# 505 - 2009 - vika 52 - til 27. desember 2009
VIKA 52 2009
Miðvikudagur 23. desember | Ketkrókur
PDF útgáfa með virkum slóðum á heimildir og myndir í fullri stærð er viðhengd hér fyrir neðan
Þriðjudagur 22. desember 2009 | Gáttaþefur
PDF snið vika 52 2009
Midvikudagur_23_desember_Ketkrokur.pdf
Skoða: smella beint á PDF-skrá til að skoða
Vista: hægri smella og segja "save link as" til að hlaða PDF-skránni niður til þín
Það hýrnaði yfir mörgum fjölmiðlamönnum í Danmörku í morgun. En frekar skammvinnur var glaðningurinn þó. Hagstofa Danmerkur birti nefnilega í morgun tölurnar yfir landsframleiðslu í Danmörku á þriðja fjórðungi ársins. Miðað við annan fjórðung ársins jókst landsframleiðsla um 0,6%. Þetta hefur þau áhrif að heildarsamdráttur miðað við sama tímabíl á síðasta ári lagaðist aðeins og er nú -5,4%. Þess ber þó að geta að einn af stærri þáttum batans kom frá fjárfestingu í borpalli sem var fluttur til landsins og minnkaði þar með samdrátt í fjárfestingum.
Útflutningur jókst um 0,9% frá fyrri fjórðungi og innflutningur um 0,6%. Hrunið í útflutningi á milli ára er ennþá slæmt eða -10,9% og -14,1% í innflutningi. Neysla einkageirans jókst aðeins og neysla hins opinbera hefur hinsvegar ekki dregist saman síðustu misseri. Fjöldi vinnustunda hélt áfram að falla og féll um 1,4% á fjórðungnum. Atvinnustig (fjöldi starfa) hélt einnig áfram að lækka og dróst saman um 1,5% á milli fjórðunga. Danske Bank bjóst ekki við jákvæðum hagvaxtartölum fyrir þennan fjórðung og kom þetta því bankanum á óvart. Bankinn býst við lélegasta efnahagbata í Danmörku í 40 ár á næstu árum og bendir á að atvinna haldi áfram að minnka og störfum að fækka; DST
Borgar menntun sig í svo kölluðu norrænu velferðarkerfi?
Danska hugveitan Cepos tekur þetta efni fyrir í nýrri rannsókn.
Á þessari mynd sést hve mikið það borgar sig hreint efnahagslega (umbun í formi launagreiðslna fyrir skatt) að ganga menntaveginn með því að leggja á sig nám á háskólastigi sem í Danmörku er venjulega kallað “videregående uddannelse” - og - sem að mestum hluta til samanstendur af kandidatsprófi eftir 5 ára háskólagöngu. Hér er um einfalt meðaltal allra menntagreina að ræða. Dönsk skólastjórnvöld og ofdekraðir atvinnurekendur hafa lengi verið á þeirri skoðun að BSc gráða eða “bachelor-menntun” sé ekki hægt að nota til neins og því fara flestir í 5 ára háskólanám sem stundað er í 10 mánuði á ári í 5 ár. Myndin sýnir hve mörg prósent þú hagnast á því að fara í þetta lengra nám miðað við að láta þér nægja menntaskóla- eða iðnnám. Þetta eru tölur frá mörgum löndum OECD.
Drengir hafa auðvitað komið auga á þetta og sækja því núna mun minna í háskólanám. Þeir sem t.d. vilja verða læknar núna eru því oftar stúlkur en það er oft slæmt því stúlkur vilja t.d. helst ekki vera skurðlæknar heldur sækjast þær frekar eftir að vinna mýkri læknastörf eins og til dæmis að deila út pillum, fylla út pappíra, tala við sjúklinga og helst ekki vinna á vöktum. Þetta er náttúrlega ekki algilt, heldur sá "trend" sem kvartað er yfir. Drengir sækjast hinsvegar oftar í blóð, vélsagir, borvélar og græjur eða bara læknahandverk og eru því í yfirgnæfandi mæli þeir sem hafa sótt í að stunda skurðlækningar. En það eru bara svo fáir drengir sem koma nýjir til þessa náms á hverju hausti. Þeir fara frekar í trésmíði. Þar er nefnilega hægt að kveikja fyrr í skólabókunum og éta svo að segja strax úr launaumslaginu. Þetta er norræn velferð.
"The article also notes that “Europe’s best brains are leaving in droves. Some 400,000 E.U. science and technology graduates currently reside in the United States, and barely one in seven, according to a recent European Commission poll, intends to return”; that “European immigration to the United States jumped by some 16 percent during the 1990s”; and that “there are now half a million New York City residents who were born in Europe"
Innfluttir læknar koma því hingað frá Pakistan og Indlandi á meðan innfæddir og oftar en ekki kvenkyns danskir sálfræðingar sitja á skólabekk til að læra um sáluhjálp handa sjúklingum sem eru að springa úr pirringi vegna tungumálaerfiðleika á sínum eigin sjúkrahúsum í eigin landi - og svo auðvitað líka til að læra um sáluhjálp til félagslega einangraðra karlkyns lækna sem koma hingað án fjölskyldu alla leið frá Langtíburtuztan til að borga mikinn skatt og sem fara svo aftur til síns heima við fyrsta tækifæri. Þetta er svo gott. Svo gott er þetta skattakerfi sem er orðið svo flókið að enginn getur lengur reiknað út sinn eigin skatt - og þar sem réttaröryggið er horfið því jafnvel dómstólarnir skilja ekki þetta skattakerfi lengur. Því þarf að vanda vel í hvaða héraðsdómi skattamál fá meðferð því útkoma dóma er oft háð túlkun dómsmanna á lögunum. Þessi túlkun er misjöfn eftir því hverjir túlka skattalöggjöfina.
Réttaröryggið er því orðið ákaflega veikt og gloppótt. Skattayfirvöld nota löggjöfina eins og skammbyssu með einni patrónu eða réttara sagt, yfirvöld stunda rússneska rúllettu með þessum verkfærum yfirvaldsins. Það gerir ekkert til þó yfirvöld tapi málinu því þau "eiga" nóg til af auðæfum þegnana til að keyra mál á hendur þegnunum, sem alltaf þurfa að sanna sakleysi sitt sama hversu ákæra yfirvalda er vafasöm. Dómarastéttin er orðin ansi þreytt á að þurfa að eyða tíma sínum í mál sem skattayfirvöld vita fyrirfram að eru töpuð. Dómarar hafa gagnrýnt skattayfirvöld harðlega fyrir að sóa tíma réttarins. En yfirvöld taka áhættuna engu að síður því þau gætu nefnilega "óvart" fengið hagsæða túlkun á spagettí-lögunum sem koma stanslaust á færibandi frá fjölmiðla-þyrstum þingmönnum þingsins, þ.e. ef málið er tekið fyrir í “hagstæðum” héraðsdómi með hagstæðum túlkum.
Mynd 2; Munurinn á jaðarsköttun láglaunamanns og hálaunamanns. Seinni myndin sýnir okkur hvernig hinni fyrrnefndu umbun í launagreiðslum fyrir skatt reiðir af eftir að hafa farið í gegnum hið stigversnandi jaðar-skattakerfi hinnar “norrænu velferðar”. Hér eru það skatta-prósentustigin sem eru sýnd á vinstri ás. Lægsti jaðarskattur á laun í Danmörku er 43%. Hæsti jaðarskattur er 63%. Myndin tekur mið af jaðarsköttun launa hjá láglaunamanni með 67% af meðallaunum starfsmanns í iðnaði og svo hátekjumanns með 167% af þessum meðallaunum starfsmannsins í iðnaðinum. Prósentustig sköttunar. Eins og sést er þetta hlutlaust (neutral) á Íslandi og Tékklandi því þar er (var!) flatur skattur. En nú er það búið að vera og norræna velferðarkerfið heldur nú innreið sína á Íslandi. En í "norræna velferðar kerfinu" fer hér hinsvegar það litla sem ávannst við menntunina burt áður en það fyrir slysni hefði dottið ofaní í vasa menntaða mannsins.
Hér í Danmörku fær t.d venjulegur hagfræðingur með 5 ára háskólanám ekki endilega meira í laun en trésmiður fær hjá góðum meistara með góð verkefni. Í rannsókninni tekur Cepos einnig fyrr æfitekjur. Mottó norræna velferðarkerfisins er því þetta: lokum skólunum og allir fari út á stillas. En þá blasir við það smá vandamál að það þarf ekki að byggja neitt undir neinn lengur. Ekkert DeCode, engir peninga-turnar, engin sjúkrahús, engar skemmur, ekkert álver því enginn finnur upp neitt til að nota álið í. Þá byggir maður kannski bara Moskvu blokkir í staðinn, - eða opin berar byggingar.
Það er engum vafa undirorpið að sá mikli fjöldi fólks með góða menntun sem flutti til Íslands á mörgum síðustu árum flutti þangað meðal annars vegna þess að skattakerfið var einfalt og það átti auðvelt með að gera sér grein fyrir því að hverju það gékk. Kosturinn var líka sá að flatur skattur virkaði hvetjandi á þetta fólk. Rannsókn Cepos PDF; Præmien ved uddannelse i Danmark
Tengt efni:
Vox EU; The European brain drain: European workers living in the US
The Heritage Foundation; Fiscal Policy Lessons from Europe - PDF
Mánudagur 21. desember 2009 | Gluggagægir
Mikill kuldi var hér um helgina. Hjá okkur hér á Djurslandi fór hitinn niður í 12 stiga frost, sem er nú ekki svo slæmt ef lygnt er. Í Horsens fór hitinn niður í tæpar 19 frostgráður. Það er víst met þar í bæ. Ástandið í brennimálum heimilis okkar var orðið það “krítískt” að við hringdum í bóndann góða eftir kvölmat á laugardegi og pöntuðum hjá honum 3 rúmmetra af beykibrenni. Við sáum að þær birgðir sem við áttum myndu ekki endast ef kallt yrði áfram. Um hádegi á sunnudag var bóndinn mættur stundvíslega með eldiviðinn á vörubíl sínum og sturtaði honum á hlaðið hjá okkur. Við höfum skipt við þennan bónda árum saman og hefur hann alltaf afhent vel þurrt brenni á réttum tíma og á sanngjörnu verði. Hann á þakkir skildar fyrir að hafa brugðist svona hratt við.
Ég var orðinn uggandi um að það myndi frjósa í rörunum hjá okkur ef kuldinn héldi áfram af sama afli. Lítið hefur verið að marka veðurspár. Beyki er gott sem brenni því eitt kíló af því jafngildir hálfum lítra af hráolíu. Næstbest er svo eldiviður úr birki, en hann lyktar langsamlega best. Á tímabili velti ég fyrir mér að byggja finnskan massaofn, sem á þó víst uppruna sinn í Síberíu. En hann vegur um 5 tonn og gólfið hefði varla haldið honum án kostnaðarsamra breytinga. Við erum að sjálfsögðu með hitaveitu, en hún er svo rándýr að það er ekki hægt að skrúfa vel upp fyrir hana án þess að verða gjaldþrota í leiðinni. Við borgum um 84.000 ISK í rafmagn, hita og vatn á mánuði fyrir þetta 110 ára gamla pússaða 170 m2 múrsteinshús með 35 cm þykkum veggjum og nýju þaki. Ekkert sement var notað við hleðslu eða múrhúðun hússins því CO2 í loftrakanum í dumbungsveðri var notað til breyta kalkinu í löguninni aftur til baka í stein. Ef þú sérð múrara kalka gamla kirkju í þoku og dumbungsveðri þá veistu af hverju það er. Kalklögun var sem sagt notuð í húsið enda ekkert sement að fá. Húsið stendur enn. Haggast ekki. Þetta kunnu múrarar í gamla daga. Þarna ofaní koma svo útgjöld til brennikaupa. Hér er mest skattpínda hitaveita í heiminum. Sumir ellilífeyrisþegar borga megnið af lífeyri sínum í hita og rafmagn ef þeir eru bara smávegis óheppnir með afkomu hitaveitu staðarins. Stundum höfum við tekið 15 rúmmetra af beykibrenni ef útlit var fyrir að mikið þyrfti að spara þann veturinn.
Mynd; ísaveturinn 1981/2
Flestir fara þá leið að einangra sig út úr háum orkureikningum. Svo langt er gengið að slökkviliðið kvartar yfir því að lítill sem enginn reykur komi þegar kviknar í nýjum íbúðum. Allt er svo þétt og vel einangrað. Það er ekki fyrr en að dyr eru opnaðar að íbúðin springur í andlitið á slökkviliðsmönnum. Sjálfur fór ég hina leiðina, þ.e. að kaupa ódýrt og frumstætt gamalt hús sem kostar okkur lítið, því okkur langar ekki að búa innan í rakavandamálum plastpoka. Þetta er eins og vopnakapphlaup. Ríkið hækkar skattana á orku, fólkið bregst við með því að einangra enn meira eða kaupa meira brenni og þá oft lélegt brenni sem það moðkyndir. Þá fellur neyslan og um leið skattatekjur ríksins. En þá eru skattar bara hækkaðir enn meira. Og enn bregst fólkið við og dregur enn meira úr neyslu með ýmsum aðferðum sem engum hafði dottið í hug að væru til. Svona gengur þetta koll af kolli. Formaður sósíaldemókrata í Danmörku lagði nýlega til að flogið yrði yfir Danmörku í þyrlum og flugvélum til að mæla hitatap úr öllum húsum með innrauðum myndavélum. Að öll hús yrðu svo sett inn á "kort" sem sýndi "orkubúskap" þeirra. Eins gott er þá að vera viðbúinn og hafa alla glugga og hurðir lokaðar og líka slökkt á bæði hitaveitu og brenniofni. Í skátunum í Hafnarfirði árið 1969 var mér kennt að vera ávalt viðbúinn. Skátaflokkur okkar hét Bjórar.
Við hlökkum til að komast í hitaveituna á Íslandi þegar við flytjum þangað í vor. Nema að "norræna velferðar" ríkisstjórnin til vinstri verði þá búin að skattleggja hana svo mikið að hún verði ekki áfram sú búbót sem hún nauðsynlega þarf að vera þegar maður býr svona norðarlega.
Mynd; ísaveturinn 1995/6
Síðasti ísavetur hér var árið 1996. En Danir kalla það “ísavetur” (d. isvinter) þegar sjór frýs á milli Sjálands, Fjónar og Jótlands. Þá var hátt í eins meter þykkur ís alla leið til Sjálands. Þegar þetta gerist fara ísbrjótarnir þrír sem Danir eiga - Ísbjörn, Danbjörn og Þórbjörn - á kreik og ryðja siglingarrennur fyrir skipsfart. Veturinn 1996 fór hitastigið hjá okkur niður í 19-21 frostgráður og var þar mjög lengi. Rörin uppi á lofti frusu, en sprungu þó ekki, en konunni tókst þó að sprengja rafmagnsöryggin úti í götu á aðfangadag. Það gerði hún með því að kveikja á öllu sem hægt var að kveikja á - samtímis auðvitað. Hver hugsar út í svona "smáatriði" þegar maður er alinn upp á Íslandi eftir að velmegun hófst þar fyrir alvöru? Þarna vorum við með rafmagnskyndingu. Okkar góði rafvirki Arne Sørsensen frá Følle kom og bjargaði jólamatnum og sjálfu aðfangadagskvöldinu. Hann hafði nóg að gera það kvöldið.
Mynd; Danski ísbrjóturinn Isbjørn
Við 15-30 cm. þykkan hafís við strendur Danmerkur er sigling aðeins möguleg fyrir skip með mikið vélarafl og sterkan skrokk. Við 30-50 cm. þykkan ís fer öll sigling fram í gegnum rennur sem ísbrjótarnir hafa rutt og halda opnum. Við 70-120 cm. þykkan ís fá aðeins mikilvægustu skip nauðsynlega hjálp. Árið 1996 var “danska hafísþjónustan” flutt yfir til danska flotans. Skipin liggja nú í flotahöfninni í Frederikshavn (mynd). Núna þykjast Danir ekkert við ísbrjóta að hafa að gera lengur. 13 ár eru nefnilega liðin frá síðasta ísavetri. Skammsýnin er svo mikil. Frá 1928 til 1939 liðu 11 ár á milli ísavetra. Frá 1986 til 1995 liðu 9 ár á milli þeirra. Hafnaryfirvöld í Frederikshavn vilja nú helst losna við skipin úr höfninni. Um sögu danska flotans og ísbrjóta Danmerkur er hægt að fræðast dálítið hér. Kuldamet í Danmörku var sett í janúar veturinn 1982/3, en þá mældist 31,2 stiga frost í Hørsted á Thy, ekki svo langt frá norðvesturströnd Jótlands við Limafjörðinn.
Eftir að hafa borið og staflað brenni í nokkrar klukkustundir er maður í orðsins fyllstu merkingu lurkum laminn - og álíka hress eins og barinn hundur.
SKJALASAFN STUTTRA OG OFT DAGLEGRA FRÉTTA