Andstaðan á móti evru eykst í Danmörku

Post date: May 14, 2009 3:7:6 AM

Mynd: Djursland, konan mín og kornið

Evrustuðningur fellur. Stuðningur við hernaðar- og réttarfarsmálefni ESB hrynur

Samkvæmt nýrri Rambøll skoðanakönnun fyrir Jótlands Póstinn þá hefur andstaðan á meðal dönsku þjóðarinnar við að taka upp mynt Evrópusambandsins aukist mikið á stuttum tíma

Annað markvert við skoðanakönnunina er það að hinn stöðugi jákvæði vilji meirihluta Dana til þess að fella niður þann fyrirvara sem Danir settu á þátttöku sinni í réttarfars- hernaðarmálefnum Evrópusambandsins, er núna nánast hruninn. Þetta þykir merkileg þróun hér því hér eru Danir komnir í bakkgír og skiptast í tvo jafna hópa núna

Evrópusambandið og lýðræði

Þjóðir Evrópusambandsins eru hvað eftir annað látnar éta úrslit kosninga ofaní sig aftur. Kjósa aftur og aftur ef Samfylkingunni í ESB finnst ekki koma rétt út úr kosningunum. Ef eitthvað er, þá hefur ófriðarhættan aukist í Evrópu með tilkomu Evrópusambandsins. Lýðræðisþjóðir fara nefnilega ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. En það gera hinsvegar lönd og svæði þar sem lýðræði er á undanhaldi. Lýðræðið er einmitt á undanhaldi í Evrópusambandinu. Því hefur ófriðarhættan aukist í takt við aukin völd Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd

Njóttu kosta Íslands

Njóttu þess að á milli Íslands og Evrópusambandsins er hálft Atlantshaf og heill Norðursjór sem verndar Ísland. Þetta hefur oft komið sér afskaplega vel og aldrei háð Íslandi. Njóttu þess að þurfa ekki að búa í sama herbergi og 80 milljón Þjóðverjar og 60 milljón Frakkar, ásamt öllu því lausa sem fylgir í túnfæti margra landa gömlu og þreyttu Evrópu.

Sérstaða Íslands er mikill kostur. En Íslandi fór fyrst að vegna vel eftir að landið varð sjálfstætt og fullvalda ríki. Vöðvar frelsisins þola ekki spennitreyjur á borð við Evrópusambandið. Þá visna þeir og hverfa. Þetta er ekki svona hér hjá okkur í Evrópusambandinu. Ef löndin hefðu notið þessara kosta einstakrar landlegu Íslands, hefðu margar þjóðir Evrópu aldrei gengið í Evrópusambandið. Ekki gengið í ESB til þess eins að láta reka kosningaúrslit ofan í sig aftur og aftur þangað það til það kemur rétt út úr þeim fyrir suma

ECB og þvingað hjónaband

Open Europe debate - European Monetary Union:

    • Fyrir það fyrsta skal allt í sambandi við hina sáttmálalegu hlið veru Danmerkur í Evrópusambandinu - og sáttmálalegu hlið sjálfs Evrópusambandsins - vera að fullu upplýst

    • Í öðru lagi verður stuðningur þingsins að vera á hreinu. Það er hann ekki núna

Það er búið að spyrja Dani einu sinni . .

Það er búið að spyrja Dani að þessu einu sinni. Það var gert árið 2000. Þá sögðu Danir nei. En það er ekki nóg því það nei var ekki já. Lýðræðið í Evrópusambandinu er nefnilega þannig innréttað að það er eins og í einsflokka ráðsstjórn. Það er aðeins ein útkoma úr kosningum ásættanleg fyrir ESB. En það er sú útkoma að heilar þjóðir segi alltaf já við öllu. Ef þær segja nei, þá er bara spurt aftur og aftur þangað til það kemur já

. . . og þeir verða aldrei spurðir aftur ef þeir skyldu álpast til að segja já

Skyldu Danir einhverntíma taka upp evru þá liggur eðli málsins þannig, að þeir munu aldrei verða spurðir að því hvort þeir vilji skila henni aftur, því það er nefnilega ekki hægt. Taki þjóðir einu sinni upp evru þá munu þær ekki eiga afturkvæmt út úr myntbandalaginu fyrr en það hrynur eða þjóðirnar hefja aftur á ný stríð sín á milli, vegna skorts á lýðræði

Eins er með spurninguna um hvort þjóðir vilji vera áfram í Evrópusambandinu. Það er aldrei spurt að því aftur hvort þær vilji það. Það er nefnilega ekki hægt að segja sig úr ESB aftur, þó svo að þjóðir séu evrópskar frá upphafi og hafi alltaf átt heima í Evrópu alla tíð. Það er aðeins spurt um hluti í Evrópusambandinu þegar vilji Evrópusambandsins vill fá formlegt já til að hækka yfirdátt sinn á því sem lofað var að aldrei myndi gerast í lífi þjóðanna

Að vera smáþjóð í Evrópusambandinu krefst samvinnu. Ekki bara samvinnu, heldur algerrar samvinnu. Því eru Írar látnir kjósa aftur í sumar. Kjósa aftur því það kom ekki já í fyrra skiptið

Skrásett vörumerki ESB

Samkvæmt Morgunblaði og ríkisstjórn ESB á Íslandi þá er:

Stuðningur við evruupptöku er fallinn niður í 43,7% á stuttum tíma. Þeir sem eru á móti evruupptöku voru 45,2% í skoðanakönnuninni. Svo seint sem í janúar vildu 49,8% taka upp evru og 44,6% voru þá á móti því

Þrátt fyrir dvínandi stuðning við evruupptöku heldur hinn nýi forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen (Venstre, sem er hægri í stjórnmálum), fast við að á stefnuskrá sé þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. En þjóðaratkvæðagreiðsla mun þó aðeins koma til greina að tveim skilyrðum uppfylltum

Modstand mod euroen vokser

14. maj 2009 Indland: Der er nu igen flere danskere, der siger nej og ikke ja til et indføre euroen i Danmark. Samtidig er den tidligere stabile opbakning til at afskaffe forsvarsforbeholdet og det retslige forbehold nærmest smuldret

Second honeymoon or pending divorce?

On Tuesday, Open Europe held a panel debate in Brussels looking at European Monetary Union and the challenges it faces. Open Europe's vice-Chairman and former economic advisor to Tony Blair, Derek Scott, stated that: "Economic and Monetary Union was a major mistake". He said that although it is true that countries have avoided currency crises by being in the euro, currencies, as well as interest rates, are important signals of things going wrong: "When the patient gets sick, all that means is the symptoms get to come out in other areas, and we are beginning to see that in very high levels of unemployment, higher debt and so on."

He concluded that a monetary union "cannot exist without having a political union and you cannot impose a political union."

"Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mannréttinda í heiminum og ýta undir stöðuleika, sjálfbær þróun, réttlæti og velmegun um allan heim"

Hvort á maður að hlægja eða gráta? Stór hluti íslensku þjóðarinnar er fæddur í gær því þjóðin er mjög ung. Þetta sölutrix mun því virka afskaplega vel á unga Íslendinga. Til að vera góður þarftu og verður þú að vera í ESB. Ruslið fyrir utan ESB er alveg handónýtt

© Registered Trade Mark nr, 1258987: Einkaleyfi Evrópusambandsins á "góðmennsku um allan heim" tók sjálfkrafa gildi þegar einkaleyfi Sovétríkjanna á góðmennsku rann skyndilega út. Sovétríkin byggðu á sömu hugmynd um "góðmennsku".

Þetta sölutrix er mikið notað þegar selja á til dæmis stuðning við ýmsa svo kallaða "góðgerðarstarfsemi" þegar maður gengur niður öll verslunarstrik Evrópu og fær hvergi frið fyrir fjárplógsstarfssemi í öllum útgáfum. "Viltu ekki styðja fátæk börn í landi X? Eru hættur að berja konuna þína? Styður þú pyntingar? Það er bara hægt að svara á einn veg

Tengt efni

Flash

föstudagur, 15. maí 2009 10:50:57 CET

Fréttaelding beint úr pressunni

Eurointelligence

Skattatekjur Þýskalands munu hrynja saman um 300 milljarða evrur á næstu þremur árum

German tax revenue to fall by over E300bn in three years

Eurointelligence

Mesti samdráttur í þjóðarframleiðslu Þýskalands frá því í stóru kreppunni 1930

This is the largest contraction ever measured since the Great Depression.

Global Economy Matters

Þjóðarframleiðsla Þýskalands fellur með 15,2% hraða á ársgrundvelli

“I believe there are some grounds for being optimistic that the pace of decline in economic activity will decelerate markedly in the months ahead,” was the view being expressed by Bundesbank President Axel Weber earlier this week. And we'd better hope he's right, since with figures from the Federal Statistics Office this morning showing that Germany's recession worsened considerably in the first quarter, with the economy shrinking by 3.8 percent compared with the previous three-month period I would hate to see it accelerating. Basically a 3.8 percent contraction in three months is equivalent to a 15.2% contraction as an annualised rate, so the chances are he is right, this is a breathtaking pace, and is unlikely to be maintained: German GDP Falls At An Incredible 15.2% Annualised Rate

Global Economy Matters

Þjóðarframleiðsla Spánar fellur með 7,2% hraða á ársgrundvelli

According to preliminary estimates from the Spanish National Statistics Office published today, GDP contracted by 1.8% in the first three months of 2009 when compared with the last quarter on 2008. This follows a 1.0% drop in Q4 2008. This is equivalent to a 7.2% annualised rate of contraction, which is, of course, sharp. Spain's Economy Shrinks At A 7.2% Annual Rate In The First Three Months Of 2009

OpenEurope

Yfirmaður Eurogroup ESB og fjármálaráðherra Lúxemburg, Jean-Claude Juncker, hættir í Eurogroup stýrihópnum sökum reiði og sárinda. Þýskaland er búið að svartlista heimaland hans sem skattaskjól Press Summary Archive

Juncker to resign as President of the Eurogroup in despair at France and Germany President of the Eurogroup, Luxembourg PM Jean-Claude Juncker, is expected to announce his resignation from the office within a month, Challenges reports. The article notes that Juncker is particularly dissatisfied with French President Nicolas Sarkozy's desire for member states to direct monetary policy, as well as the German initiative to place Luxembourg on the OECD 'grey list' of tax havens. Jean-Claude Juncker: ESB á leiðinni inn í samfélagslega kreppu

Ignazio Angeloni, Advisor to the Executive Board of the European Central Bank warned Eastern European countries not to join the euro area too soon, saying "the decision to join the euro area is very similar to marrying. Do it only if you are convinced. Not only your partner should be right, but also you should be ready to marry. Don't also do it because of other problems that you have".

David Marsh, author of "The Euro: The politics of the new global currency", said that Germany will pay a very high price to keep EMU together, whether it will be through the back door or not. EMU is about preserving Germany's export markets, and is something like a holy grail". He concluded, "The only way for the euro to survive is to have a political union. Without that, sooner or later the eurozone will break up."

Finnland á ekki afturkvæmt

Viðskiptaráðherra Finnlands segir að Finnland eigi ekki afturkvæmt úr hvorki evru né Evrópusambandinu og að það hafi verið mistök að taka upp evru

Väyrynen: The euro was a mistake

External Trade and Development Minister Paavo Väyrynen (middle) of Finland made a mistake when joining the 1990s, the European economic and monetary union.

Savonlinna region to appear in East-Savo interviewedVäyrynen's view has been clear from the beginning that the EMU ruling is final and irrevocable.

Väyrynen believes that Finland are now paying the expensive price that the country joined the European Economic and Monetary Union, the Swedish solution to ignore. In Sweden, the crown is still in use.

- I said back then that we should not have to go to EMU, at least without Sweden. Now, the Swedish forestry industry benefits from the expensive euro, Väyrynen said eastern Savo-Journal.

Väyrynen is difficult to assess to what extent the Finnish forest industry's difficulties are due to expensive euro.

- But yes it can see the Stora Enso, the. When competitiveness is weaker, shutdowns and layoffs are higher.

Slóð: þýðing Google

Frá bloggi mínu

Angela Merkel fer á dráttarvélanámskeið

Thursday, 30.04.2009 at 09:21

Paavo Väyrynen

PHOTO: Lauri Olander / KL

Angela Merkel má því miður ekki vera að þessu því hún er núna á dráttarvélanámskeiði að læra hvernig maður plægir eina trilljón evrur af skuldum niður í jörðina - jörðina sem hún hélt að hún ætti - og helst án þess að nokkur taki eftir því. Þýskir bankar munu nefnilega bráðum koma með 100.000 trukka og sturta þessu hlassi niður á blettinn hennar

Það er nefnilega komið í ljós að hagkerfi Þýskalands er gallað. Það inniheldur ekki sjálft lengur neina þá hvata sem geta hugsanlega leitt til hagvaxtar í nútíð og framtíð. Það er nefnilega orðið að elliheimili því á þessu ári verður helmingur allra kjósenda í Þýskalandi orðnir sextugir þegar þeir þurfa að kjósa hana Angelu aftur. Ekki sexytugir heldur sextugir

Hún Angela veit einnig að hin 15 gömlu lönd Evrópusambandsins vantar um það bil 194 miljón nýja skattborgara fyrir árið 2035 til þess eins að viðhalda núverandi og vanmáttuga vinnuafli sambandsins. Og það sem verra er þá þurfa þessar 194 milljón manns að koma utanfrá. Semsagt, koma frá öðrum löndum en þó helst frá öðrum hnöttum

Vandamálið er nefnilega einnig það að enginn vill búa í Evrópusambandinu lengur því hnignunin er svo mikil og hröð. Innfæddir flýja því sum löndin sín og neita að eignast afkvæmi þar. Þeir vilja nefnilega eiga von um betri framtíð á bjartari stað. Það er því ekki von að Ítalir láti heldur sitt eftir liggja í hnignunarferli Evrópusambandsins fyrst Þjóðverjar sjálfir hafa ekki lengur trú á framtíð lands síns. Þjóðverjar eiga jú að vera eimreiðin sem allt snýst um í Evrópusambandinu. Ítalir munu fara létt með þetta og tekst því á aðeins 27 árum að hækka meðalaldur þjóðar sinnar um heil 10 ár, frá árinu 1992 til 2020. Þetta tekst svona hratt og vel vegna þess að konur á Ítalíu eignast engin börnin

Angela Merkel veit þetta vel og hefur sagt að kynslóða-breytingaáföllin munu hefjast fyrir alvöru um miðjan þennan áratug. Það er einfaldlega ekki hægt að stofna til nýrra skulda því það mun ekki verða neinn til að borga þær í framtíðinni. Það verða svo fáir skattgreiðendur í Þýskalandi sem geta staðið undir stórauknum skuldum, því hvaðan ættu þeir að koma? Það fæðast nefnilega svo alltof fá börn í Þýskalandi og hafa gert mjög lengi. Ef skuldir þjóðarinnar verða auknar stórlega þá munu skattgreiðendur framtíðarinnar, börn Þjóðverja, neita að starfa og þéna peninga í þeirri skattpínungu sem þá yðri að vera þar

Europe in deepest recession since War as Germany suffers

THE TELEGRAPH

"Already we have real GDP levels that are up only about 3pc from 2000 in Germany and Italy – ie growth has been only a little over ¼pc a year – making this a lost decade for much of continental Europe on a worse scale than Japan in the 1990s."

Skattatekjuáfall framundan og dvíandi tekjur og aukin útgjöld vegna öldrunar þýska samfélagsins

FT Deutschland skrifar þann 16, maí 2009 um þetta versta áfall í þýsku hagkerfi frá lokum seinni heimsstyrjaldar

Not just recession reduces revenue

The dramatic declines are primarily a result of the worst recession since the end of the war. The state coffers but also loss of revenue because of tax and economic package to cope. In addition, billions of additional expense by more spending on social security funds, interest and long-term unemployed. Germany controls so that in the next four years to a record debt of more than 2000 billion euros.

FT Deutschland - A hole of 316,000,000,000 Euro Google þýðing