Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands
Post date: Sep 29, 2009 1:3:25 AM
Grein Derek Scott í THE WALL STREET JOURNAL þann 28. september 2009. Derek Scott var efnahagsráðgjafi forsætisráðherra Bretlands frá 1997 til 2003.
Hér í lauslegri þýðingu Gunnars Rögnvaldssonar.
Óði hattarinn sagði Lísu í Undralandi að orð hafa þá meiningu sem þú vilt að þau hafi. Óði hattarinn hefði verið eins og heima hjá sér í Evrópusambandinu því þar fær orðið “nei” þýðinguna “já” og pólitískum áróðri er básúnað út sem upplýsingum. Ef Írland kýs “nei” og hafnar þar með Lissabon sáttmálanum [nýju stjórnarskrá ESB] mun ESB halda áfram og Írland mun áfram vera hluti af ESB. En kjósi þeir já munu áhrif Írlands innan ESB verða enn minni en þau eru í dag.
Í þessari kosningabaráttu vegna þjóðaratkvæðagreiðslu númer tvö á Írlandi hefur mörgum undalegum hlutum verðið haldið fram um hinar efnahagslegu afleiðingar fyrir Írland ef landið skyldi hafna stjórnarskránni aftur í þessari seinni þjóðaratkvæðagreiðslu. “Nei” mun hræða fjárfesta, Írland mun tapa atvinnutækifærum og dæma landið til efnahagslegrar einangrunar. Ef Írar segja hinsvegar “já” þá yrðu það fyrstu skrefin til efnahaglegs bata fyrir Írland, þ.e. samkvæmt orðum forsætisráðherrans
Þetta er hluti af stærra áróðursbragði, nefnilega því að það sé Evrópusambandið sem beri ábyrgð á efnahagsbata á Írlandi og að “nei” muni stefna þessari ábyrgð í hættu. Auðvitað hefur Írland undanfarið notið góðs af yfirfærslum frá Brussel, eða réttara sagt frá skattgreiðendum í öðrum aðildarríkjum sambandsins, en þessir sömu fjármunir hafa þó ekki komið í veg fyrir lélega frammistöðu Írska hagkerfisins; lélegum hagvexti, sérstaklega þegar hlutfallsleg tækifæri Írlands til að ná sama árangri og önnur lönd hafa náð eru skoðuð; há verðbólga, mikill halli á ríkisfjármálum og hátt atvinnuleysi.
Góðum árangri Írlands undanfarin ár er best lýst með öðrum þáttum en þessum [ESB] og í reynd eru núverandi vandamál Írlands sjálfri ESB-aðild Írlands mikið að kenna og mun erfiðari viðfangs sökum ESB-aðildar landsins; að minnsta kosti sökum aðildar þess að myntbandalagi ESB. Þessi staðreynd er alveg andstæð þeim kæfandi samhljómi sem ríkir í hugsun elítu Brussel, Dublin og jafnvel innan Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, sem heldur áfram að agítera fyrir sögulegum kostum “gengisstöðugleika”.
Samt var það stór gengisfelling innan gengissamvinnu Evrópusambandsins (European exchange rate mechanism, ERM) í ágúst mánuði 1986 sem gerði ríkisstjórn Írlands kleift að hefja styrkingarferli ríkissjóðs og bæta alþjóðlegt lánstraust landins (árið 1985 var vaxtaálag á skuldir írska ríksins jafn hátt og hjá Mexíkó). Í kjölfar þessarar írsku gengisfellingar fylgdi mikil uppsveifla í Bretlandi sem þá var langsamlega stærsti viðskiptaaðili Írlands. Seinna þjáðist hinsvegar Írland vegna kreppu í Bretland sem stafaði af aðild Bretlands að gengissamvinnu Evrópusambandsins (ERM) í byrjun 10. áratugs síðustu aldar [og sem gárungarnir í Bretlandi nefndu þá “hið framlengjandi kreppufyrirkomulag” eða “The Extended Recession Mechanism”, ERM (G.R.)]. Gengisfall breska pundsins í september 1992 leiddi til mikils þrýstings á írska hagkerfið. Hikandi gerði þó írska ríkisstjórnin hið eina rétta. Gengi írska pundsins var fellt massíft í janúar 1993. Þetta var mjög mikil gengifelling fyrir svo opið hagkerfi. Það var þessi gengisfelling ásamt tilslökunum í kröfum ERM fyrirkomulagsins sem færði Írlandi sjálfstæða eigin peningastefnu í fyrsta skipti í sögu landsins.
Þessu var fylgt eftir með röðum af markaðstengdum aðgerðum og árangurinn varð stórkostlegur; sterkur vöxtur kom í landsframleiðslu, mikill vöxtur varð í atvinnu, verðbólga var lág og ríkið skilaði miklum hagnaði af rekstri ríkissjóðs. Undir þetta studdi mikill fjöldi Íra sem fluttu aftur til heimalands síns og innflæði fjármagns sem kom í von um hagnað. En í enda áratugsins fóru vandamál hinsvegar að hlaðast upp vegna aðildar Írlands að myntbandalagi Evrópusambandsins. Vöxtum var haldið lægri en þeir hefðu verðið undir stjórn seðlabanka Írlands. Stórkostleg uppsveifla varð að stórkostleg hruni.
Lönd eins og Bretland hafa auðvitað sín eigin efnahagslegu vandamál og af ýmsum ástæðum. En ef London heldur rétt á spilunum og viðhefur rétt viðbrögð þá verður hægt að koma hlutunum í samt lag aftur þökk sé því að stjórn peningamála er alfarið í höndum seðlabanka Bretlands.
Vegna uppsveiflunnar á Írlandi minnkaði samkeppnishæfni Írlands gangvart viðskiptalöndum sínum í ESB um 15% frá og með þeim tíma er landið gékk í myntbandalagið. Til að laga þetta, með einum eða öðrum hætti, þarf raungengi Írlands að falla. Gengisfelling gjaldmiðils Írlands er þó ekki möguleg svo harkaleg launa- og verðhjöðnun innanlands á Írlandi er eina leiðin. Þessi harkalega launa- og verðhjöðnun er aðeins rétt hafin en þó er nú þegar eins og allt sé komið í fullt stopp á Írlandi. Falli evran ekki mjög kröftuglega gangvart pundi og dollar munu raunlaun Íra verða þvinguð niður, landsframleiða mun falla enn ferkar en orðið er og hlutfallið á milli tekna ríkissjóðs og skulda hans mun sprengja sig enn stærra.
Eins og önnur lönd innan myntbandalagsins hefur Írland ekki orðið fyrir barðinu á gjaldmiðilskreppu sem kannski hefði komið ef landið hefði ekki verið með evru sem gjaldmiðil. En hinn svokallaði “stöðugleiki myntsvæðis” er ekki eins ákjósanlegur og þegar nánar er skoðað. Að yfirgefa sína eigin mynt og taka upp sameiginlega mynt flytur aðeins vandamálin til annarra staða. Ef sjúklingurinn er veikur þá er eingin lækning fólgin í því að henda hitamælinum.
Þeir sem vilja eigna evruaðild Írlands hinn góða árangur sem náðist í efnahagsmálum á Írlandi hafa rangt fyrir sér - þetta er sama fólkið sem segir að Írland verði að kjósa “já” í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarská Evrópusambandsins. Írland tók ákvörðun um inngöngu í myntbandalagið (þó svo að Írar fengu ekki að kjósa um það) og það eina sem landið getur gert núna eða að reyna að takmarka þær hindranir sem evruaðildin setur Írum hvað varðar sveigjanleka í viðbrögðum. Írland er ekki í eins slæmri aðstöðu og sum önnur lönd myntbandalagsins, s.s. Spánn, því hagkerfi Írlands er meira opið og sveigjanlegt, sem þýðir að sérhver bati í glataðri samkeppnishæfni mun skila Írum hlutfallslega meiri hagvexti. Það væri brjálæði að skerða þennan sveigjanleika hagkerfisins enn frekar. Til styttri tíma litið mun nýja stjórnarskráin hafa lítil bein áhrif á hagkerfi Írlands til hins verra eða betra, en til lengri tíma litið mun nýja stjórnarskráin styrkja þá efnahags - og samfélagslegu þróun á Írlandi sem er alveg öndveð við þá góðu þætti sem fóstruðu tilurð hins Keltneska Tígurs (e. the Celtic Tiger)
Leonard Shapiro ritaði um Sovétríkin að “hið sanna markmið áróðurs er ekki að sannfæra né hvað þá að telja fólki trú um eitthvað, nei, hið sanna hlutverk áróðurs er að búa til heilsteyptan jafnsléttan opinberan jarðveg þar sem fyrstu sprotar hugsana trúvillinga munu birtast sem brak og brestir mishljómsins. Í nótnabók Evrópusambandsins eru ósamhljóma raddir ekki liðnar. En Írar ættu að hafa það sjálfstraust sem þarf til að brjóta hinn ríkjandi samhljóm um að “nei” yrði slæmt fyrir efnahag Írland, það er nefnilega þvættingur.
Derek Scott var efnahagsráðgjafi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, frá 1997 til 2003. Hann er ráðgefandi stjórnar-meðlimur í Vestra Wealth LLP í London
7. ágúst 2012
Wall Street Journal
The Truth About The Irish Economy
Myndskýring: smellið á myndina