# 490 - 2010 - vika 14 - til 11. apríl 2010
Vika 14 2010
Föstudagur 9. apríl 2010
Grillað hér? . . . ekki það nei
Hvernig er að vera seðlabankastjóri á evru?
Sú hugsun féll að mér að það hljóti að vera ákaflega erfitt að vera bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins (ECB). Varla hefur harður evruandstæðingur verið ráðinn til þess starfs. Ekki er heldur hægt að hugsa sér að harður ESB-andstæðingur sitji þar við stjórnvölinn. Sá sem situr í sæti þessa seðlabankastjóra hlýtur að vera ákafur og stórhuga stórríkissinni. Annað gengi hreinlega ekki upp.
PDF útgáfa með virkum slóðum á heimildir og myndir í fullri stærð er viðhengd hér fyrir neðan
PDF snið vika 14 2010
PDF_utgafa_vika_14_2010.pdf
Skoða: smella beint á PDF-skrá til að skoða
Vista: hægri smella og segja "save link as" til að hlaða PDF-skránni niður til þín
Bankastjóri ECB hlýtur því að hafa mjög sterkan pólitískan vilja. Það verður hann að hafa því að öðrum kosti yrði hann að vera stórmenni eins og Mikhail Gorbachev, sem fórnaði stórríki sínu í þágu þegnana. Stórríki hans gekk ekki upp. Er bankastjóri ECB svona víðsýnn? Mun hann fórna myntinni sinni svo þegnarnir þurfi ekki að veða fátækir, fátækari og fátækastir vegna myntbandalags og myntar sem aldrei getur gengið upp. Þetta myntbandalag hefur verið, er ennþá og mun alltaf verða stærsti og virkasti bremsuklossi fyrir hagvöxt og hagsæld þeirra landa sem búa við myntina.
Sem betur fer hafði Moskvu aldrei dottið í hug sú heimska að hin sameinuðu ríki sósíalista (USSR) þyrftu að hafa eina sameiginlega mynt til að geta ekki virkað verra en þau gerðu svo vel í 70 ár.
Á blaðamannafundi seðlabanka Evrópusambandsins í gær þótti sumum að bankastjóri ECB væri ekki alveg sjálfum sér líkur. Hann iðaði af óþægindum vegna þess að allt er ekki vel á myntekrum bankans. Reyndar er þar flest í flesk og steik. Grikkland, Spánn, Ítalía, Portúgal, Írland, Belgía og Þýskaland - plús ERM-löndin Lettland, Litháen og Eistland.
ECB-bankastjórinn, Jean-Claude Vigliant Trichet, sagði á blaðamannafundinum að ríkisstjórnir landa evrusvæðis, sem er myntsvæði bankans, yrðu að lifa upp til "sinnar ábyrgðar". Hann átti auðvitað við að ríkin yrðu að bjarga Grikklandi og kannski fleiri löndum svo myntin hans myndi ekki hverfa. Engin mynt, engin vinna hjá ECB. Þá þótti sumum nóg um og veltu því fyrir sér hvað herra forseti Barack Obama hefði sagt ef Ben S. Bernanke seðlabankastjóri hinna sameinuðu ríkja Norður Ameríku hefði sagt honum að hann þyrfti að lifa upp til "sinnar ábyrgðar". Hvað hefði bandaríska þinginu þótt um svona fyrirlestur frá "óháðum" manni í banka.
Málefnið um hvort það eigi að bjarga eða ekki bjarga ríkjum evrulanda frá ríkigjaldþroti með peningum frá skattgreiðendum í öðrum evrulöndum, getur aldrei fallið inn undir peningastefnu né umboð seðlabanka evrusvæðis. Hér var það stórríks- og evrupólitíkusinn sem talaði. Það var ekki seðlabankastjórinn.
Já, þetta mál mun halda áfram lengi lengi og það verður mjög flókið allan tímann. Gott var að herra Trichet þurfti ekki að lenda á svona grilli eins og reglulega er notað til að grilla seðlabankastjóra Bandaríkjanna; Bernankie á grilli lýðsins a la Maxine Waters um daginn | Jean-Claude Trichet í gær | FT ECB theatre
Gjaldþrot og nauðungaruppboð í Danmörku í mars
Danska hagstofan birti í morgun tölur yfir nauðungaruppboð og gjaldþrot fyrirtækja í mars mánuði. Nauðungaruppboð voru 514 í mars og fjölgaði þeim frá 470 í febrúar sem er 9% aukning. Á einu áru hefur tala nauðungaruppboða tvöfaldast. Eins og sést á myndinni er ennþá mjög langt upp í "helvítis-árin" hér í Danmörku 1980-1993 þegar Danmörk þurfti koma í veg fyrir grískt ástand undir fastgengi og stýrivöxtum Þýskalands. Þá hélt gengið en fólk og fyrirtæki fóru unnvörpum á hausinn. En þetta mun samt koma því þessar tölur munu bara halda áfram að hækka að mínu mati. Nokkur ár eru í það að húsnæðismarkaður botni; DST (mynd DST: fjöldi nauðungaruppboða á mánuði)
Gjaldþrot fyrirtækja voru 564 í mars og eru þau í hæstu hæðum allra tíma. Þetta er svipuð tala og í febrúar en þá urðu 569 fyrirtæki gjaldþrota. Á myndinni er sýnd þróun gjaldþrota í Danmörku frá árinu 1979; DST (mynd DST; fjöldi gjaldþrota hlutafélaga á mánuði)
Fimmtudagur 8. apríl 2010
Hvernig seðlabanki 16 landa evrusvæðis varð að spilavél - og Argentínur evrusvæðis
Simon Johnson og Peter Boone á Baseline Scenario eru með afar athyglisverða og jafnframt mjög langa grein. Simon Johnson var áður yfirhagfræðingur AGS og er nú prófessor við MIT og "senior fellow" við Peterson stofnunina og í stjórn fjárlaganefndar bandaríska þingsins. Peter Boone er við London School of Economics
“The IMF and Argentina, 1991-2001": The IMF should refrain from entering or maintaining a program relationship with a member country when there is no immediate balance of payments need and there are serious political obstacles to needed policy adjustment or structural reform” (p.7, recommendation 4)
Mjög grófur og einfaldur hrað-úrdráttur í minni þýðingu: Lærdómur AGS af Argentínu kreppunni var sá að sjóðurinn hefði brugðist hlutverki sínu á eyðileggjandi hátt því hann leyfði að krónískt lélegur pólitískur vilji til efnahaglegra grundavallarbreytinga meðal hlutaðeigandi aðila málsins, fengi úrslitaþýðingu fyrir aðgerðir sjóðsins í Argentínu. Þetta framlengdi áföllunum í Argentínu og gerði þau seinna miklu verri viðureignar.
Það hefði strax átt að krefjast þess að gengisbinding (tilbrigði af myntráði) peso við dollar væri afnumin, ellegar myndi AGS labba burt og neita að koma að málunum. Simon og Peter ráðleggja leiðtogum landa evrusvæðis að lesa greinargerð sjóðsins strax því bráðum mun AGS verða kallaður á vettvang til að leysa samskonar verkefni í þeirra eigin bakgarði: Grikklandi. Margföld Argentína í þeirra eigin garði.
En það er sennilega borin von að leiðtogar evrusvæðis muni læra neitt af mistökunum í Argentínu. Því verða þau endurtekin, en bara á miklu stærri skala og sennilega breiðast út til fleiri landa í nágrenninu.
Hvernig gat þetta allt saman gerst - þarna á evrusvæðinu og í seðlabanka þessara 16 landa? Jú, flestir gera sér ekki grein fyrir því hvernig peningar verða til í hagkerfum, segja greinarhöfundar. Í eins-lands seðlabanka með eins-lands bankakerfi er þetta ekki svo flókið. Ríkissjóður gefur út skuldabréf sem bankakerfið kaupir. Það fer með þessi skuldabréf niður í seðlabankann og leggur þau inn. Í staðinn fær bankakerfið nýja peninga sem seðlabankinn hefur búið til handa þeim. Seðlabankinn setur varnagla (haircut = afföll) sem er eins konar veðhæfnismat og bankarnir fá kannski 90% fyrir bréfin sem þeir keyptu af ríkinu.
Nýju peningarnir frá seðlabankanum eru á lágum vöxtum, lægri en bankarnir fá greidda frá ríkinu fyrir að hafa fjármagnað skuldsetningu ríkissjóðs svo þannig fá bankarnir tekjur af þessu ferli. En það eru sem sagt þessir peningar ("high-powered money”) sem síðan fara í umferð úti í fjármálakerfi landsins og sem þú m.a. notar til að borga með eða fá útborgað í.
Þetta kerfi er frekar einfalt og skilvirkt í framkvæmt og framvindu í eins-lands-seðlabönkum. En málið vandast þegar um myntbandalag er að ræða. Þar eru 16 lönd, 16 seðlabankastjórar, 16 ríkisstjórnir og heill hafragrautur af ólíkum bankakerfum. Í eins-lands seðlabanka er þetta lítið mál því í þeim ER ríkið í raun og veru sjálfur seðlabankinn. Ef hann lætur illa þá gengur það einungis út yfir landið sjálft, þ.e. ríkisfjármálin, þegnana og myntina. Einfalt mál. Ef seðlabankinn klúðrar málum þá bitnar það bara á sjálfu landinu og þjóð þess.
Þetta er ekki svona einfalt mál í myntbandalags-seðlabanka, þ.e. í þeim seðlabanka myntsvæðisins sem handhefur alla útgáfu á nýjum peningum. Á evrusvæðinu er það ECB sem hefur allan rétt til útgáfu peninga. Enginn annar á evrusvæði má gefa út peninga.
Hver á að fá þá peninga sem ECB gefur út? Aragrúi af ríkjum og bankakerfum þeirra munu slást um að fá þá fersku peninga sem ESB býr til. Þess vegna voru settar reglur um hverjir geta fengið peninga hjá ECB. Það áttu öll bankakerfi allra ríkjanna að geta ef þau uppfylltu vissar reglur. Reglur um veðhæfni sem byggt er á lánshæfnismati samkvæmt einkunnum lánshæfnismatsfyrirtækja og reglum sem heita "Stöðugleikasáttmálinn". Hann segir að ríkisjóðir þessara 16 ríkja sem nú hafa aðgang að seðlabankanum meiga ekki vera reknir með meira en 3% tapi á ári og sé óheimilt að skulda meira en 60% af þeim vermætum sem þjóðfélag þeirra býr til á hverju ári. Sem sagt er óheimilt veðsetja meira en 60% af heimilistekjunum.
En hvað ef bankarnir fara með þessa peninga, sem þeir nú í áföllum kreppunnar fá á afar lágum vöxtum (1%) hjá seðlabankanum og fara aftur til baka með þá til ríkissjóðs heimalands síns til að kaupa enn meiri skuldir af ríkinu og fara svo aftur með þau ríkisskuldabréf niður í seðlabankann til að fá enn meiri peninga fyrir þau - og svo koll af kolli. Svona gæti ríkið skuldsett sig upp fyrir eyrun. Og það er það sem Grikkland og fleiri lönd hafa gert. Það hefur hlaupið pólitík í regluverk þessa eina seðlabanka sem má gefa út peninga á evrusvæði. Þetta reglu-kerfi seðlabankans hefur verið misnotað og það er seðlabankinn sem hefur leyft þessa misnotkun á sjálfum sér. Hann átti að vera óháður, en er það auðvitað ekki, frekar en annars staðar í heiminum. Það vinna bara fleiri skriffinnar í þessum banka en í öllum hinum bönkunum.
Today, Mr. Trichet and Ms. Merkel are desperate for harsh changes to ECB lending rules that will stop this ponzi game. They want to penalize profligate spenders. They also want profligate nations to pay more interest. Soon, due to its poor credit rating, Greek debt will be treated like poor collateral, so banks will no longer be able to borrow as much with Greek debt as collateral. When these changes at the ECB come into effect in 2011, the days of Greece being able to borrow easily at low interest rates in the euro zone will close once and for all.
Sem sagt: ECB hefur verið notaður sem eins konar jöklabréfaviðskiptamiðstöð á kostnað annarra ríkja því það er verið að eyðileggja myntina þeirra með þessu. Þessu hafa fröken Angela Merkel og herra seðlabankastjóri Jean-Claude Vigliant? Trichet komist að. Nú eru þau óð af bræði. Ekki eitt cent meira til PIIGS landanna, segja þau. Athugið að það var þetta hringleikahús sem bjó til bólurnar á Spáni. Grikklandi, Írlandi, Portúgal og fleiri stöðum. Þrjú þessara landa hafa nú sprengt sig í loft upp með þessu ódýra fjármagni frá ECB. Framið innvortis sjálfmorð innan í myntbandalaginu, þökk sé ECB.
However, there are two groups in the euro zone who may still not play this game. Ms. Merkel knows German taxpayers would loathe any kind of Greek bailout, and Germans inherently care more about the long term stability of the euro than any other nation.
Þetta er núna að eyðileggja myntina fyrir Þjóðverjum. Fá önnur lönd í myntbandalaginu hafa eða munu hirða neitt um stöðugleika þessarar sameiginlegu myntar 16 landa. Því eru fröken Merkel og Þjóðverjar almennt hoppandi af reiði. Þetta hefði aldrei komið fyrir undir þýska markinu í umsjá Deutsche Bundesbank, aldrei.
Eina leiðin til að bjarga málum er fólgin í tveim til þrem leiðum segja Simon og Peter.
A - hrikalegur niðurskurður í Grikklandi) Skera rosalega rosalega niður. Svo þarf að dæla peningum í Grikkland í ca. þrjú ár, eða ca. 150 miljörðum evra. Reyna á þeim tíma að koma landinu í skynsamlegt horf, þ.e. ríkisfjármálalega séð. Þetta myndi krefjast grundvallarbreytinga á grísku samfélagi. Og vonast svo til að hagvöxtur komist í gang á ný í mikilli kreppu (vonlítið án gengisfellingar). Þetta myndi þýða eld og brennistein fyrir Grikki í mörg ókomin ár og útkoman yrði mjög vafasöm. AGS og ESB þyrftu að fjármagna þetta.
B - ríkisgjaldþrot inni í evrusvæði) Grikkland myndi stöðva allar vaxtagreiðslur í þrjú ár og skuldir þess þarf að afskrifa um ca. 65%. Það yrði áhlaup á bankakerfið og mjög erfitt væri að stöðva það. Enginn myndi vilja snerta á neinum grískum fjárskuldbindingum og hlaupa öskrandi burt. Afleiðingarnar fyrir evrusvæðið yrðu hrikalegar.
The private sector, as in the case of Argentina, will simply not want to touch their debt.
C - ríkisgjaldþrot í faðmi AGS og hætta í evru) Grikkland yfirgæfi myntbandalagið og felldi gengið og kæmi sér þannig á réttan kjöl. Fjárskuldbindingum yrði breytt yfir í Drachma myntina og verðbólgu yrði komið af stað svo hún gæti brennt hluta þeirra skulda sem nú eru að drekkja Grikklandi. Það var þetta sem Argentína gerði eftir að AGS var búinn að klúðra málum þar fyrst. AGS yrði að aðstoða.
It all seems horribly reminiscent to those early days when Argentina slid towards a cruel collapse.
Enginn þessara valkosta er góður og að líkum mun ekkert af þessu verða gert. Ástandið mun verða látið lafa áfram. Þannig er pólitíska staðan í dag. Forstjóri AGS hefur ekki áhuga á að sýna tennurnar því hann langar til að verða næsti forseti Frakklands. Það getur hann ekki ef hann hefur verið hörkutól í Grikklandi. Það mun frönskum kjósendum ekki líka vel. Slátrarinn frá Grikklandi, ó nei, ekki kjósa hann. PIIGS löndin sitja í stjórn seðlabankans og vilja ekki gera neitt í vandamálunum annað en að sparka dósinni áfram niður eftir götunni. Þetta verður sem sagt stórslys. Það eina sem mun gerast er að allt verður afskaplega afskaplega mikið verra í langan tíma í viðbót. Bara verra og verra. Weimar?; Greece And The Fatal Flaw In An IMF Rescue
PS: Nýjustu fregnir herma að einskonar áhlaup á gríska bankakerfið sé nú þegar hafið. Bankakerfi Grikklands hefur beðið ríkið um aðstoð í formi lausafár og ríkisábyrgða á skuldbindingum þess því innistæður viðskiptavina eru að flýja land. Um það bil 4,5% eða 10 miljarðar evrur af innistæðum bankakerfisins fóru úr landi á fyrstu tveim mánuðum ársins: FT í gær og Eurointelligence í dag
Miðvikudagur 7. apríl 2010
Krona’s Anti-Euro Appeal Makes Sweden the Best Bet
ER þetta það sem koma skal?
Er engin vörn né gagn í myntbandalagi Evrópusambandsins? Hvernig gat þetta gerst!
Um daginn var tilkynnt að það væri ódýrara að tryggja sænskar ríkisskuldir gegn greiðslufalli en þýskar ríkisskuldir. Ergo; markaðurinn segir að það sé betra að vera sænsk ríkisskuld í sænskum krónum en ríkisskuld allra landa í myntbandalagi Evrópusambandsins. Hvernig gat þetta gerst!
Þar áður var tilkynnt að ódýrara væri að tryggja danskar ríkisskuldir gegn greiðslufalli en þýskar. Nú er þessi styrkleika-veiki sem sagt einnig hlaupin í sænsku ríkisskuldirnar. Ef Ísland hefði ekki verið með svona hrikalega ofvaxið og djarft bankakerfi hefði þetta hugsanlega getað átt við um skuldir íslenska ríkisins núna. En því miður: Íslandsálagið fræga breyttist í bankaálagið. Við skulum ekki minnast á Voldemort þetta meira.
En hvað gerir smærri lönd eða ríkissjóði þeirra að góðum skuldurum? Hvað byggir grunninn undir greiðslugetu svona landa, þ.e. lánstraust þeirra? Jú það eru skattatekjur ríkissjóðs. Þær meiga helst ekki þorna upp því þá eyðileggst greiðslugetan=lánstraustið. Það gerist miklu frekar í löndum sem eiga erfitt með atvinnusköpun. Tekjur ríkissjóðs koma frá atvinnu. Þær falla ekki af himnum ofan. Og lönd sem eiga erfitt með atvinnusköpun eru lönd sem ráða ekki yfir eigin gjaldmiðli og vaxtastigi og sem geta ekki varið sig gegn áföllum.
Skilgreining: greiðslugeta; það er það að geta borgað lán til baka með vöxtum og staðið undir skuldbindingum. Til þess þurfa lönd að hafa tekjur. Engar tekjur = engin greiðslugeta = ekkert lánstraust. Tekur smærri landa undir evru þorna frekar upp og þau eiga frekar á hættu að fara í þrot. Þess vegna verðlaunar markaðurinn Svíþjóð. Tekjur Svíþjóðar munu ekki þorna upp undir krónu. Og Danir GETA ýtt á eject hnappinn og rifið sig lausa úr evrubindingu. Þetta veit markaðurinn.
EN; markaðurinn veit líka að á sama tíma þarf einnig vera til staðar góð ríkis-stjórnun. Það þarf alls staðar, sama hvað myntin heitir. En góð ríkisstjórnun getur samt ekki bætt upp vandræðin sem koma þegar lönd skortir sjálfstæða mynt og eigin peningapólitík. Það getur enginn hlutur bætt upp. Það vitum við núna. Bloomberg | Børsen | FT/Alphaville | WSJ
Grikkland varð varnarlaust land árið 2001
Frá þeim degi sem Grikkland kastaði Drachma myntinni sinni fyrir róða og tók upp evru hefur landið eðlilega verið leiksoppur ákvarðana manna í öðrum löndum fyrir önnur lönd. Frá árinu 2000 hefur verðbólga í Grikklandi ekki fallið inn undir einnar-skóstærðar peningapólitík þess seðlabanka í Frankfurt sem stýrir verðinu á peningum í Grikklandi. Ekki eitt einasta ár frá árinu 2000 til 2010, nema kannski eitt ár, þ.e. hugsanlega árið 2009.
September 2007: Now as of the turn of the century the Bank of Greece effectively lost control over monetary policy, as a zone-wide rate of interest was applied from the ECB. One of the impacts of this policy has been - as we can see in the chart below - that Greece has not for a single year since the introduction of the common currency had an inflation rate which falls within the ECBs much vaunted 2% target.
Hver skyldi árangurinn af þessari utanaðkomandi peningapólitík í Grikklandi vera? Hvaða áhrif hafa neikvæðir raunstýrivextir frá árinu 2001 til 2007 haft á efnahag Grikklands? Jú nú blasir þetta við okkur. Efnahagur landsins er í rúst. Það er orðið ósamkeppnishæft. Eins og á Írlandi þar sem það sama gerðist. Sagan er líka sú sama á Spáni og ef til vill í fleiri löndum Suður-Evrópu. Neikvæðir raunstýrivextir virka. Þeir sprengja lönd í loft upp.
September 2007: This situation, however, does seem to be rather inbuilt into a one size fits all monetary policy. I reproduce below, courtesy of the kind data collection efforts of the bank of Greece, a chart comparing the overnight Eonia loans rate offered by the bank (which is effectively the ECB refi rate plus a few BPs) with the Greek CPI on a monthly basis since January 2001. As will be seen the rate dropped below the Greek CPI in early 2002(hardly an advisable state of affairs for a country with an inflation problem and a twin deficits one) and effectively remained there till the late summer of 2006. The big question is, what is the long term consequence of such a long period of above capacity growth? (Edward Hugh - The Greek Economy Under The Microscope)
Þriðjudagur 6. apríl 2010
Meira um landfræði- og menningarleg forréttindi
Þegar ég skrifa hér –sem annars staðar– um hið óþekkta, þá get ég einungis skrifað út frá minni eigin sannfæringu. Svoleiðis er það með okkur mennina alla. Einn kost hef ég þó fram yfir suma aðra; ég get skrifað það sem mér sýnist. Það andar mig enginn í hnakkann. Enginn yfirboðari nema mín eigin samviska. Samviska er góð ef hún er nokkuð frjáls. Ef samviskan er hins vegar ófrjáls, þá getur hún orðið eins konar trollhleri sem skrapar botninn og er íþyngjandi. Það þekkjum við sennilega öll. Svona gerast kaupin á eyrinni.
Nóg um það. Það er mín bjargfasta sannfæring að ESB sé að fara í hundana. Ekki allt svæðið, en stærstu og mest afgerandi hlutar þess. Fyrir flest lönd ESB er þetta slæmt, því þau eru bundin af sinni landfræði- og menningarlegu staðsetningu. Tékkland getur til dæmis ekki flúið neitt. Það fer ekki neitt. Það gæti varla komist hjá því að vera í ESB eins og Sviss getur. Sviss getur það af því að landið hefur langa sögu sem sjálfstætt og óháð ríki. Ísland hefur álíka sérstöðu. En Ísland hefur þó ennþá meira en Sviss; það er mitt á milli tveggja til þriggja áhrifasvæða. Það getur valið. Það getur líka skipt um skoðun og breytt til. Samkvæmt minni sannfæringu ætti Ísland að skipta um skoðun, núna strax. Það ætti að draga dálítið inn eystri handlegginn og rétta þann vestari út aftur. Ná jafnvægi á ný. Þetta er bráðnauðsynlegt því ESB er að fara í hundana. Dragsúgur mun koma. Ísland ætti að nýta sér betur hin landfræði- og menningarlegu forréttindi lands og þjóðar og standa fast í báða fætur.
Grikkland (ó nei, ekki meira)
Wolfgang vinur okkar Münchau gat sennilega ekki sofið fyrir hugsunum því aðfaranótt 1. apríl birti hann grein um vandamál Grikklands á vefsetri sínu, Eurointelligence. Hann er orðinn viss í sinni sök. Gríska lýðveldið mun fara í greiðsluþrot. Það mun ekki megna að ná svo háum hagvexti að vöxturinn nái að hlaupa frá snjóbolta-áhrifum vaxtaþunga lána gríska ríkiskassans. Fjárlagahalli Grikklands fyrir vaxtagreiðslur af lánum er 7,9% (e. primary deficit before interest payments). Undir forsendum um 2% hagvöxt á ári og 6% vöxtum á lánum ríkisins, þarf gríska ríkið að sýna hagnað í ríkisrekstri upp á 5% á ári, fyrir vaxtagreiðslur, sem þýðir 13% niðurskurð á fjárlögum til til að geta staðið undir vaxtagreiðslum og lagfært ríkisfjármálin.
Grikkland eyddi 9,1% af landsframleiðslu í heilbrigðiskerfi sitt árið 2007, samkvæmt tölum hagstofu Íslands, sjá mynd. Ef hagvöxtur verður núll, sem flest bendir til, mun þurfa að skera niður ríkisútgjöld um 15,5% (meira en allt heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna) til að koma ríkisfjármálum inn í 3% Maastricht stofuhitann hjá Brussel.
Einu ríki hins þróaða heims - í seinni tíma sögu - okkar sem hafa náð að glíma við svona hrikalegan niðurskurð og aðlögun eru Svíþjóð, Finnland og Danmörk á 9. og 10. áratug síðustu aldar.
Ég man vel þessi helvítis-ár hér í Danmörku þar sem húsnæðisverð féll um 40% og nauðungaruppboð, gjaldþrot og massíft atvinnuleysi réðu ríkjum í 10 ár (sjá Seðlabankinn og þjóðfélagið). Danmörk hefur aldrei jafnað sig eftir þetta og hagvöxtur er nær óframkvæmanlegur lengur. Han getur varla myndast. Þarna missti danska samfélagsvélin tvo af sex strokkum sínum fyrr fullt og allt. Nú höktir samfélagsrútan á fjórum strokkum aðeins og þolir ekki brekkur því svo margir óvirkir farþegar sitja fastir í sætunum (800 þúsund manns núna - fyrir utan eina milljón ellilífeyrisþega). Ekkert þarf til að bræða úr fjögurra strokka vélinni.
Með fljótandi gengi og sjálfstæðri peningapólitík hefði þetta ekki þurft að fara svona hörmulega. Þá voru vextir á rekstrarlánum mínum um 12-15% í 1,2% verðbólgu og markaðurinn í öngviti. Ekkert af þessu fréttist þá til Íslands í réttri útgáfu sannleikans. Sjálfur gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað var að gerast því ég of upptekinn við að lifa af með reksturinn, frá viku til viku. Samanburður var heldur ekki auðveldur.
Münchau bendir á að Svíþjóð og Finnland voru heppnari en Grikkland. Þau gátu fellt gengið og bætt samkeppnisaðstöðu sína svo eitthvað af fyrirtækjum landsins væru ennþá eftir á lífi þegar betri tímar komu á ný. Gátu þá tekið þátt í næstu hagsveiflu. Svo ríkti annað ástand í heiminum. Þá var ekki heimskreppa eins og núna. Það er álit Wolfgangs Münchau að Grikkland muni óhjákvæmilega fara í þrot. Það sem verra er: Grikkland mun fara í þrot inni í evrusvæðinu. Hinn versti hugsanlegi staður til að verða gjaldþrota af öllum stöðum, fyrir alla aðila málsins. Wolfgang Münchau birti þessa grein einnig (í annari útgáfu) á Financial Times; Eurointelligence | FT
Ísland verður að varðveita V8 aflvél íslenska hagkerfisins núna og framvegis. Það verður að koma í veg fyrir varanlega eyðni í íslenska hagkerfinu og það verður að koma í veg fyrir að óvitar hendi vélinni fyrir borð til að reyna að koma sér af strandstað (one off). Krónan verður að varðveitast og svo þarf að herða hana í stál þegar áföllin eru um garð gengin.
Markaðurinn gerir sér ekki ennþá grein fyrir þessu
Ambrose Evans-Pritchard snæddi hádegisverð með prófessor Carmen M. Reinhart. Hún ásamt Kenneth S. Rogoff skrifuðu bókina "This Time Is Different: Eight Centuries of Financial Folly" - um fjármálakreppur síðustu 800 ára (hér).
Carmen Reinhart segir að Grikkland muni ekki sleppa úr skuldagildrunni á meðan landið er í myntbandalagi Evrópusambandsins. Lækning með gengisfellingu er Grikklandi bönnuð. Þröng og stíf peningastefna seðlabanka ESB mun koma af stað verðhjöðnunarvítahring í Grikklandi, Spáni, Ítalíu og Portúgal. Hin svo kallaða "innvortis gengisfelling" - lækkun launa og verðlags - verður sennilega ekki möguleg með svo mikilli skuldabyrði. Snjóboltaáhrif landa í skuldagildru munu sjálfkrafa ná yfirhöndinni. Írland er að gera svona tilraunir á sjálfu sér. Landsframleiðsla þess er nú hrunin um 18,7 prósent. En Írland er allt annað land en Grikkland. Írland á ennþá smá von.
Carmen Reinhart segir að markaðirnir geri sér ekki grein fyrir stöðunni ennþá. Ein leiðin fyrir Grikkland er að fara í þrot, semja um skuldaafslátt og bætt vaxtakjör. Hún segist hafa aðstoðað Uruguay við svona aðgerðir árið 2003. Það hefði tekist vel og allir verið sáttir á eftir.
On a parting note, Professor Reinhart says the only budget deficit that matters in a crisis is the “cash deficit”, and this reached 16pc of GDP in Greece last year — not the 12.7pc officially registered under “accrual” accounting. ------ “In the end, everything comes out of the woodwork. You realize that it is even worse than you thought,” she said.
AEP álítur að AGS eigi ekki að taka þátt í neinum aðgerðum saman með Brussel, nema að ráða algerlega öllu um allt. AGS ætti að þvinga í gegn Uruguay leiðina. Ef Brussel neitar þá ætti AGS að segja puntudúkkum Brussel að sjóðurinn muni ekki eyða fjármunum né tíma landa sjóðsins í meik, varalit og naglaþjalir hinnar ónýtu snyrtistofu Brussels - labba svo burt og skella hurðinni á eftir sér. AEP-Telegraph
Bandaríkjadalur er ekki á leiðinni út
Samkvæmt rannsóknum Lindu Goldberg, sem birti grein á VOX, er Bandaríkjadalur ekki á leiðinni út. Hlutverk og hlutdeild dollara í heimsviðskiptum hefur ekki minnkað neitt að ráði síðan evran kom á markað. Erfitt er fyrir aðrar myntir að koma í stað Bandaríkjadals því menn nota dollara vegna þess að allir aðrir nota dollara. Notendur alþjóðamynta vilja helst nota myntir hagkerfa sem eru stór, hafa frekar stöðugan hagvöxt og gott atvinnuástand - og stöðugleika í verðbólgu. Einnig skiptir máli að hrávöruverð sé reiknað í myntinni. Linda Goldberg
Fallandi skattatekjur og aukin útgjöld hins opinbera
Skattatekjur Írlands féllu um 15 prósent á milli fyrsta fjórðungs áranna 2008-2009. Skattagreiðslur frá fyrirtækjum féllu um 73,8 prósent og um 34,7 prósent af fjármagnstekjum. Tekjuskattar féllu um 10,3 prósent og virðisaukaskattur um 13 prósent. Írska fjármálaráðuneytið
Í Finnlandi féllu skattatekur ríkisins á milli síðasta fjórðungs áranna 2008-2009 um 7,6 prósent. Tekjuskattur, eignaskattar, launatengd gjöld og skattar frá innflutningi og framleiðslu féllu mest. Hagstofa Finnlands
SKJALASAFN STUTTRA OG OFT DAGLEGRA FRÉTTA