Írski hagfræðingurinn David McWilliams: Förum íslensku leiðina. Hendum evrunni
Post date: May 06, 2009 5:24:24 PM
Þýtt og endursagt úr ensku - 6. maí 2009
Að henda evrunni og endurræsa hrunið hagkerfi Írlands
Grein eftir Írann David McWilliams hagfræðing. Greinin birtist á bloggsíðu David og í írskum dagblöðum í dag. David vann m.a. áður hjá seðlabanka Írlands
Einn af fylgifiskum krísu er sá að "trúverðugleiki dyravarða hinnar réttu hugsunar" sturtast oft út í sjó (hér á eftir bara kallaðir dyraverðirnir).
Dýrðarljómi boðskapar dyravarðanna er mikill og áhrifaríkur því að trúa á hann er auðveldara en að hugsa sjálfur. Ef nógu margir dyraverðir endurtaka boðskapinn nógu oft þá verður boðskapurinn að "sannleika". Svo í staðinn fyrir að hugsa sjálf, þá grípum við boðskap dyravarðanna og trúum á hann. Írland hefur orðið fyrir áhrifum svo mikils sannleika þessara dyravarða að hann mun endast Írlandi heila mannsæfi.
Einn af sannleikum dyravarðanna var: "fasteignaverð mun bara hækka". Næsti sannleikur var: "byggir á traustum grunni" sem er það sama og segja "í þetta skiptið gilda önnur lögmál", sem er ákaflega dýr sannleikur. Svo fengum við sannleikann um "mjúka lendingu". Og hvað um sannleikann frá síðasta október, "bankarnir okkar eru vel fjárvæddir og standa vel".
Jæja, við vitum öll hvert þessi sannleikur dyravarðanna hefur leitt okkur. Ef þú skyldir ekki vita hvað er að gerast í landinu okkar og ef þú hefur aðgang að internetinu, þá ættir þú að kíkja á þetta myndband hér. Þetta er röð þeirra sem eru að skrá sig atvinnulausa núna. Mikið hefur verið skrifað um þetta myndband en það er alveg þess virði að kíkja á það.
Í gær skrifaði þýska blaðið 'Frankfurter Allgemeine' frétt um að héraðið okkar Limerick, væri eins og þriðja heims land. Í Bandaríkjunum vorum við á forsíðu hins máttuga blaðs 'Weekly Standard'. Hér í Ástralíu kom seinni kynslóðar írskur innflytjandi til mín og spurði mig hvort allt væri í lagi heima á Írlandi. Hún hafði nefnilega lesið um Írland í 'The Australian". Þetta er ósköp skiljanleg spurning því eins og atvinnuleysi er að hækka á Írlandi og skattatekjur ríksins þar af leiðandi að falla, þá mun ekki líða langur tími þar til herra fjármálaráðherra okkar Lenihan mun koma gangandi yfir í bygginguna til herra forsætisráðherra okkar Cowen, til þess að segja honum að það séu öngvir peningar eftir í ríkiskassanum til að greiða kennurum laun í næstu viku.
Þið skuluð ekki halda það að lönd geti ekki orðið uppiskroppa með peninga. Ef þetta verður raunin á Írlandi þá getið þið verið viss um að önnur dverg-fjárlög ríkisins verða kynnt og ríkið mun nota allar þær hugsanlegu leiðir sem til eru til að gera hvaða auðæfi sem er upptæk. Allt til þess eins að halda sér á floti.
Það er þarna sem hlutirnir fara að verða mjög hættulegir. Frekar en að athuga og skoða möguleika annarra valkosta í svona ástandi, þá rígheldur ríkið í boðskap dyravarðanna.
Allir sem hafa smá grundvallarskilning á hagfræði vita að við getum ekki vaxið og unnið okkur út úr vandamálunum með því að hleypa loftinu úr írska hagkerfinu (G.R. hjöðnun). Vandamálið er nefnilega skortur á eftirspurn. Fólk hamstrar peninga. Það er nóg af peningum til á Írlandi, en við erum að hamstra peninga og notum þá ekki, við sitjum á þeim.
Peninga og gjaldmiðlastefna Írlands er hrunin. Hún virkar ekki. Bankarnir eru of sjúkir til að taka neinn virkan þátt í hagkerfinu. Þeir geta ekki endurfjármagnað hagkerfið. Þess vegna heldur hagkerfið áfram að skreppa saman. Þegar skattar okkar hækka eins og núna þá hefur það sömu áhrif eins og að taka peningana úr vasa fólksins. Því mun fólkið nota enn færri peninga fyrir vikið.
Ofan á allt þetta horfumst við í augu við hina stóru sleggju tvídranga, sem er lækkandi laun á meðan skuldabyrði okkar vex (G.R. verðhjöðnun => laun og verðmæti lækka í verði en fjárskuldbindingar hækka í raunvirði og verða erfiðari viðfangs því það eru færri peningar í launaumslaginu). Laun munu lækka því það eru einfaldlega svo margir atvinnulausir að þú munt bjóðast til að vinna vinnuna fyrir minna en nágranni þinn. Skuldabyrðin hækkar vegna þess að svo margir keyptu húsnæði sitt á lágum vöxtum á endaskeiði fasteingabólunnar. Þessir vextir eru að hækka núna.
Hvað getum við gert í þessu? Hið augljósa svar er að henda evrunni fyrir borð. Innleiða okkar eigin gjaldmiðil, leyfa honum að hrynja massíft svo hann geti endurspeglað stöðu hinnar raunverulegu samkeppnishæfni okkar. Endurspeglað stöðu okkar vesæla og eyðilagða hagkerfis útá við, á hinn sanna og rétta hátt.
Mikill meirihluti hagfræðinga og álitsgjafa okkar segja að þetta sé ekki hægt. Reyndar gera þeir alla þá að athlægi sem koma með tillögur um að skoða ætti þessa leið.
Við skulum ekki gleyma að mikill meirihluti hagfræðinga og álitsgjafa trúðu á sannleika dyravarðanna um "hina mjúku lendingu". Nýjar hugmyndir fara nefnilega í gegnum ákveðið ferli. Fyrst, eru þeir sem koma með nýjar hugmyndir gerðir að athlægi af dyravörðunum. Næst er ráðist á boðbera nýrra hugmynda með offorsi. En á endanum munu dyraverðirnir samþykkja og meðtaka nýjan sannleika. Ég býst við það þetta verði eins með hugmyndina um að yfirgefa mynt Evrópusambandsins, evru.
Það er alveg á hreinu, að henda evrunni út mun hafa stór vandamál í för með sér, því þetta mun þýða að rifta verður öllum ríkisábyrgðum Írlands. Rifta ábyrgðum þess á skuldbindingum bankanna á millibankamarkaði (G.R. lán á milli fjármálastofnana í inn- og útlandi). Ríkið myndi ennþá tryggja innistæður á bankareikningum, en þær væru þá í okkar eigin mynt. Margir fjárfestar sem eiga, eða eiga hluti í írskum bönkum myndu verða brenndir til ösku. En það er nú einusinni eðli markaða. Þeim yrði hinsvegar greitt til baka í okkar eigin mynt og sú mynt myndi þurfa að finna sitt eigið gengi uppá nýtt.
Nýja myntin okkar myndi falla mikið á mörkuðum. Á einni nóttu myndi Írland verða ódýrt land fyrir þá sem eiga viðskipti við okkur. Gengisfellingin myndi einnig veita atvinnugreinum okkar betri og aukna samkeppnishæfni. Auðvitað verður að taka á halla ríkisfjárlaga í gengum aðhald í ríkisfjármálum.
Alveg eins og seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands, Ástralíu, Kanada og Svíþjóðar eru að gera núna, munum við hefja prentun okkar eigin peninga. Verðbólga mun hækka hratt og írska ríkið þyrfti því að hefja útgáfu verðtryggðra ríkisskuldabréfa til að geta fjármagnað sig á ný (G.R. ath.: á heimsvísu eru gefin út um 1,5 til 2 trilljónir dollara af verðtryggðum ríkisskuldabréfum af fjölmörgum löndum á hverju ári). Mörg þau lönd sem vegnar vel hafa einmitt gert þetta, til dæmis Svíþjóð, Finnland og Ísrael (og miklu fleiri).
Það er til meira en nóg af sparnaði innanlands til að tryggja greiðslugetu ríkisins til skemmri tíma litið. Reyndar hefur verðbólga uppi á Íslandi hrunið núna. En Ísland er land sem tók upp þessi viðbrögð og stefnu í september síðastliðnum.
Auðvitað mun hið írska bankakerfi sem stundaði fjárhættuspil í evrum verða gjaldþrota. En bankar eru einungis stofnanir og þetta er kanski ekki svo slæmt því þetta myndi greiða götu fyrir nýjum fjármálastofnunum og nýjum bönkum. Nýir munu fæðast. Verð á landrými myndi falla mikið í hinni nýju mynt en myndi svo finna nýjan grunn. Þegar þessu væri lokið þá væri hægt að endurræsa vél írska hagkerfisins á ný (reboot the system).
Atvinnuleysi mun falla hratt eins og það hefur gert í öllum þeim löndum sem hafa viðhaft svona efnahagsstefnu. Tígrisdýr Asíu hagkerfa eftir hrun þeirra 1997 eru góð dæmi um stefnu sem þýddi hraða lækkun atvinnuleysis. Horfið bara smástund til Asíu og Norðurlanda eftir því hvað lítil opin hagkerfi geta gert.
Það er nú þegar jákvæður viðskiptajöfnuður hjá okkur, en hann yrði miklu stærri við gengisfall. Sparnaðargrunnur okkar er þó nokkur. Það er öruggt að mikið fjármagn myndi flýja landið til að byrja með, en það myndi koma aftur um leið og efnahagsástandið innanlands myndi batna. Auðvitað þyrftum við að viðhafa miklar pólitískar útskýringakúnstir fyrir umheiminum. En eins og ástatt er hjá okkur núna þá þurfum við að gera það hvort sem er.
Það eru einnig önnur vandamal. Þau lúta að sanngirni. Ungt fólk með skuldir myndi hagnast á þessu. Miðaldra fólk með eignir myndi hinsvegar tapa á þessu. En það er samt þannig að virði eigna þessa fólks mun hvort sem er verða þurrkað út í okkar núverandi hrikalega ástandi á næstu árum. Á næsta fimm ára tímabili yrði hinsvegar enginn munur.
Augljóslega þá eru einnig mörg önnur mál í húfi hér. Mál eins og hvort fjárfestar myndu vilja fjárfesta á Írlandi aftur eftir gengisfellingu. Viðtekinn sannleikur segir nei. En viðtekinn sannleikur hefur haft rangt fyrir sér hér frá byrjun. Ég kem hér með eitt dæmi þessu til sönnunar. Árið 1992 sagði viðtekinn sannlekur okkur að ef við felldum gengið þá myndi hagkerfið brasa saman. Fjárfestar myndu flýja öskrandi burt og það myndi kosta okkur mikið í mörg ár. En reynslan varð hinsvegar sú að við vorum þá þvinguð út í gengisfellingu á þessum tímum. En hagkerfið tók heldur betur við sér og hafði það mjög gott á eftir.
Það er ekkert sem hræðir og fælir fjárfesta eins mikið frá eins og hættan á að eignir þeirra drepist. Enginn vil snerta á deyjandi eignum. Ég veit ekki með þig, en ég kýs heldur að lifa og búa í landi sem gefur sjálfu sér möguleikann á nýju lífi. Miklu frekar en að búa í landi sem vinnur að því að hengja sig sjálft með núverandi efnahagsstefnu
I, Gunnar Rögnvaldsson, have allowed myself to translate Mr David's McWillimas article over to the Icelandic language. I have done this because many social democratic Icelandic politicians are relentlessly campaigning for Iceland to adopt the Euro and to join the EU. I hope some of those will be fortunate enough to read Mr McWilliams article, because in my mind they have been listening to the mass propaganda of Icelandic shibboleths, for a too long time. They have therefore become clueless zombie shibboleths politicians. Useless victims of their own handyman army of shibboleths
.
David McWilliams
Ditching the euro could boost our failing economy
One of the things about crises is that they tend to blow the credibility of shibboleths out of the water.
A shibboleth is a mantra to which people get attached because it is easier than hard thinking. If enough people repeat the mantra it becomes gospel, and instead of using our heads, we exchange alleged truisms. Ireland’s been exposed to enough shibboleths in the past five years to last us a lifetime.
One of these was “property only goes up”. The second was “the fundamentals are sound” which, along with “this time it’s different”, are particularly costly mantras. We also got the “soft landing” shibboleth. Or what about the one last October, “our banks are well-capitalised”?
Well we all know where these mantras have landed us. If you are not aware what is going on in our country and you have access to the internet, have a look at the following clip of the unemployed queuing in Dublin on www.youtube.com /watch ?v=Cf31q4TC790. Much has been made of this clip already, but it’s worth looking at it again - öll greinin á ensku
David McWilliams
Between 1990 and 1993 he worked as an economist at the Central Bank of Ireland.[6] At 27, McWilliams moved to London to work at UBS in emerging markets analysis.[7] [8] At the ages of 30-31, still in London, McWilliams worked for Banque Nationale de Paris.[9] From 1999 to 2002, he was an emerging markets strategist with a New York-based hedge fund, Rockwest Capital.[10]
Since returning to work in Ireland in 2002, McWilliams has been mostly working in journalism and the media. He presented a current affairs programme called Agenda on TV3 and has also presented that station's coverage of the Irish General Election in 2002. He hosted the breakfast show on NewsTalk 106, a Dublin radio station, from the station's beginning in 2002 until the station replaced him by Eamon Dunphy in September 2004.[11] Soon after, McWilliams started presenting The Big Bite, a topical afternoon discussion programme on the television station RTÉ One. He is also a regular columnist in The Sunday Business Post and Irish Independent newspapers. Past articles from the paper are available from his website, as well as his monthly subscription newsletter, The David McWilliams Agenda.
Meira hér á Wikipedia
Bloggsíða: http://www.davidmcwilliams.ie/
Grein David McWilliams | á bloggsíðu hans | í dagblaðinu Irish Independent |
Tengt efni
Opið bréf hagfræðingsins Edward Hugh til Eistlendinga (og IMF)
RGE
Írland
Mannfjöldi: 5,98 milljónir
Væntanlegur hagvöxtur 2009: mínus 8 til 10%
Væntanlegur hagvöxtur 2010: mínus 3%