Goðsagnir um EES-samninginn og "80 prósent" uppspuninn
Lausleg þýðing Gunnars Rögnvaldssonar á grein Heming Olaussen, formanns Nej til EU, úr norsku.
Gert 2. febrúar 2011
"Myter om EØS"
GATS-samningurinn mun samtímis veita Noregi enn stærra alþjóðlegt ráðarúm. Til dæmis gæti þá meirihluti Stórþingsins varðveitt einkarétt Póstsins á útburði bréfa án þess að komast í krambúlag við reglur EES.
Í öðru lagi
Frá heimasíðu Nej til EU í Noregi
EU krever tilpasning på forhånd: I forhandlingene mellom Norge og EU i 1994 skulle norske lover tilpasses EU bare dersom det ble ja-flertall i folkeavstemningen. I dag krever EU at Island må EU-tilpasse lovene i landet mens forhandlingene om medlemskap pågår.
Forhandlingene med EU skaper stadig nye problemer for regjeringen på Island. EU-kommisjonen påtvinger islendingene forhandlinger der de må EU-tilpasse samfunnet sitt mens forhandlingene pågår: Krækja
Það væri því beint óskynsamlegt af ESB að gera nokkuð sem helst til klúðra þessum gagnkvæmu viðskiptum.
Þjónustuviðskipti okkar myndu halda óbreytt áfram án EES-samningsins. Því sjá alþjóðlegar reglur GATS fyrir, sem er þjónustusamningshluti WTO-samninga [sjá utanríkisráðuneyti Noregs hér og Íslands hér (PDF-skjal horfið?)].
Við þurfum að ryðja úr vegi nokkrum goðsögnum um EES-samninginn þannig að vitrænar umræður um þetta mál geti farið fram.
Í fyrsta lagi
Við þurfum ekki á EES að halda til þess að geta selt vörur okkar erlendis. Ef EES-samningurinn yrði felldur úr gildi þá mun fyrri fríverslunar-samningur okkar við ESB sjálfkrafa taka gildi. Þetta kemur gagngert fram í EES-samningnum. Noregur mun því geta selt vörur sínar án tolla og annarra viðskiptahindrana eins og áður.
Samkvæmt WTO-reglunum getur ESB ekki lagt hærri tolla á Noreg en á önnur lönd utan Evrópusambandsins. Lausnin í hinu svo kallaða laxastríði, þar sem ESB var skikkað til að gefa sig samkvæmt fyrirmælum frá WTO, sýnir einmitt, óháð EES-samningnum, að ESB er skyldugt til að virða alþjóðlegar viðskiptareglur.
ESB hefur engan rétt til - eða hagsmuni af - að hefja viðskiptastríð við Noreg ef við skyldum segja EES-samningum upp. Stærsti hluti vöruútflutnings okkar til ESB eru hráefni og hálfunnar vörur sem eru notaðar til frekari vinnslu í framleiðslugeira ESB-landa. Kaupmáttur Noregs er sterkur og alls ekki smávægilegur markaður fyrir ESB. Frá janúar til nóvember í fyrra fluttum við inn vörur frá ESB fyrir 267,6 miljarða norskar krónur. Ef vil lítum burt frá olíu, gasi og skipum þá var samanburðarhæfur útflutningur Noregs til ESB 187,6 miljarðar norskar krónur.
Ef við göngum út úr EES-samningnum mun veigamesti munurinn þar á eftir verða sá að við erum ekki skyldug til að taka þátt í allri samvinnu á sviði menntunar og rannsókna (nema kjarnorkurannsókna). Við gætum því sniðið áherslurnar á þessu sviði að okkar eigin þörfum.
Samvinnuverkefni okkar við ESB í dag eru tapsgefandi verkefni. Noregur greiðir 9 miljarða norskar krónur í aðildargjald til rammaáætlunarinnar fyrir árin 2007-2013. Nú er þetta tímabil hálfnað og samkvæmt Rannsóknarnefnd Noregs höfum við aðeins fengið tvo miljarða af þessum níu til baka.
EES-samningurinn tryggir ekki öryggi atvinnu. ESB-dómstólinn hefur hvað eftir annað úrskurðað að réttindi sem kjarasamningar veita launþegum í landi okkar verða að víkja fyrir frjálsri samkeppni á hinum svo kallaða "innri markaði ESB" og reglum hans. Þetta er uppskriftin að "sósíal-dumping" sem við höfum séð mörg tilfelli af hér í Noregi á síðustu árum.
Í þriðja lagi
EES-samningurinn er ekki forsendan fyrir samvinu um rannsóknir, vísindi og menntun. Samvinnan á milli Noregs/EFTA-landanna og ESB hófst mörgum árum áður en EES-samningurinn kom til skjalanna með vísan til Lúxemborg-yfirlýsingarinnar frá 1984. Noregur var - alveg utan við EES-samninginn - fullgildur meðlimur að til dæmis lyfja- og heilbrigðisrannsóknum, raunvísinda- og tæknirannsóknum (SCIENCE) og umhverfisrannsóknum (STEP). Á sviði menntamála tók Noregur þátt í mikilvægustu sviðum þess, COMETT (frá 1990) og ERASMUS (frá 1992) áður en EES-samningurinn kom til.
Að lokum
EES-samningurinn er ekki "næstum því" jafngildi ESB-aðilar. Tollabandalag og viðskiptastefna ESB gagnvart þriðja landi, fiskveiðimálin, þrír fasar myntbandalagsins (EMU) og evran eru aðeins nokkur af þeim málum sem liggja alveg utan EES-samninginn. Frá byrjun ársins 2000 og til loka ársins 2009 voru alls 3.119 ný ákvæði, lög- og réttarfarslegar viðbætur settar inn í EES-samninginn. Á sama tíma samþykkti og meðtók ESB 34.733 ný ákvæði, laga- og réttarfarslegar viðbætur og breytingar.
Einungis 8,9 prósent af nýjum ESB-lögum og reglum var sem sagt bætt inn í EES-samninginn. Hann er því minna en 10 prósent af fullri ESB aðild.
Upprunalega greinin, eftir Heming Olaussen formann Nej til EU, birtist þann 21. janúar 2011 m.a. hér hér á E24 í Noregi og á bloggsíðu Heming Olaussen