Því meira sem þú selur, því meira tapar þú
Post date: Jan 21, 2009 8:10:16 PM
Kostir evrubindingar Eystrasaltslanda: því meira sem þú selur því meira tapar þú. Frábært!
Sú eina ísskápaverksmiðja sem er til í Eystrasaltslöndunum var að segja upp 300 af 2.300 starfsmönnum sínum í Litháen. En hversvegna? Jú, stærstu markaðir verksmiðjunnar eru í Rússlandi og Úkraínu. En hvað er athugavert við það? Ekkert, nema það að mynt Litháa er fryst föst við gengi evru. En er það ekki allt í lagi? Nei, því gengi mynta allra landa Austur Evrópu, sem er með stærstu útflutningmörkuðum Eystrasaltslandanna, hefur fallið mjög mikið gegn evru.
Regarding Latvia, I’m working for industrial company in Latvia, with most customers from Sweden or Russia and latest SEK and ruble rate changes have really eaten up business both for export and import. From SEK/LVL we lose in funny sequence, more you sell - more you lose. Today, here are a lot and a lot of industries closed, closing or planning to close.
Það er því ekki undarlegt að útflutningur Lettlands hafi fallið um heil 20% á milli október og nóvember 2008. Iðnaðarframleiðslan hefur nánast hrunið
Mynd: eldri gerð áætlunar-hagkerfis
Bloomberg
Tengt efni
Enginn ostur og engin pylsa
Ríkisstjórnir Eystrasaltslanda hafa greinilega ákveðið að löndin hafi hvorki þörf fyrir iðnað né útflutning. Kanski ætla þær að lifa á . . . tja á hverju? Peningasendingum að handan?
Mynd: mótmæli í Lettlandi í síðustu viku