# 504 - 2009 - vika 53 - til 3. janúar 2010

VIKA 53 2009

Föstudagur 1. janúar 2010 | Nýársdagur

Ég óska þér gleðilegs nýs árs og farsældar á nýja árinu. Kærar þakkir fyrir liðið ár. Jæja nú er árið 2010 loksins runnið upp. Þetta er árið þar sem Evrópusambandið átti að vera búið að ná hagsæld Bandaríkjanna samkvæmt síðustu 10 ára áætlun ESB. Núna á þjóðarframleiðsla á hvern mann í Evrópusambandinu að vera orðin sú sama og hjá hverjum íbúa Bandaríkjanna. Ekki nóg með það. Þetta er líka árið þar sem hagkerfi Evrópusambandsins átti að vera orðið jafn samkeppnishæft og hagkerfi Bandaríkjanna. Bíðið, það er meira. Þetta er líka árið sem ESB átti að eyða hlutfallslega jafn miklu af þjóðartekjum landa sambandsins í hinn mikilvæga lið sem heitir rannsóknir og þróun. En þessi liður er mjög mikilvægur því hann stjórnar miklu um það hvort þú verður ríkari-ríkur eða fátækari-fátækur í framtíðinni. Hve mikið er fjárfest í framtíðinni. Þetta eru hin svo kölluðu Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins. Hvernig skyldi Evrópusambandinu hafa gegnið í þessi 10 ár? Hver er árangurinn? Kæri lesandi, hér er árangurinn. Skyldum við vera orðin rík hér í ESB? Þetta er mjög spennandi! Hér er svarið: Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins

Fimmtudagur 31. desember 2009 | Gamlársdagur

PDF útgáfa með virkum slóðum á heimildir og myndir í fullri stærð er viðhengd hér fyrir neðan

PDF snið vika 53

Fostudagur_1_januar_2010_Nyarsdagur.pdf

Skoða: smella beint á PDF-skrá til að skoða

Vista: hægri smella og segja "save link as" til að hlaða PDF-skránni niður til þín

Rannsókn Jena háskólans í Thüringen-fylki Þýskalands hefur leitt í ljós að meðlimir í stjórnmálaflokki Adolfs Hitlers í Þýskalandi stigu vel til valda og áhrifa í hinu fyrrverandi ríki kommúnista í Austur-Þýskalandi. Því hefur oft verið haldið fram að nasistar hafi ekki komist til valda og áhrifa í kommúnistaríki Austur Þýskalands. Að það hafi einungis gerst í Vestur-Þýskalandi. En rannsókn háskólans sýnir að nasistar áttu góða möguleika á áhrifastöðum í ríki kommúnista í Austur-Þýskalandi. Þannig varð hinn fyrrverandi nasisti Hans Bentzien menningarmálaráðherra Austur-Þýskalands á sjöunda áratug síðustu aldar og sá síðasti sem gengdi embætti útvarpsstjóra Austur-Þýska ríkisútvarpsins á árunum 1989 til 1990.

Nú eru öll nema tvö lönd gamla Varsjárbandalagsins gengin í Evrópusambandið. Það er kannski vert dálítillar umhugsunar. Varla þarf að efast um að það fólk sem vann í og bjó undir menningarmálaráðuneytum þeirra 7 fyrrverandi austantjaldslanda sem nú eru öll í Evrópusambandinu, hafi orðið fyrir miklum áhrifum frá þeirri menningu svo og þess útvarpsefnis sem framleitt var og sent út frá þessum 7 menningarmálaráðuneytum og 7 ríkisútvörpum landanna í samfleytt 45 ár. Skólar, námsefni, útvarp, sjónvarp, bækur og blöð.

Þess er hægt að geta hér að leiðtogi sósíalista á þingi Evrópusambandsins, Þjóðverjinn Martin Schulz, lýsti því yfir um daginn að frá og með nú séu 184 þingmenn þessa hóps sósíalista á þingi Evrópusambandsins orðnir hreyfing “and-kapítalista” sem mun ráðast gegn hagkerfi sem byggist á “peningum eða sem er peningaknúið". Varla þarf því að efast um að minnsta kosti eitthvað af vinnu þessara 7 menningarmálaráðuneyta og 7 ríkisútvarpa í 45 ár hafi nú þegar skilað vissum árangri yfir til hinna svo kölluðu landa Vestur-Evrópu. Bloomberg | De Welt | socialistgroup.eu

Miðvikudagur 30. desember 2009

Lifir lengi í gömlum glæðum? Eða er það hinn svo kallaði “stöðugleiki” ESB sem er farinn að láta svona á sjá? Stöðugleiki stöðugs skorts á lýðræði í ESB?

Bertelsmann stofnunin í Þýskalandi gerði nýlega könnun meðal Þjóðverja. Samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar hafa Þjóðverjar aldrei haft eins litla trú á þýskum stjórnmálamönnum frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Um 70% þátttakenda í könnuninni sögðust hvorki geta treyst á stjórnmálaleiðtoga landsins né stjórendur í þýsku atvinnulífi. Sama gildir um þýska menntakerfið og félagsmálakerfið.

“I have never understood why public opinion about European ideas should be taken into account” – Raymonde Barre, French Prime Minister and Commissioner

Næstum helmingur þáttakaenda sagðist efast um að hefðbundið lýðræði sé rétta stjórnarformið. Jafnvel hið svo kallaða þýska “félagslega markaðshagkerfi (e. “social market economy” eða frjálst markaðshagkerfi með umfangsmiklu félagslegu öryggisneti) er langt frá því að vera álitið eins jákvætt og áður fyrr.

Kostnaðarsamar banka-björgunaraðgerðir stjórnvalda í fjármálakreppunni og ríkisstuðningur sem átti að bjarga bílaiðnaði Þýskalands hafa Þjóðverjar ekki mikla trú á - að þetta sé ekki nóg til að blása lífi í hagkerfið aftur. Fyrirhugaðar skattalækkanir stjórnvalda upp á 8,5 miljarða evrur valda Þjóðverjum áhyggjum því þær munu koma samhliða versta ástandi í ríkisfjármálum landsins frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Þjóðverjar höfðu vonast eftir aðgerðum og fjárfestingum sem myndu létta róðurinn hjá fjölskyldum landsins og einnig fjárfestingum í menntun og orkumálum. Önnur könnun leiddi í ljós að 37% Þjóðverja eru meira bjartsýnir hvað varðar sinn eigin persónulega fjárhag; thelocal.de

Mín skoðun; Þjóðir Evrópusambandsins eru hvað eftir annað látnar éta úrslit kosninga ofaní sig aftur. Kjósa aftur og aftur ef æðstu valdaklíku ESB finnst ekki koma rétt út úr kosningunum. Ef eitthvað er, þá hefur ófriðarhættan aukist í Evrópu með tilkomu Evrópusambandsins. Lýðræðisþjóðir fara nefnilega ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. En það gera hinsvegar lönd og svæði þar sem lýðræði er á undanhaldi. Lýðræðið er einmitt á undanhaldi í Evrópusambandinu. Því hefur ófriðarhættan aukist í takt við aukin völd Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd.

Þriðjudagur 29. desember 2009

Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn (AGS) mun lenda á flugvellinum í Grikklandi í janúar. Samkvæmt heimildum gríska blaðsins Kathimerini hefur ríkisstjórn Grikklands nú þegar leitað ásjar AGS til að reyna koma fjármálum ríksins á réttan kjöl. Blaðið segir að það sé í skattamálum sem AGS eigi að aðstoða ríkisstjórnina - að AGS eigi að aðstoða við að koma skattheimtu landsins í lag svo hún megi fullnægja kröfum Brussel. Blaðið segir ennfremur að framkvæmdanefndin í Brussel hafi vantrú á að ríkisstjórninni muni takast að koma fjármálum landsins í það ásættanlegt horf að þau verði ESB þóknanleg. Því þorir ríkisstjórnin ekki að treysta á eigin hæfni af ótta við að tillögum og áætlunum hennar verði hafnað af æðsta ráði ESB. Ríkisstjórnin leitar því til AGS í von um að það muni blástimpla áætlanir ríkisstjórnarinnar í augum Brussel; Kathimerini

Moody’s sendir frá sér nýja aðvörun til Grikklands. Eins og margir vita þá lækkaði lánshæfnismatsfyrirtækið Moddy’s mat sit á lánshæfni gríska ríkisins í síðustu viku. Þessi lækkun fylgir í kjölfar lækkunar annarra matsfyrirtækja. Einkunnin var lækkuð frá A1 til A2. Um leið sagði Moody’s að litlar líkur væru á yfirvofandi greiðslufalli gríska ríksins alveg á næstunni. Þessi yfirlýsing frá Moody’s róaði marga mikið.

En þessi yfirlýsing varð þó frekar skammgóð ánægja því í viðtali við gríska blaðið Kathimerini í gær segir Sarah Carlson - sem er yfirmaður greiningar á lánshæfni ríkissjóða hjá Moody’s - að það versta eigi ennþá eftir að koma til Grikkja. Hún segir að langtíma lánshæfnis- og greiðslugetumat Moody’s sé háð því að skilningur og samþykki grísku þjóðarinnar styðji við og undir aðgerðir ríkisstjórnar Grikklands og einnig að ríkisstjórnin verði fær um að skilja og nýta sér þetta samþykki þjóðarinnar. En samhliða þessu gerir Moddy’s einnig kröfu til að seðlabanki ESB muni halda áfram að taka við skuldabréfum gríska ríksins sem tryggingu gegn fyrirgreiðslu úr bankanum til bankakerfis Grikklands. Annars er hætta á lánsfjárkreppu og lausafjárkreppu sem mun gangsetja lækkun lánshæfnismatsins um mörg þrep.

Sarah Carlson segir ennfremur að ríkisstjórnin hafi komið auga á veiku hliðar efnahags- og fjármála Grikklands og að hún sé að vinna að varanlegum breytingum. En hún segir ennfremur að ríkisstjórnin hafi hvorki tryggt sér velvild né skilning almennings á aðgerðunum og að það liggi heldur ekki fyrir hvernig ríkisstjórnin ætlar að framkvæma aðgerðirnar í samspili sínu við þjóðina.

“Vegna þess að nokkur tími mun líða þar til aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu bera ávöxt höfum við sett þetta nýja og lægra lánshæfnismat Grikklands á neikvæðar horfur. Neikvæðar horfur þýða að það eru meira en 50% líkur á að matið verði lækkað enn frekar innan næstu 12 til 18 mánaða.” ; Kathimerini

Mánudagur 28. desember 2009

Michael Pettis er prófessor við deild háskólans í Peking sem heitir “Guanghua School of Management”. Hann sérhæfir sig í kínverska fjármálamarkaðinum og er jafnframt “Senior Associate” við Carnegie stofnunina sem hýsir “Endowment for International Peace”.

Michael Pettis bendir á ótrúlegar (að mér finnst) tölur varðandi kínverska hagkerfið. Ég efast um að nema fáir hafi hugsað út í það að: einkaneysla í öllu kínverska hagkerfinu er sennilega ekki stærri tala en 1,2 billjón Bandaríkjadalir á ári. Þetta er ekki mikið meira en einkaneyslan er í franska hagkerfinu, en hún er um 1,0 billjón dalir á ári. Einkaneysla þýska hagkerfisins er um 1,3 billjón dalir á ári og þess japanska um 3,3 billjónir dala á ári. Allar þessar tölur blikna þó við hliðina á þeirri einkaneyslu sem fer fram í bandaríska hagkerfinu á hverju ári; þ.e. 9,4 billjón dalir.

Michael Pettis segir að kínverska hagkerfið muni eiga afar erfitt með að auka einkaneyslu í hagkerfinu nema með gífurlegum hagvexti og á hagvaxtarhraða sem ógerningur verði að ná. Sá hagvöxtur mun einfaldlega ekki geta átt sér stað í nægjanlegum mæli. Vaxtarprósentan sem þyrfti að ná er handan þess mögulega. Til þess hafi kínverska hagkerfið lagt af stað í of langa ferð með alltof litla einkaneyslu innanborðs alveg frá byrjun. Þessu gleyma menn oft.

Of course this will not be easy, and I think too many commentators underestimate the magnitude of the problem. China’s rebalancing process will even in the most optimistic of cases take many years before it can even reach the lowest consumption levels reached by other Asian countries that pursued investment-driven policies accompanied by too-low interest rates and undervalued currencies

Erfitt er líka að örva einkaneyslu í Kína því sparnaður er þar svo mikill vegna þess að ekkert öryggisnet er spennt undir þegana. Hið mikla fjárfestingaæði stjórnvalda í iðnaði og í sjálfu hinu iðanaðarkrefjandi samfélagslíkani stjórnvalda (margar 5 ára áætlanir) ýtir líka möguleikum á miklum vexti í einkaneyslu til hliðar.

Eins og lesendur eflaust vita þá eru ríkisstjórnir kommúnistaríkja ekki beinlínis þekktar fyrir að vita fyrirfram í hverju hagkerfi þeirra eigi að fjárfesta. Svona pólitík gengur jafnvel ekki of vel í frjálsum hagkerfum. Því er hætta á að mikið af fjárfestum kínverskra stjórnvalda séu nú þegar rangstæðar og muni skila litlu - nema kannski hruni á fjármálamörkuðum.

Vandamál aldursamsetningar fólksfjöldans í Kína munu einnig bráðum fara að banka á dyrnar, því frá og með árinu 2010 mun fólki á aldrinum 20-24 ára fara þar fækkandi - og sem mun þýða að vinnuafl Kína mun fara minnkandi áður en hendi verður veifað. Þar munu miklar hamfarir eiga sér stað.

Mitt álit; Upphafið af hinu nýja hagkerfi Kína var brenglað og árangurinn verður því brenglaður líka. Með kommúnismanum lögðu kommúnistar drögin að tortímingu samfélagsins í svo ríkum og afgerandi mæli að það þarf árhundruðir til að lækna samfélagið af hinum mannlega svarta dauða kommúnista. Þó svo að Kína sé að reyna að koma sér inn í nútíma velmegun á methraða með sínum ríkisvædda kapítalisma, þá mun það því miður ekki takast, því sá grunnur samfélagsins sem kommúnistar gereyðilögðu í Kína - og víðar í heiminum - á síðustu 80 árum, krefst öflugs lýðræðis og miklu meira frelsis á öllum sviðum samfélags þeirra í mjög langan tíma áður en vöðvar frelsisins verða það máttugir að þeir nái að byggja upp ríkt samfélag fyrir alla þegnana.

Afleiðingar ragnaraka ríkisafskipta kommúnistana í Kína af sjálfum tilverugrundvelli þjóðfélagsins - þ.e. barnsfæðingum, fjölskyldumynstri, frelsi og réttindum - eru svo dapurlegar að það þarf líklega 500 ár til að lækna samfélagið af þeim hörmungum aftur. Það er svo létt verk að brjóta samfélög niður. En það er hrikalega erfitt verk að lækna og byggja upp á nýtt því sem tortímt var. Engar 5 ára áætlanir munu nokkurn tíma geta læknað neitt í Kína. Það geta 10 ára áætlanir heldur ekki. Demógrafísk vandamál eru ekki eins og önnur vandamál. Þau leysast ekki nema á hundruðum ára.

PS: Þegnar Rússlands eru bara 140 milljón talsins núna - og fer hratt fækkandi um 650.000 manns á ári hverju. Enginn vill flytja þangað. Ef kommúnistar hefðu ekki rústað þjóðfélaginu og rænt 70 nútímaárum frá barnæsku þjóðarinnar, þá hefði mannfjöldi Rússlands verið 320-350 milljón manns í dag. Slóðir:

  1. The difficult arithmetic of Chinese consumption

  2. China's Looming Demographic Problem Moves Steadily Up Over The Radar

SKJALASAFN STUTTRA OG OFT DAGLEGRA FRÉTTA

http://www.tilveraniesb.net/stuttar-vikufrettir