Atvinnuleysi á evrusvæði mældist 9,5% í júlí
Post date: Sep 05, 2009 12:55:42 AM
Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri á Spáni nær þeirri ótrúlegu tölu að mælast 38,4%.
Atvinnuleysi í ESB mældist 9% og 9,5% á evrusvæði.
Hagstofa ESB birti í vikunni tölur yfir atvinnuleysi í ESB og ríkjum þess fyrir júlí mánuð 2009. Á síðustu 12 mánuðum hefur atvinnuleysi á evrusvæði hækkað um rúmlega 26,6% eða frá 7,5%. Fyrir allt ESB mælist atvinnuleysi núna 9% og hefur hækkað um 28,5% frá 7% fyrir ári síðan.
Þróunin síðustu 12 mánuði sést hér að neðan
Smellið á fánablöðin til að fara einn mánuð aftur í tímann. Fréttatilkynning Eurostat er viðhengd hér neðst sem PDF skrá
Atvinnuleysi ungmenna
Hjá ungmennum undir 25 ára aldri reyndist mældist atvinnuleysi í júlí 2009 vera 19,7 í ESB 27 löndum og 19,6 á evrusvæði. Hæst var það á Spáni eða heil 38,4% sem er ógnvænlega há tala.
Þróun atvinnuástands ESB og evrusvæðis frá árinu 2000
Þróunin atvinnuástands flestra landa evrusvæðis hin síðustu 28 ár
Þessi mynd hér að ofan sýnir 28 ára þróun atvinnuástands í stærsta hagkerfi evrusvæðis, Þýskalandi. Hægt er að skoða samskonar 28 ára tölur fyrir flest lönd evrusvæðis hér
Mynd: frá Eurostat