Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru
Post date: May 24, 2009 7:52:36 PM
Að læsa sig inni í mynt og tollabandalagi Evrópusambandsins
Innganga Finnlands í myntbandalag Evrópusambandsins er óafturkallanleg og endanleg, sagði viðskiptaráðherra Finnlands. Það er engin leið fyrir Finnland út úr hvorki ESB né myntbandalaginu aftur. Engin leið. Þessu varaði viðskiptaráðherra Paavo Väyrynen við þegar gengið var inn í myntbandalagið.
Fyrir stuttu lýsti viðskiptaráðherra Finnlands því yfir að sænski skógar- og tréiðnaðurinn hafi varðveitt samkeppnishæfni sína vegna þess að Svíar hafi sænsku krónuna. Hún stillir af samkeppnishæfni iðnaðarins. "Við erum í hinu dýra myntbandalagi og Svíar hlaupa með viðskiptin"
Eins og er, standa Finnar og Svíar fyrir að minnsta kosti 14% af heimsframleiðslu á pappírsmassa og trjáefni til pappírsgerðar og um 20% af heildarútflutningi heimsins á pappír og pappa. Vegna hins háa gengi evrunnar og lága gengi sænsku krónunnar hafa Svíar notið mun betri samkeppnisaðstöðu á mörkuðum fyrir þessar vörur. Árið 2006 var um 8,5 miljarða evra jákvæður viðskiptajöfnuður vegna vara sem komu úr stærstu náttúruauðlind Finnlands, eða út úr þeim 230.000 ferkílómetrum af skógi sem Finnar eiga. Auðæfi sem náttúran hefur gefið þeim.
Jákvæðni viðskiptajafnaðar frá hátækniiðnaði Finnlands er hinsvegar aðeins 2,5 miljarðar evra á ári. Það er sótt hart og enn harðara að Finnum á sviði hátækni og þá sérstaklega á sviði farsímatækni.
Tímar breytast og burðarstoðir viðskiptahugmynda geta brostið
Markaðurinn fyrir farsíma og handtölvur (e. handheld devices) er að breytast mjög hratt og þar mun samkeppnin á komandi árum næstum útilokandi fara fram í gegnum þann hugbúnað og innviði skýjatölvunar (e. cloud computing) sem framleiðendur farsíma eiga sjálfir eða hafa aðgang að. Að búa til fullkomið stýrikerfi og hugbúnaðarlega innviði fyrir nútíma farsíma og ferðatölvun (e. mobile computing) er að verða svo mikið mál vegna þess að það tekur ca. 10-15 ár að búa til góð stýrikerfi fyrir þessi nútíma tæki og krefst hrikalegs kostnaðar í mannauði í lengdina. Sú vinna getur ekki farið fram í risastórum vinnuhópum þar sem hægt er að flýta framleiðsluinni með því að bæta bara við meiri mannafla á færibandinu. Það er ekki hægt nema að litlu leyti. Það er heldur ekki hægt að framleiða svona hugbúnað í Asíu eða í Evrópu nema að litlu leyti því bestu heilar á sviði stýrikerfa og hugbúnaðar búa og vinna næstum allir í Bandaríkjunum. Þar vinna þeir í aðalstöðvum fyrir bandarísk tölvu og hugbúnaðarfyrirtæki.
Fólk hefur ekki lengur áhuga á vélbúnaði tölva frekar en það hefur áhuga á ísskápum. Það eina sem skiptir neytendur máli í tölvuheimi dagsins er þetta: hvað er af ætilegum mat ísskápnum og hvernig bragðast hann! Eins er með tölvur. Hvað er innan í tölvunni og hvað getur það gert fyrir mig. Fólk hefur ekki áhuga á ísskápum lengur. Þeir eru nefnilega orðnir að venjulegum "vörum", - eins er með tölvur.
En hvað með þennan 230.000 ferkílómetra skóg Finnlands?
En þessu er ekki svona farið með vörur úr skógum Finnlands. Þær vörur er ekki hægt að hanna eða búa til. Þær vaxa nefnilega á staðnum innan í Finnlandi. Þetta vita Íslendingar ákaflega vel því viðskiptajöfnuður Íslands á vörum úr skógum var neikvæður um heilar 106 miljónir evra árið 2006. Íslendingar greiða fyrir þetta innflutta timbur sitt, ásamt pappír, með peningum sem m.a. sjávarútvegur Íslands skaffar þeim á mörkuðum erlendis. Svona fjármagnar þessi grunnatvinnuvegur Íslands, sjávarútvegurinn, restina af smíði hagkerfisins, að stórum hluta til - og hefur gert það frá upphafi velmegunar Íslands.
Hvað ef þróunin á málefum tæknimarkaða fer að verða Finnlandi það óhagstæð að Finnar sjái sig tilknúna til að leggja meiri áherslur á grunnatvinnuvegi sína aftur? Munu þeir þá geta það? Geta það ef þeir eru bundnir á höndum og fótum innan í myntbandalagi? Myntsvæði sem er þeim kannski mjög óhagstætt þegar mest á ríður? Geta ekki haldið uppi öflugri samkeppnishæfni til handa þessum grundvallar peninga- og velmegunarvélum samfélagsins?
Eftirfarandi er smávegis nánari skoðun á því vandamáli sem viðskiptaráðherra Finnlands lýsir að sé tilkomið vegna læsingar Finnlands inni í mynt- og tollabandalagi Evrópu - þ.e. Evrópusambandinu, að eilífu.
Finnland og utanríkisviðskipti
HELSINKI, May 13 (Reuters) The Finnish government met on Wednesday with forest industry representatives on possible relief for the ailing sector, officials said. A government spokesman said the meeting gathered four ministers including Prime Minister Matti Vanhanen and Finance Minister Jyrki Katainen, plus representatives from the Finnish Forest Industries Federation and major forestry firms. He declined to comment on possible relief measures the government could take, nor on a timetable for any such moves. A statement from the Federation said the spirit of the talks was "constructive and positive".
The paper industry has struggled for more than six years to climb out of a slump, as soft demand and overcapacity have kept prices down and earnings poor, and the current global downturn has further eroded demand for basic materials including paper.
For Finnish firms, the pain has been compounded as a drop in the value of the Swedish crown has led firms like Stora Enso (STERV.HE) to shift production there.
Thousands of sector job cuts have been announced in Finland this year. National Finnish broadcaster YLE said the government would not rule out possible assistance as the struggling sector restructures, and said one change could be to waive the power tax levied on firms.
PDF Finnish Forest Sector Economic Outlook 2008–2009
Engin leið út úr myntbandalaginu aftur
Väyrynen:
The euro was a mistake
Finnland 2008
Endurútflutningur eftir vörutegundum. Þetta eru vörur sem eru fyrst fluttar inn í Finnland og svo út úr landinu aftur, annaðhvort sem meira unnar vörur eða óbreyttar. Mest er endurútflutt af bílum, farsímum og rafmagnstækjum
Finnland 2007
Viðskiptajöfnuður í tækniiðnaði (Finland Balance of trade in high technology in 2007). Á myndinni sést að það er mikill halli á viðskiptum við Kína, Suður Kóreu, Taiwan sem annarra Asíulanda í tækniiðnaði. Hallinn er svo mikill að hagstofa Finnlands skrifar sérstaklega um hann hér til hægri.
Finnland 2008
Útflutningur helstu útflutninggreina innan og utan markaða Evrópusambandsins - og breyting frá fyrra ári. Greinilegt er að trjá og skógariðnaður hefur misst fótfestu bæði innan sem utan markaða ESB. Mest hefur unnist í útflutningi á vörum efnaiðnaðar til markaða innan sem utan ESB.
Finnland 2008
Hlutfallsleg skipting útflutningsgreina og þróun þeirra miðað við fyrra ár. Á einu ári hefur skógar- og trjáiðnaður dregist saman um 11% í umfangi útflutnings. Á síðustu 12 mánuðum er það efnaiðnaður sem hefur borið vöxt í umfangi útflutningsgreina.
Finnland 1997-2008
Þróun útflutnings helstu framleiðslugreina. Eins og sjá má á myndinni hefur skógar- og trjáiðnaður fallið mikið sem hlutfall af heildarútflutningi frá og með árinu 1997 og tæplega helmingast á þessum tíma. Þær greinar sem hafa unnið á í heildarútflutningi eru málmar, vélar og tæki til flutninga. Einnig hefur efnaiðnaður sótt á. Útflutningur tækni og rafmagnstækja hefur nánast staðið í stað.
External Trade and Development Minister Paavo Väyrynen (middle) of Finland made a mistake when joining the 1990s, the European economic and monetary union.
Savonlinna region to appear in East-Savo interviewedVäyrynen's view has been clear from the beginning that the EMU ruling is final and irrevocable.
Väyrynen believes that Finland are now paying the expensive price that the country joined the European Economic and Monetary Union, the Swedish solution to ignore. In Sweden, the crown is still in use.
- I said back then that we should not have to go to EMU, at least without Sweden. Now, the Swedish forestry industry benefits from the expensive euro, Väyrynen said eastern Savo-Journal.
Väyrynen is difficult to assess to what extent the Finnish forest industry's difficulties are due to expensive euro.
- But yes it can see the Stora Enso, the. When competitiveness is weaker, shutdowns and layoffs are higher.
Slóð: þýðing Google
Vefsjóð á fréttina á finnsku: Väyrynen: Euro oli virhe
Hagstofa Finnlands
Hrikaleg aukning í innflutningi hátæknivara frá Austur Asíu.
Hátækniiðnaður skilar (aðeins) 2,4 miljörðum evra í jákvæðan viðskiptajöfnuð
Phenomenal growth in imports of high technology from Eastern Asia
Finnish exports of high technology products rose to close on EUR 11.7 billon in 2007. Even though exports grew by nearly EUR 500 million from the year before, the share of high technology products of all Finnish exports fell to 17.8 per cent. By contrast, the imports of high tech-nology grew by close on EUR 1.5 billion and stood at a total of EUR 9.2 billion. Their share of all imports to Finland was 15.5 per cent. The surplus of the foreign trade in high technology products was over EUR 2.4 billion in 2007.
Of the total value of exports of high technology, EUR 5.3 billion was to EU countries. The EUR 500 million increase was partly due to the accession of Bulgaria and Romania to the European Union. Imports of high technology from the EU countries went up by EUR 300 million and reached the value of EUR 3.1 billion. The share of the European Union of exports and imports of high technology was 46 and 33 per cent, respectively.
Asia’s importance as Finland’s trading partner in high technology continued to grow. Exports to the countries in the area grew by a couple of hundred million euro, but the increase in imports was sizable at EUR 1.2 billion. The imports, whose value exceeded EUR 5 billion and which originated nearly entirely from Eastern Asia, made up 55 per cent of all of Finland’s imports of high technology. The value of exports was EUR 1.3 billion and Asia’s share stood at 27 per cent.
The most important destination countries of high technology products were Russia and Germany, both of which accounted for a good EUR one billion of the value of the exports. After Great Britain and the United Arab Emirates, China was the fifth most important export country. China’s status as a source country of high technology imports was uncontested. Imports grew by EUR 600 million and reached a total of EUR 2.6 billion. China’s share of all high technology imports to Finland was 28 per cent. The deficit of the foreign trade in high technology products with China rose to EUR 2 billion. In addition to China, also South Korea, Japan, Taiwan, Malaysia, Singapore, Thailand and the Philippines were significant Eastern Asian trading partners. Finland’s imports of high technology products from all these countries markedly exceeded Finland’s exports to them.
Evrópufræðingar, hagfræðingar, fræðingar og titlamenn
Þeir sem hafa prófað að stunda viðskipti í Evrópusambandinu - og það hafa hinir svo kölluðu Evrópufræðingar ekki - vita að viðskipti byggjast á fólki og að hagkerfin samanstanda af fólki. Það er vegna þessa sem það er svona erfitt að spá fyrir um þróun mála í hagkerfum. Því kerfi sem samanstanda af fólk eru ekki eins og til dæmis veðurkerfi sem oft er hægt er að spá fyrir um með miklum ágætum. Fólk er fólk og væntingar fólks til annars fólks eru svo að segja óútreiknanlegar. Þess vegna eru hagkerfin í steik núna. Já í steik, þrátt fyrir alla fræðingana, sérfræðingana og titlamennina. Ég mæli eindregið með því að Evrópufræðingar og hagfræðingar prófi af eigin raun að stunda viðskipti á mörkuðum Evrópu. Þá munu þeir komast að raun um að Evrópa er alls ekki hið minnsta á leiðinni til þess staðar sem ESB ætlar henni. Jú kannski í bókum og bæklingum. En ekki í reynd.
99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti yfir innri landamæri ESB
Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt
og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
Það er ekki nema von að margir fræðingar og sérfræðingar, sem ítrekað hafa reynt að feta í fótspor frægra manna á sviði viðskipta og fjármála, hafi kvartað þegar árangurinn lét svo oft á sér standa. En eins og Warren Buffet sagði við þá fræðinga og sérfræðinga sem kvörtuðu yfir að hafa ekki náð sama árangri og hann, þrátt fyrir að hafa fylgt þeirri uppskrift sem Warren Buffet sagðist fylgja: "Það er ekki nóg að kunna. Það þarf líka að hugsa"
tveir ólíkir hlutir:
Velmegun og velferð
Hvað er velmegun?
Velmegun geta frjálsar tilfinningaverur einungis búið til. Velmegun kemur frá þeim vörum sem frjálsar tilfinningaverur búa til og senda til markaða erlendis sem innanlands. Vörur og þjónusta sem skaffar þá peninga sem byggir upp hagkerfið. Með öðrum orðum: velmegun eru verðmætin sem frjálsar tilfinningaverur búa til og sem skaffa peninga inn í þjóðfélagið þegar þau eru seld fyrir peninga. Ef þær eru seldar erlendis þá kemur erlendur gjaldeyrir í landið sem hægt er að nota til að kaupa þær vörur sem þarf að flytja inn. Til dæmis er hægt að kaupa byggingakrana og steypujárn fyrir þessar vörur. Byggingariðnaður mun svo búa til ný verðmæti úr innfluttu verðmætunum, en aldrei öfugt, ekki á Íslandi. Einnig er hægt að flytja inn græjur til heilbrigðiskerfisins með þeim gjaldeyri sem grunnatvinnuvegirnir skapa. Dæmi: sjávarútvegur, hann skapar gjaldeyri sem hægt er að nota til að búa til stærra hagkerfi og betra heilbrigðiskerfi sem krefst innflutnings. Annað dæmi er landbúnaður, því hann sparar þann gjaldeyri sem annars þyrfti að nota í að flytja inn mat. Þeim gjaldeyri er til dæmis hægt að verja í
að mennta íslenska lækna erlendis og kaupa meiri græjur og lyf. Ekki þarf að flytja inn viðskiptavini í heilbrigðiskerfið. Þeir eru næstum allir framleiddir á Íslandi. Það er alls ekki víst að það "borgi sig" að "gera við" alla viðskiptavini heilbrigðiskerfisins. En við gerum það samt vegna þess að við erum einmitt tilfinningaverur. Þetta er nefnilega ekki "kalt" reikningsdæmi. Ef þetta væri "kalt" reikningsdæmi þá hefðum við, tilfinningaverurnar, aldrei fundið upp sjúkrahús á sínum tíma
Hvað er velferð?
Velferð er það að taka þá peninga sem frjálsar tilfinningaverur hafa skaffað og deila þeim út til annara. Oft eru það stjórnmálamenn og embættismenn sem reyna að búa til velferð. En menn mega ekki gleyma því að til þess að geta búið til velferð þá verður fyrst að búa til velmegun. Það er velmegunin sem fjármagnar velferðina - og alls ekki öfugt. Ef frelsið vantar þá deyr velmegun og um leið velferðin
Forsenda velmegunar er frelsið
Frelsið er vöðvabúnt heilans og þegar það dafnar með ágætum þá eykst velmegun okkar allra. Það er þó einn hængur á þessu máli, það þarf að nota frelsið. Það þarf að koma í veg fyrir að þetta vöðvabúnt heilans visni. Með því að iðka frelsið og nota vöðvabúnt heilans þá er hægt að koma í veg fyrir að þessir dýrmætu vöðvar visni og þar með að velmegun okkar minnki. Ef auka á velmegun okkar allra þá þarf að standa vörð um frelsið, viðhalda því og oft að kaupa það dýru verði. Sífellt þarf að vinna að því að auka frelsi því frelsisaukning á, andstætt frelsisskerðingu, oft erfitt uppdráttar. Þegar frelsið og sjálfsábyrgðin hverfur hjá einstaklingum og þjóðum, þá munu þær sjálfkrafa verða fátækari og fátækari. Innganga í Evrópusambandið (ESB) eða upptaka myntar annarra ríkja mun óhjákvæmilega þýða frelsisskerðingu. Það er vegna þessa sem Evrópusambandið dregst sífellt meira og meira aftur úr velmegun bæði Bandaríkjamanna og Íslendinga. Lesa áfram (Þrífst frelsið í faðmi evru og ESB)
30. janúar 2009
bloggað um tengt mál
Ísland lærir hratt: það fór finnsku og sænsku leiðina strax
Samkvæmt skrifum írska hagfræðingsins og fyrrverandi seðlabankamanns David McWilliams þá er hin svokallaða "finnska & sænska leið" - sem Morgunblaðið hefur meðal annarra verið duglegt við að auglýsa upp á Íslandi - nú þegar ekin á fullum hraða af Íslandi. Ísland brunar nú á þessari hraðbraut sem einungis er fær þjóðum sem eiga sína eigin mynt og sem Samfylkingin vill útiloka að Ísland geti keyrt á í framtíðinni.
Ísland lærir hratt: það fór finnsku og sænsku leiðina strax. En getur Samfylkingin lært?
Tengt efni
Thursday, 30.04.2009 at 09:21
Paavo Väyrynen
PHOTO: Lauri Olander / KL
Gömul og rótgróin viðskiptasambönd fyrnast seint. Þetta vita þeir sem vinna niðri á gólfinu í hagkerfunum. Gamli markaður Finnlands er allur að koma til aftur og gott betur en það. En núna er rússneska rúblan fallin mikið og evra Finna alltaf í hæstu hæðum. Þetta á eftir að sýna sig í tölunum á næstunni. Nýjar pantanir til iðnaðarframleiðslugeira Finnlands féllu um 40% fyrri skömmu
Svíþjóð 1999-2008. Þróun útflutnings á afurðum úr skógum Svíþjóðar
Finnland 1983-2008
Þróun viðskipta á milli Sovétríkjanna og hins nýja Rússlands eftir fall Sovétríkjanna.
Eins og sést á þessari mynd er mikill framgangur í útflutningi á afurðum úr skógum Svíþjóðar til pappírsiðnaðar - á meðan þessar vörur úr skógum Finnlands hafa ekki náð sama árangri. Þetta gæti leitt okkur að spurningunni: hversvegna gengur betur að selja úr skógum Svíþjóðar en úr skógum Finnlands? Er þetta þá eins og viðskiptaráðherra Finnlands er að kvarta yfir? Að það sé evran sem er að ganga frá möguleikum Finna á að stunda arðsama nýtingu á sinni stærstu náttúruauðlind.
Er svarið fólgið í þeirri staðreynd að Svíþjóð hefur fullt tækifæri til að ástunda virka vaxta- og peningastjórn gjaldmiðils síns? Virkni í þágu Svíþjóðar og þegna hennar? Á meðan Finnar geta engin áhrif haft á nein málefni gjaldmiðils Finnlands?
Gengi sænsku krónunnar og Bandaríkjadals miðað við evru=100 - frá 1. janúar 1999 og til dagsins í dag
Gengi SEK og USD m Gengi SEK og USD miðað við EUR. Hlutfallslegt gengi sænsku krónunnar og Bandaríkjadals miðað við evru frá 1. janúar 1999 til 22. maí 2009
Skógar- og tréiðnaður Finnlands og Svíþjóðar
Pappírsframleiðsla
Framleiðsla á massa til m.a. pappírsiðnaðar
Framleiðsla á plötum úr tré
Framleiðsla á tré til iðnaðar
Skógar Norðurlanda
Viðskiptajöfnuður skógar og trjáiðnaðar
Þjóðarframleiðsla og atvinnuleysi, Finnland og Ísland borið saman. Greiðslur Finnlands til ESB
Finnland og greiðslur til Evrópusambandsins
Þjóðarframleiðsla Finnlands og Íslands, 30 ár
Atvinnuleysi í Finnlandi og á Íslandi. 30 ár
Greiðslur Finnlands til ESB frá upphafi
Niðurstaða
Fyrir Svíþjóð er sænska krónan besti gjaldmiðillinn
Fyrir Finna er evran best fyrir Þýskland, Frakkland, Kína eða jafnvel engan
Finnar hafa ekki við Íslendingum í hagvexti, þrátt fyrir allt
Íslenska krónan stuðlar nefnilega að hagvexti Íslands, þrátt fyrir allt
Atvinnuleysi kostar þjóðfélögin mikið. Atvinnuleysi hefur Finnland haft miklu meira af síðan það gékk í ESB
Atvinnuleysi kemur alltaf þegar hagvöxtur verður krónískt lélegur, eins og alltaf gerist á evrusvæði
Finnar hafa þurft að greiða þrjú þúsund sextíu og sex miljón evrur til annarra landa í Evrópusambandinu á 12 árum.
Nauðsynlegt er að kunna og muna muninn á velmegun og velferð
Nauðsynlegt er að gleyma aldrei mikilvægi grunns verðmætasköpunar. Þessi grunnur skaffar peningana til að byggja upp restina af hagkerfinu. Grunninn þarf ekki að flytja inn
Mikilvægi sjávarútvegs Íslands
Í mynd og tölum: Mikilvægi sjávarútvegs