Afturganga vandamála þýska Weimar lýðveldisins?

Post date: Apr 24, 2009 5:43:45 AM

New Industrial Orders febrúar 2009

Fall í pöntunum til iðnaðar í Evrópusambandinu í febrúar 2009 miðað við sama mánuð á síðasta ári. Prósentubreyting.

OPINION EUROPE

The Weimar Complex

Germany's economy, not its democracy, is at risk

Wall Street Journal skrifar í dag

Mun lýðræðistilraun númer tvö hjá Þýskalandi hlaupa af sporinu?

Þýska þjóðfélagið er gersamlega háð útflutningi á iðnaði. Hann er 47% af þjóðarframleiðslu Þýskalands. Nýjar pantanir til þýska iðnaðarins hafa minnkað um 40% frá ári til árs.

Þjóðverjar eru ekki lengur í standi til að koma hagvexti í gang heima hjá sér. Þeir treysta alltaf á að aðrir setji eitthvað í gang sem eftirspyr þær vörur sem Þýskaland framleiðir og flytur út. Bandaríkin hafa lengi verið neytandi Þjóðverja til þrautvarnar (consumer of last resort)

  • With exports accounting for almost 47% of GDP, the global slump has hit Europe's biggest economy more than any other advanced economy, with the exception of perhaps Japan

Það var fátækt sem greiddi götu nasista til valda og endaði fyrstu tilraun þýska samfélagsins til lýðræðis.

  • widespread poverty paved the way for the Nazis' rise to power

Þessi kreppa núna er versta kreppa Þýskalands síðan í stóru kreppunni 1930 sem Þjóðverjar kenna alltaf Bandaríkjamönnum um. Það sama er núna uppi á teningnum. Allt er þetta Bandaríkjamönnum að kenna aftur.

  • The worst economic crisis since the Great Depression, which many Germans believe led to the fall of the Weimar Republic, may threaten the country's second attempt at democracy, scaremongers argue

Verkalýðsforinginn Michael Sommer segir að staðan núna minni á stöðuna 1930

  • In a recent series of interviews to the German media, trade union head Michael Sommer said the situation reminded him of the 1930s

Atvinnuleysi í Þýskalandi síðustu 28 ár

Frá: 16. ágúst 2008

frá blogg mínum á Morgunblaðinu 16. ágúst 2008

Gleðifréttir úr gamla heiminum í Evrópusambandinu

Nú get ég glatt alla með þeirri góðu frétt að það verða kosningar í Þýskalandi á næsta ári (2009). Já kosningar, - og það athyglisverða við þessar kosningar er sú gleðilega staðreynd að 50% kjósenda í þessu stærsta hagkerfi ESB eru orðnir 60 ára gamlir, eða um sextugt.

Lýðræðið mun væntanlega vinna stóran sigur í Þýskalandi og nýjungar í atvinnusköpun og lækkun skatta á vinnandi fólki munu eðlilega verða efst á óskalistanum. Og svo til dæmis aukinn innflutningur á sjúkra- og hjúkrunarliði og þjónustufólki frá .... tja . . . hvaðan ?

Leikskólar og kjör ungs fólks og skattgreiðenda sem búa til velmegun í framtíðinni munu einnig og ofureðlilega verða allra efst á óskalistanum þarna í gamla heiminum.

En öll þessi stórauknu aldursumsvif í hinu vel þroskaða hagkerfi Þýskalands munu væntanlega verða þess valdandi að markmið Evrópusambandsins, sem eru kennd við borgina Lissabon í Portúgal og einnig við árið 2000 - oft nefnt Lissabon 2000 markmið ESB - munu nást miklu fyrr.

Ef það verður mikið af fjöldauppsögnum þá er ekki hægt að útiloka þjóðfélagslegar óeirðir, aðvarar Sommer.

    • If there are mass layoffs, it would be a "provocation for workers and unions," and "then I can no longer rule out social unrest even in Germany," Mr. Sommer warned.

Fjármál þýska ríkisins eru að fara úr böndunum. Skattatekjur eru fallandi og ennþá á eftir að punga út miklum peningum í bankakerfið. Halli á fjárlögum verður yfir því sem er leyfilegt í myntbandalaginu.

  • Public finances are already getting out of control. The decline in tax revenues coupled with higher welfare expenditures and €80 billion in stimulus measures will push the deficit to 3.7% this year and 5.5% in 2010, compared with 0.1% in 2008, the research institutes said yesterday. And that's not counting any further rescue for Germany's financial institutions, such as a "bad bank" scheme the government announced this week with details to follow next month

Úr grein minni í Þjóðmálum síðasta haust

EuroChambers og Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins

Þessi markmið Evrópusambandsins sem sett voru í Lissabon árið 2000, oft nefnd Lissabon 2000 markmið ESB mæla svo fyrir að hagkerfi Evrópusambandsins eigi að verða ríkasta og samkeppnishæfasta hagkerfi heimsins árið 2010.

Samtök iðnaðar og verslunar í Evrópu, EuroChambres, ákváðu strax að fylgja eftir framvindu árangurs þessara markmiða og að kynna svo reglulega þann árangur sem Evrópusambandið næði. EuroChambres er félagsskapur 19 milljón fyrirtækja í 45 löndum Evrópu og hafa samtökin starfað á vettvangi viðskipta, iðnaðar og efnahagsmála Evrópu síðan 1958.

Fyrsta skýrsla EuroChambres kom út árið 2005. Þar kom í ljós að þjóðartekjur þegna Evrópusambandsins árið 2004 voru 18 árum á eftir þjóðartekjum þegna Bandaríkjanna. Þáverandi hagvaxtarhraði Evrópusambandsins þýddi að ef hagkerfi Bandaríkjanna væri fryst á tölum ársins 2004 myndi það taka Evrópusambandið 18 ár að ná þeirri hagsæld sem þegnar Bandaríkjanna nutu árið 2004. Þarna kom einnig fram að framleiðni í hagkerfi Evrópusambandsins var 14 árum á eftir framleiðni bandaríska hagkerfisins, eða sem svaraði til framleiðni í Bandaríkjunum árið 1990. Atvinnuþátttaka þegna Evrópusambandsins var heilum 25 árum á eftir atvinnuþátttöku þegna Bandaríkjanna og enn verra var það hlutfall þjóðarframleiðslu sem hagkerfi Evrópusambandsins fjárfesti í framtíð sinni, þ.e. í rannsóknum og þróun. Slíkar fjárfestingar ákveða að stórum hluta hvort þjóðir verði ríkar eða fátækar í framtíðinni, því þær laða að bestu heila heimsins og besta fáanlega fjármagn. Hér var Evrópusambandið 25 árum á eftir Bandaríkjunum.

Tímamælingar EuroChambers (Time Distance Benchmarking)

Hvað mun það taka langan tíma fyrir Evrópusambandið að ná hagsæld Bandaríkjanna

2005 publication eurochambres pavle sicherl.pdf

2007 070305-TimeDistanceStudy2.pdf

2008 TimeDistanceStudy-2008.pdf

EUROCHAMBRES Study2005 press.pdf

Næsta skýrsla EuroChambers kom út árið 2007 og mældi aftur árangur Lissabon 2000 markmiða ESB. Þegar hér var komið sögu kom í ljós að bilið milli efnahags þegna Bandaríkjanna og Evrópusambandsins hafði breikkað enn meira. Þjóðartekjur þegna Evrópusambandsins voru nú 21 ári á eftir, framleiðni hafði versnað miðað við bandaríska keppinautinn og var nú 17 árum á eftir. Sama niðurstaða var fyrir bæði ESB-27 og evrusvæði, nánast enginn munur fannst. Atvinnuþátttaka, rannsóknir og þróun voru nú 28 árum á eftir Bandaríkjamönnum.

Viðskiptaráð Ísland er aðili að Eurochambers