Er fjármálamarkaðurinn í Evrópu að hruni kominn?
Post date: Dec 14, 2008 12:28:25 AM
Er fjármálamarkaðurinn í Evrópu að hruni kominn?
Mikið er talað um að Evrópski seðlabankinn sé banki til þrautavara ef vandamál koma upp í evrópskum bönkum. Hugsunin er sú að bankinn geti komið einstökum bönkum til hjálpar við aðsteðjandi vanda. Fullyrðingin um að þessi banki sé til þrautavara er að mörgu leyti röng. Í raun má frekar segja að hvert og eitt ríki sé sá „banki“ sem er til þrautavara þar sem Evrópski seðlabankinn virkar ekki eins og sá bandaríski sem sannarlega er banki til þrautavara. Til þess að gera sér grein fyrir stöðu fjármálamarkaðarins í Evrópu þarf því að líta til stöðu hvers og eins ríkis sem er innan ESB. Eitt tæki sem mikið er notað af fjárfestum til að meta raunverulega stöðu fyrirtækja og ríkja er CDS álag sem í stuttu máli snýst um það álag sem fjárfestar þurfa að greiða til þess að losa sig við skuldaraáhættu. Þegar metið er CDS álag á ríki Meira hér