Björn Bjarnason í útvarpinu um nýja bók sína: Hvað er Íslandi fyrir bestu?
Post date: Jan 14, 2009 7:44:3 AM
Það var mjög athyglisvert viðal við Björn Bjarnason ráðherra í útvarpinu í gær. Viðtalið var tekið í tilefni þess að út er komin ný bók eftur Björn sem ber tiltilinn: Hvað er Íslandi fyrir bestu?
Björn Bjarnason: Ef það er verið að spyrja um afstöðu mína til aðildar Íslands að Evrópusambandinu þá svara ég því tæpitungulaust. Ég er andvígur því að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu.
Ég hef kynnst Evrópusambandinu og er í sjálfu sér hlynntur Evrópusambandinu sem stofnun fyrir þau ríki sem eru þar aðilar. En mín kynni af Evrópusambandinu eru þess eðlis að ég tel að okkar hagsmunum sé mjög vel gætt á þann veg sem við höfum gert með samningnum um evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið. Og ég sé fyrir mér að ef við förum lengra að þá muni þetta fara að hafa neikvæðari áhrif og erfiðari áhrif fyrir okkur heldur en við ætlum núna. Og þá er ég að fjalla um stjórnsýsluna, sjálfstæðið og fullveldið og þá þætti en auðvitað eru margir aðrir þættir sem koma til álita og ég er að fjalla um í þessari bók minni.
En grundvallarsjónarmið mitt er það að við eigum ekki að fara inn í Evrópusambandið.
Þannig að ég svara þeirri spurningu í bókinni og ég er að skrifa þarna um Ísland í hnattvæðingunni sem er ritgerð sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum og finnst passa vel inn í þessar umræður núna. Einnig um Schengen-samstarfið, Schengen-samstarfið hefur nú ekki verið mikið skilgreint hér og fjallað um það opinberlega. Þetta er mjög háþróað tæknilegt og lögfræðilegt samstarf sem blasir við fólki við landamæri en er miklu meira heldur en spurningin um það hvort menn geta farið passalausir yfir landamæri. Og síðan eru þarna greinar um Evrópuumræðurnar eins og þær hafa verið að þróast á undanförnum misserum hér á landi.
Hægt er að lesa allt viðtalið við Björn hér á heimasíðu hans
Hvað er Íslandi fyrir bestu?
Tengsl Íslands og EvrópusambandsinsKrafan um aðild Íslands að Evrópusambandinu er hávær um þessar mundir. En hvað er Íslandi raunverulega fyrir bestu? Hver er staða Íslands í hnattvæðingunni? Hvaða aðferðum ber að beita við töku ákvarðana um Evrópusamstarfið? Hverra kosta völ eiga Íslendingar í gjaldmiðilsmálum? Við þessar spurningar og margar fleiri glímir Björns Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, í þessari þörfu bók sem geymir valdar greinar hans frá síðustu árum.
ISBN: 978-9979-651-35-2