Atvinnuleysi ESB, evrulanda ofl. síðustu 12 mánuði
Post date: Aug 03, 2009 5:39:42 AM
Hagstofa Evrópusambandsins birti tölur yfir atvinnuleysi í júní mánuði í ESB og fleiri löndum á föstudaginn 31. júlí 2009
9,4% atvinnuleysi á evrusvæði í júní 2009 og 18,1% atvinnuleysi komið á Spáni
Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 9,4% núna í júní 2009 og hefur hækkað frá 7,4% fyrir ári síðan.
Atvinnuleysi í 27 löndum Evrópusambandsins mældist 8,9% núna í júní 2009 og hefur hækkað frá 6,9% fyrir ári síðan
Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri mældist 19,5% á evrusvæði og 19,6% í 27 löndum Evrópusambandsins núna í júní 2009
Hér til hliðar má bera saman þróun atvinnuleysis í Evrópusambandinu og á Íslandi síðustu 18 til 28 ár
Hér að neðan má sjá þróun atvinnuleysis í Evrópusambandinu og víðar hina síðstu 12 mánuði
Neðst á síðunnu er viðhengd fréttatilkynning hagstofu Evrópusambandsins sem PDF-skrá
Þróun Atvinnuleysis í ESb og á Íslandi síðustu 28 ár