Bretar óttast um orkuauðlindir sínar
Post date: Jan 10, 2009 2:40:53 AM
Í gær birtu nokkur bresk dagblöð þá frétt að að formaður Evrópusambandsins, Portúgalinn José Manuel Durão Barroso, hefði sagt að eignarhald orkuauðlinda landa Evrópusambandsins þyrfti að færa yfir á hendur Evrópusambandsins og þannig verða einskonar "sameign" alls Evrópusambandsins. Það þyrfti að sameina nýtingu orkuauðlinda innan sambandsins á svipaðan hátt og gert hefur veirið á auðlindum sjávar innan lögsögu allra landa í Evrópusambandinu.
José Manuel Barroso á að hafa sagt að það verði settar heimildir fyrir þessu í nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins og gat þess í leiðinni að þessar heimildir væru nú þegar inni í nýju stjórnarskránni sem flest ríki sambandsins hafa eða eru að viðtaka einmitt núna.
Tilefni þessara ummæla eiga að vera krísan sem nú ríkir í orkubúskap landa Evrópusambandsins og sem virðist vera töluvert háður því hvernig tekst til í samskiptum við stjórnmálamenn í Kreml í Rússlandi.
Tengt efni
Open Europe
Daily Express
Söguspegillinn
Myndskeið The Economist um orkuauðlindamál landa norðurheimsskauts