveðinn, heilsteyptur og krefjandi svo maður týnist ekki í frumskógum skriffinnskunnar í Evrópusambandinu."
Tekið og þýtt úr ræðu utanríkisráðherra
Frakklands, Bernard Kouchner
Húsaleigan
"First we have a mortgage: the Treaty of Lisbon. Without the Treaty of Lisbon, without the vote on 2 October referendum in Ireland, without ratification, we can not talk about the future of Europe, European defense, the enlargement of Europe, development. A twenty-seven, it is not possible. We need the Lisbon Treaty, the first mortgage."
Ég sé járnkrumlur embættismannaveldis Evrópusambandsins í Brussel leggja hald sitt á gömlu Evrópu með afli Brusselveldisins sem nú er með nýju stjórnarskrá ESB í rassvasanum. Nú verður henni veifað eins og nýjum fána, en þó fána sem enginn kaus. Eins og sakir standa er þetta embættismannaveldi eini virki herafli Brusselveldisins, en hann er þó alltaf í viðbragðsstöðu, á "high alert". Þegar hinn alvöru vopnaði her Evrópusambandsins er kominn í hendurnar á Brusselveldinu þá er of seint að gera nokkuð. Þá er spilið algerlega tapað.
Þjóðir Evrópusambandsins eru hvað eftir annað látnar éta úrslit kosninga ofaní sig aftur eða þá að þau eru gerð ógild. Kosið er aftur og aftur ef Samfylkingunni í ESB finnst ekki koma rétt út úr kosningunum. Ef eitthvað er, þá hefur ófriðarhættan aukist í Evrópu með tilkomu Evrópusambandsins.
Lýðræðisþjóðir fara nefnilega ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. En það gera hinsvegar lönd og svæði þar sem lýðræði er á undanhaldi. Lýðræðið er einmitt á undanhaldi í Evrópusambandinu. Því hefur ófriðarhættan aukist í takt við aukin völd Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd.
En Samfylkingin í ESB vill ekki að þú fáir að vita þetta. Hún og kumpánar hennar eru önnumkafnir við að matreiða þenann rétt utanríkisráðherra Frakklands ofaní þjóðríki Íslands. Öllu skal fórnað.
Njóttu kosta Íslands
Njóttu þess að á milli Íslands og Evrópusambandsins er hálft Atlantshaf og heill Norðursjór sem verndar Ísland. Þetta hefur oft komið sér afskaplega vel og aldrei háð Íslandi. Njóttu þess að þurfa ekki að búa í sama herbergi og 80 milljón Þjóðverjar og 60 milljón Frakkar, ásamt öllu því lausa sem fylgir í túnfæti margra landa gömlu og þreyttu Evrópu. Sérstaða Íslands er mikill kostur.
Íslandi fór fyrst að vegna vel eftir að landið varð sjálfstætt og fullvalda ríki. Vöðvar frelsisins þola ekki spennitreyjur á borð við Evrópusambandið. Þá visna þeir og hverfa
Pistillinn er hér að neðan viðhengdur sem PDF skrá. Gerið svo vel.