Engin leið út úr evru aftur án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs
Post date: Mar 13, 2009 6:3:44 AM
Yrði afleiðingin evruúrsagnar þjóðfélagslegt og efnahagslegt sjálfsmorð?Fyrrverandi seðlabankastjóri belgíska seðlabankans, Alfons Verplaetse, segir að við hönnun myntbandalags Evrópusambandsins hafi því alls ekki verið veitt nein athygli að lönd gætu sagt sig úr myntbandalaginu aftur - þ.e. að ríkin sem einusinni ganga í myntbandalagið gætu skilað evrunni sem gjaldmiðli ef þeim líkaði hún illa sem gjaldmiðill þjóðar sinnar. "Þetta var einfaldlega ekki rætt því allir vissu að það eitt að segja sig úr myntbandalaginu aftur myndi þýða "þjóðfélagslegt og efnahagslegt sjálfsmorð" fyrir ríkin" (socio- economic suicide). Þetta var samhljóða skoðun allra þeirra sem stóðu að stofnun og hönnun myntbandalagsins, segir Verplaetse
Bloomberg: would be socio- economic suicide
All the euro’s creators thought a pullout “would be socio- economic suicide,” Verplaetse, 79, said in a March 4 interview in Brussels. “You cannot exclude that, but we never talked about that.”
When the euro was on the drawing board, “nobody” expected a bust like the current one, said Verplaetse, now an honorary governor, with an office at the central bank’s headquarters. “Even a year ago, I personally -- and I have a lot of experience -- I didn’t think what happened was possible. And I think we are not alone.”
When asked to grade the ECB’s handling of the slump, Verplaetse simply applauded. Speaking a day before the bank cut its main rateto a record low of 1.5 percent, he said the ECB will stop before getting to zero.
While that forecast reflects the market consensus, Verplaetse’s reasoning is different. The dominant force in the euro region, he said, continues to be the German postwar obsession with “stability” andlow inflation.
“An interest rate of much lower than 2 percent for a long period of time is not possible,” Verplaetse said. “The Germans will not accept that.”
Ekki ný ályktun
Í grein minni sem birtist í Þjóðmálum síðastliðið haust kom ég einmitt inná þessa hluti því sumir óskhyggju og draumóramenn á Íslandi hafa einmitt verið að halda því fram að það sé ekkert vandamál að taka upp evru því líki manni hún ekki þá sé ekkert mál að skila henni aftur. Þetta er því miður það vitsmunastig sem ESB og evruumræðan hefur að stórum hluta til verið á Íslandi. Fæstir á Íslandi virðast gera sér grein fyrir að gjaldmiðlamál þjóða er næstum óendanlega dýpra og flóknara mál en það virðist við fyrstu sýn. Það er einfaldlega ein af forendum sjálfstæðis og sjálfstæðrar tilveru fullvalda þjóða. Einn af hornsteinum fullveldis.
Einnig kemur það fram í viðtalinu við Verplaetse að seðlabaki Evrópusambandsins (ECB) mun ekki lækka vextina niður í núll eins og rétt væri að gera þegar verðhjöðnunarþrýstingur verður of mikill. Þetta verður aldrei segir Verplaetse því "Þjóðverjar munu aldrei leyfa það". Þá vitum við hver ræður í bankaráði ECB: Þjóðverjar, auðvitað, enda vissu það allir, en gleyma því þó oftast þegar þeir eru að störfum við að selja sjálfstæði Íslands í skiptum fyrir efnahagsleg handjárn á íslensku þjóðina - að eilífu.
En markaðurinn hugsar sitt
En engu að síður þá eru markaðsöflin farin að huga að skipbroti nokkurra þjóða í myntbandalaginu. Af þeirri ástæðu varar fyrrverandi (1980–1991) seðlabankastjóri þýska seðlabankans, Karl Otto Pöhl, við hættunni á að segja sig úr myntbandalaginu. Hann segir að gengi landa sem segja sig úr myntbandalaginu myndi falla um 50-60%.
En þá segir markaðurinn: þetta þýðir aðeins að fyrir þessar þjóðir þá er gengi evrunnar 50-60% of hátt metið, - og markaðurinn heldur því áfram að gera ráð fyrir því að sum lönd verði svo illa farin efnahagslega að þau kjósi að taka þeim hörmungum sem því fylgja heldur en að deyja þjóðfélagslegum og efnahagslegum dauða innan myntbandalagsins.
Roger Helmer þingmaður á 10 ára afmæli myntbandalagsins
Þær raddir hafa heyrst á Íslandi að ef gangi illa að bindast og taka upp evru sé alltaf hægt að hætta við hana aftur! Að segja sig úr myntbandalagi Evrópusambandsins er vissulega hægt í orði en nánast útilokað á borði. Úrsögn myndi krefjast langs undirbúnings. Heimili og fyrirtæki myndu gera ráð fyrir gengisfellingu þeirrar myntar sem myndi koma í stað evru. Þau myndu því einnig undirbúa sig vel og flytja bankainnistæður sínar yfir í banka í öðrum evrulöndum eða skipta innstæðum yfir í aðrar myntir. Fjárfestar skuldabréfa myndu skapa kreppu á skuldabréfamörkuðum og hin óskilvirka vél skuldatryggingaálaga myndi einnig fara í gang á ný. Allar alvarlegar umræður um úrsögn úr evru myndu alveg sjálfkrafa vekja ótta, og það ekki að ástæðulausu, um yfirvofandi gengisfellingu þjóðarmyntarinnar því með úrsögninni er verið að segja umheiminum að efnahagsstjórn undir evru hafi skaðað efnahag og efnahagsstjórnunarmöguleika landsins.
Það er ekki kostnaður, eins og stundum heyrist, sem væri vandamálið við úrsögn úr evru-myntbandalaginu heldur sú staðreynd að allir mundu gera ráð fyrir að úrsögnin hefði gengisfellingu í för með sér. Þetta blasir við. Þeir sem hyggjast segja sig úr myntbandalaginu vilja fá aftur fullan umráðarétt yfir eigin mynt, stýrivöxtum og stjórn peningamála. Svo hvað annað en gengisfelling kæmi til greina?
Eitt land hefði þó möguleika á úrsögn undir öðrum formerkjum, en það er Þýskaland. Þá myndu viðbrögð allra verða örðuvísi, því það myndi þýða að rykið yrði dustað af altari hins gamla Deutsche Mark. Allir aðilar markaða myndu samstundis skilja að sú ákvörðun yrði flestum Þjóðverjum og þýsku efnahagslífi gleðifréttir, því það var með miklum efasemdum sem Þjóðverjar gengust undir evru á sínum tíma. Úrsögn Þjóðverja yrði á hinn bóginn miklar sorgarfréttir fyrir þau lönd sem eftir sætu með evru sem gjaldmiðil.
Kæru evruáhugamenn, úrsögn allra leppríkja úr evru-myntbandalaginu, þ.e. allra evrulanda sem heita ekki Þýskaland, myndi einungis þýða að móðir allra fjármálakreppna yrði gangsett í viðkomandi löndum. Úrsögnin myndi skapa stærsta áhlaup allra tíma á fjármálastofnanir, skuldabréfamarkaður yrði lagður í rúst, vextir á erlend lán ríkisins myndu líklega hækka, og kjarasamningum yrði sagt upp. Allir myndu gera sér ljóst að það eitt að yfirgefa evru og taka upp gömlu mynt landsins aftur myndi aðeins leysa hluta af þeim vanda sem kom úrsögninni af stað. Allir myndu jafnframt gera ráð fyrir meiriháttar stefnubreytingum og víðtækum umbótum flestra þátta efnahagsstjórnar og beinlínis krefjast þess. Ef halli á ríkisfjárlögum væri vandamál, þá yrði þess krafist að tekið yrði á þeim vanda strax í sjálfu úrsagnarferlinu. Um leið og úrsagnarferlið hæfist yrði landið gengisfellt um alla eilífð niður í neðstu kjallaradeild Evrópusambandsins og dæmt sem skaðvaldur samstarfsins. Aðeins fáar ríkisstjórnir myndu lifa af þá streitu sem úrsögnin hefði á alla þá sem hafa eitthvað með peninga, skuldabréf, fjármál, kjarasamninga og bankamál að gera.
Það er því fullkomlega glórulaus bjartsýni að tala sem svo að ef Íslendingum líki ekki hið takmarkandi og hið frelsisskerta athafnasvigrúm sem er í löndum sem enga peningastjórn hafa, þá sé hægt að yfirgefa félagsskapinn og fara í gömlu vinnufötin aftur. Þetta eru einungis villtir draumórar sölumanna Evrópusambandsins á Íslandi, veruleikinn yrði allur annar.