EuroChambers

EuroChambers og Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins

Þessi markmið Evrópusambandsins sem sett voru í Lissabon árið 2000, oft nefnd Lissabon 2000 markmið ESB mæla svo fyrir að hagkerfi Evrópusambandsins eigi að verða ríkasta og samkeppnishæfasta hagkerfi heimsins árið 2010.

Samtök iðnaðar og verslunar í Evrópu, EuroChambres, ákváðu strax að fylgja eftir framvindu árangurs þessara markmiða og að kynna svo reglulega þann árangur sem Evrópusambandið næði. EuroChambres er félagsskapur 19 milljón fyrirtækja í 45 löndum Evrópu og hafa samtökin starfað á vettvangi viðskipta, iðnaðar og efnahagsmála Evrópu síðan 1958.

Fyrsta skýrsla EuroChambres kom út árið 2005. Þar kom í ljós að þjóðartekjur þegna Evrópusambandsins árið 2004 voru 18 árum á eftir þjóðartekjum þegna Bandaríkjanna. Þáverandi hagvaxtarhraði Evrópusambandsins þýddi að ef hagkerfi Bandaríkjanna væri fryst á tölum ársins 2004 myndi það taka Evrópusambandið 18 ár að ná þeirri hagsæld sem þegnar Bandaríkjanna nutu árið 2004. Þarna kom einnig fram að framleiðni í hagkerfi Evrópusambandsins var 14 árum á eftir framleiðni bandaríska hagkerfisins, eða sem svaraði til framleiðni í Bandaríkjunum árið 1990. Atvinnuþátttaka þegna Evrópusambandsins var heilum 25 árum á eftir atvinnuþátttöku þegna Bandaríkjanna og enn verra var það hlutfall þjóðarframleiðslu sem hagkerfi Evrópusambandsins fjárfesti í framtíð sinni, þ.e. í rannsóknum og þróun. Slíkar fjárfestingar ákveða að stórum hluta hvort þjóðir verði ríkar eða fátækar í framtíðinni, því þær laða að bestu heila heimsins og besta fáanlega fjármagn. Hér var Evrópusambandið 25 árum á eftir Bandaríkjunum.

Næsta skýrsla EuroChambers kom út árið 2007 og mældi aftur árangur Lissabon 2000 markmiða ESB. Þegar hér var komið sögu kom í ljós að bilið milli efnahags þegna Bandaríkjanna og Evrópusambandsins hafði breikkað enn meira. Þjóðartekjur þegna Evrópusambandsins voru nú 21 ári á eftir, framleiðni hafði versnað miðað við bandaríska keppinautinn og var nú 17 árum á eftir. Sama niðurstaða var fyrir bæði ESB-27 og evrusvæði, nánast enginn munur fannst. Atvinnuþátttaka, rannsóknir og þróun voru nú 28 árum á eftir Bandaríkjamönnum.

EuroChambers

fr. EuroChambres

"The Association of European Commerce and Industry. EuroChambres" - er félagsskapur 19 milljón fyrirtækja í 45 löndum Evrópu og hafa samtökin starfað á vettvangi viðskipta, iðnaðar og efnahagsmála Evrópu síðan 1958.

Frammistöðumælingar Euro-Chambres á efnahag þegna Evrópusambandsins miðað við efnahag þegna Bandaríkjanna er hægt að lesa um með því að smella á slóðina

Viðskiptaráð Íslands er aðili að þessum samtökum

Tímamælingar EuroChambers (Time Distance Benchmarking)

Hvað mun það taka langan tíma fyrir Evrópusambandið að ná hagsæld Bandaríkjanna

2005 publication eurochambres pavle sicherl.pdf

2007 070305-TimeDistanceStudy2.pdf

2008 TimeDistanceStudy-2008.pdf

EUROCHAMBRES Study2005 press.pdf

Meira hér

Website www.gaptimer.eu and project Gaptimer are conducted by SICENTER (Socio-economic Indicators Center). SICENTER is a private non-profit research institution focusing on research and consultancy in the field of analysis of indicators in numerous fields and at various levels of aggregation, with application in economics, politics, business and statistics. It is registered with the Ministry of Higher Education, Science and Technology in Slovenia.

The principal researcher is Professor Pavle Sicherl, founder of SICENTER and Professor of Economics at the Faculty of Law, University of Ljubljana. He was also consultant to the World Bank, OECD, UN, ILO, UNIDO, INSTRAW, UNRISD, EUROCHAMBRES and Harvard University Development Advisory Service.

Síðasta skýrsla EruoChambers kom út síðastliðið vor. Hér var sagan næstum sú sama nema bilið hafði enn breikkað. Þjóðartekjur á hvern þegn voru nú 22 árum á eftir þjóðartekjum á hvern þegn í Bandaríkjunum og framleiðni var 19 árum á eftir framleiðni bandarísks vinnuafls. Atvinnuþátttaka í Evrópusambandsríkjum hafði hins vegar stórbatnað og var nú aðeins 11 árum á eftir atvinnuþátttöku Bandaríkjamanna. Heildaratvinnuleysi í ESB hafði fallið niður í 7,1% og atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri var komið niður í 15%.

Þjóðartekjur á hvern þegn voru nú 22 árum á eftir þjóðartekjum á hvern þegn í Bandaríkjunum

EruoChambers 2008