Sameiginleg mynt hefur ekki leitt til meiri viðskipta á milli evrulanda

Gunnar Rögnvaldsson mars 2010

Myntbandalagið gagnslaust og hinn "innri markaður" aðeins kenning á blaði

Currency Unions in Prospect and Retrospect∗

J.M.C. Santos Silva†

Silvana Tenreyro‡

October 27, 2009

Abstract

We critically review the recent literature on currency unions, and discuss the methodological challenges posed by the empirical assessment of their costs and benefits. In the process, we provide evidence on the economic effects of the euro. In particular, and in contrast with estimates of the trade effect of other currency unions, we find that the impact of the euro on trade has been close to zero. After reviewing the costs and benefits, we conclude with some open questions on normative and positive aspects of the theory of currency unions, emphasizing the need for a unified welfare-based framework to weigh their costs and gains

Skýrslan PDF: Currency Unions in Prospect and Retrospect*

Sama sagan í Danmörku? Hinn innri markaður ESB, engin áhrif

Samkvæmt frétt netútgáfu fréttablaðs háskólans í Bergen, Forskning Norge, sem fjallar um rannsóknir í Noregi og á alþjóðavettvangi, hafa viðskipti á milli evrulanda ekki aukist neitt umfram það sem gerst hefur hjá öðrum löndum heimsins frá því sameiginlegur myntvafningur myntbandalagsins, evra, kom í umferð fyrir 11 árum. Forskning Norge vitnar í rannsókn hagfræðinganna Joao M. C. Santos Silva við University of Essex og Silvana Tenreyro við London School of Economics.

Auknum viðskiptum á milli evrulanda var lofað þegar myntvafningnum evru var komið á fót. Eins átti evran að vera vopn í alþjóðasamkeppninni og þá sérstaklega við Bandaríkin og Asíu. En samkvæmt rannsókninni hefur aukning í viðskiptum á milli evrulanda ekki verið meiri en aukningin var á milli annarra landa heimsins á sama tímabili (aukin hnattvæðing almennt). Verslun og viðskipti á milli evrulanda hefur ekki aukist meira en viðskiptin á milli evrulanda, EES-landa og ESB-landa sem nota ekki evru sem gjaldmiðil.

Rannsóknin tekur til hóps OECD-landa og leggur til grundvallar, EES-lönd (athugið, Ísland er í EES) sem eru ekki með evru, ESB-lönd án evru og svo sjálfra evrulandanna. EES-lönd sem hafa ekki tekið upp evru hafa aukið viðskiptin við evrulönd og ESB-lönd án evru jafn mikið og evrulöndin hafa upplifað sín á milli, segir Joao M. C. Santos Silva prófessor.

Forskning.no bendir einnig á hina frægu rósarskýrslu eftir hagfræðinginn Andrew K. Rose sem sagði að verslun og viðskipti á milli evrulanda myndi þrefaldast þegar löndin fengju sameiginlega mynt. En raunveruleikinn, samkvæmt þessari og fleiri rannsóknum, er sem sagt núll, hvað varðar verslun og viðskipti.

Jan Tore Klovland prófessor við verslunarháskóla Noregs segir að evran sé meira pólitískt verkfæri en efnahagslegt verkfæri. Um efnahagslega ávinninga séu fáir sammála segir hann. Steinar Holden prófessor við Óslóarháskóla segir að erfitt sé að sanna neitt í þessum efnum. Hann álítur að viss ávinningur og samhæfing hafi náðst á fjármálasviðinu

[já, t.d. opnað á möguleika á sameiginlegu gjaldþroti evruríkja sem nú hugsanlega stendur fyrir dyrum. Eftir að internetið kom með verðsamanburðarvélar handa öllum þá er sameiginleg mynt orðin nánast fornaldargripur, afsakið. Það þurfti t.d. ekki sameiginlega mynt til að erlendir ferðmenn uppgötvuðu verðfall á Íslandi] G.R.

En í núverandi kreppu, segir Steinar, að það sé augljóst að þau lönd sem hafa sjálfstæða mynt hafi notið mikils góðs af þeim sveigjanleika sem því fylgir; Forskning Norge

Síðasta haust kom einnig út dönsk rannsókn sem sýndi að vera Danmerkur í hinum svo kallaða innri markaði ESB og í ERM hefur ekki leitt til neinnar aukningar í utanríkisviðskiptum Danmerkur við evrulönd né ESB lönd. Tilgangur rannsóknarinnar var ekki að sanna né afsanna neitt í þessum efnum, en lesa mátti þetta út úr skýrslu þjóðhagfræðistofnunar viðskiptadeildar Árósarháskóla, sem kom út í júní 2009. Þar kom í ljós að eftir að Danmörk gerðist aðili að hinum svo kallaða innri markaði ESB hefur útflutningsfyrirtækjum fækkað. Það hefði ekki skipt neinu máli fyrir Danmörku að standa utan við þennan innri markað ESB, skrifaði rannsóknarvefurinn "Videnskab DK" í þessu tilefni; Videnskab