Finnskur ráðherra: mistök að Finnland skyldi taka upp evru
Post date: May 01, 2009 12:53:21 AM
Það voru mistök að Finnland skyldi taka upp evru
Viðskipta- og þróunarráðherra Finnlands, Paavo Väyrynen, segir í viðtali að það hafi verið mistök að Finnland skyldi að ganga í myntbandalag Evrópusambandsins. "Að taka upp evru án þess að Svíþjóð væri með voru mistök."
Sænski skógar- og tréiðnaðurinn hefur varðveitt samkeppnishæfni sína vegna þess að Svíar hafa sænsku krónuna. Hún stillir af samkeppnishæfni iðnaðarins. "Við erum í hinu dýra myntbandalagi og Svíar hlaupa með viðskiptin". Samkvæmt fréttinni hefur verið mikið fall í viðskiptum og tekjum Finnlands af einni stærstu auðlind sinni: skógræktun og skógarhöggi - allt vegna hinnar dýru evru.
Finnish Foreign Trade and Development Minister and former MEP, Paavo Väyrynen, is quoted in Helsingin Sanomat saying that "joining the EMU without Sweden was a mistake". Referring to the drastic downfall of the forestry industry in Finland in the past few years, he said that, in comparison, the Swedish forestry industry which is outside the "expensive Euro is blooming, as it gets a lot of revenue from the expensive euro"
[ Ég, Gunnar, hef sjálfur oft hugsað um þetta. Finnland og Svíþjóð áttu svo mikið sameiginlegt. Mikil viðskipti voru á milli landana og mikið samneyti á milli þjóðanna - á milli fólksins (Finnland var undir Svíum í mörg hundruð ár: sjá örstutt ágrip yfir sögu Skandinavíu hér: 19 milljón víkingar í megindráttum)
Bæði löndin brugðust eins við þegar þau lentu í miklum efnahagslegum hremmingum í byrjun 10 áratugs síðustu aldar. Sovétríkin hrundu svo að segja ofaná Finnland og hrikaleg banka- og fjármálakreppa varð í Svíþjóð, bæði í einkageiranum og í ríkisfjármálum
Bæði rufu löndin bindinguna við ECU (hina rafrænu útgáfu evru) og EMS gjaldmiðlakerfis ESB og felldu gengið massíft. Alveg massíft. Margir gleyma að það var fyrst og fremst þessi gengisfelling sem bjargaði efnahag beggja landa. Með gengisfellingu gátu þessi lönd unnið sig út úr vandamálunum á sama hátt og Ísland er að vinna sig út úr vandamálunum núna. En þetta tekur tíma. Það eru engar skyndilausnir til
Þetta þýddi að verðmætasköpun gat haldið áfram í báðum þjóðfélögunum. Framleiðslu og útflutningsfyrirtækin gátu lifað af og ennþá verið til staðar til að taka þátt í næstu uppsveiflu. Þau brotnuðu síður niður
Lánshæfni og lánstraust hvarf ekki og batnaði svo vegna þess að með því að varðveita áfram möguleika atvinnulífsins til verðmætasköpunar með gengisfellingu var greiðslugeta og greiðsluhæfni viðhaldið og smám saman bætt. Enginn hefur áhuga á að lána þjóðum peninga ef tekjur þeirra þorna upp vegna þess að gengi gjaldmiðla þeirra er hætt að endurspegla ástandið í hagkerfum þeirra. Þá missa þær nefnilega greiðslugetuna. Ríkið missir greiðslugetuna ef allir verða atvinnulausir því þá koma engar skattatekjur í ríkiskassann. Þá springa einnig útgjöld ríkisins. Bættar og góðar lífslíkur verðlauna lánadrottnar með bættum lánskjörum, því lánadrottnar hafa mestan áhuga á horfum skuldara til lengri tíma litið. Skammtímasjónarmiðin koma í öðru sæti.
En núna getur Finnland sem sagt ekki lengur brugðist við. Gengið er nefnilega horfið hjá þeim. En Svíþjóð hefur nú þegar brugðist við, því Svíþjóð hefur krónuna, sem er afar sterkt vopn ]
Massíf gengisfelling sænsku krónunnar og finnska marksins: It just plain works
Väyrynen: The euro was a mistake to Finland
HELSINGIN SANOMAT
External Trade and Development Minister Paavo Väyrynen (Center), criticizes the Finnish decision to join the 1990s, the European Economic and Monetary Union (EMU). Väyrynen, "says the East-Savo newspaper interview that Finland should have been the Swedish way to keep the monetary union and the euro currency outside.
Väyrynen is opposed in the forest ankealla situation. In Finland, the forest giants make heavy losses, while the Swedish companies have benefited from a favorable rate for the krona.
"I said back then that we should not have to go EMU, at least without the country. Now, the Swedish forestry industry benefits from the expensive euro," Väyrynen said in East Savolle.
Väyrynen admits that it is difficult to assess to what extent the Finnish forest industry's current difficulties are the result of expensive euro. Eron Sweden sees him, however, Stora Enso's position. The forest is a giant, previously told the transfer production to Sweden and Eastern Europe, foreign currency interest.
Slóð: Þýðing frá finnsku til ensku
Fréttin á finnsku
30.4.2009 10:22
Paavo Väyrynen
Väyrynen: Euro oli virhe Suomelle
HELSINGIN SANOMAT
Ulkomaankauppa- ja kehitysministeri Paavo Väyrynen(kesk) arvostelee Suomen päätöstä liittyä 1990-luvulla Euroopan talous- ja rahaliittoon (EMU). Väyrynen sanoo Itä-Savo-lehden haastattelussa, että Suomen olisi pitänyt Ruotsin tavoin pysyä rahaliiton ja eurovaluutan ulkopuolella.
Väyrynen perustelee näkemystään metsäteollisuuden ankealla tilanteella. Suomessa metsäjätit tekevät raskaita tappioita, kun taas Ruotsissa yhtiöt ovat hyötyneet edullisesta kruunun kurssista.
"Sanoin jo silloin, että meidän ei olisi pitänyt mennä Emuun ainakaan ilman Ruotsia. Nyt Ruotsin metsäteollisuus hyötyy kalliista eurosta", Väyrynen sanoo Itä-Savolle.
Väyrynen myöntää, että on vaikea arvioida, missä määrin Suomen metsäteollisuuden vaikeudet ovat seurausta kalliista eurosta. Eron Ruotsiin näkee hänen mukaansa kuitenkin Stora Enson tilanteessa. Metsäjätti on aiemmin kertonut siirtävänsä tuotantoaan Ruotsiin ja Itä-Eurooppaan valuuttaedun takia.
Vefslóð: Väyrynen: Euro oli virhe Suomelle
EMS þrautarganga Svíþjóðar 1992
Svíþjóð í kreppu - hið fræga ár 1992 og svarti september
10. janúar - fjárlög Svíþjóðar kynnt og reynast vera með 71 SEK milljarða halla
26. ágúst - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 16 prósent
8. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 24 prósent
9. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 75 prósent
16. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 500 prósent
23. september - Sænska ríkisstjórnin gefur út ábyrgð fyrir alla banka í landinu, "enginn banki má verða gjaldþrota"
30. september - enn einn áfallapakkinn frá ríkisstjórninni kynntur
19. nóvember - klukkan 14.28 er einhliða fastgengi sænsku krónunnar gagnvart EMS-gjaldeyrisbandalagi EB lagt niður, og á augnabliki fellur sænska krónan 10 prósent
Til baka til 2009: hvað svo?
Núna nýtur Svíþjóð þess að hafa sjálfstæðan frjálsan gjaldmiðil. Það er nefnilega neikvæður vaxtamunur (negative spread) á milli Svíþjóðar og allra landa myntbandalags ESB, þar með talið Þýskaland.
Forstjóri Jyske Bank, Anders Dam, benti ríkisstjórn Danmerkur og danska þinginu nýlega á að sænska ríkið, sem stendur alveg fyrir utan myntbandalagið, nýtur mun betri og lægri vaxtakjara á lánsfjármörkuðum en öll þau lönd sem eru í myntbandalaginu, þar með talið Þýskaland sjálft.
"Það kæmi mér ekki á óvart að markaðurinn álykti sem svo að sænska ríkið sé betri skuldari, til legnri tíma litið, en löndin í myntbandalaginu vegna þess að Svíþjóð hefur sína eigin mynt". Þessi mynt Svía, segir Anders, gerir það að verkum að Svíar hafa betri verkfæri til að tryggja að skattatekjur - og þar með greiðslugeta sænska ríkisins - þorni ekki upp í takt við að atvinnuástand versni og útflutningur stoppi vegna lélegrar samkeppnishæfni sem kemur þegar lönd ráða engu um gengi og vaxtastefnu gjaldmiðla sinna.
Í lok ræðu sinnar sagði Anders Dam:
"Forsætisráðherrann segir okkur að allir sjái að það kosti að standa utan við myntbandalagið. Þá segi ég: ekkert jafnast á við góða hagstjórn - og ég heiti ekki "Allir"
Myndband með ræðu Anders Dam:
30.4.2009 10:22
Paavo Väyrynen
Smellið á myndina til að stækka hana