Deutsche Bank: notið ykkar eigin mynt og fellið gegnið, núna!

Post date: May 13, 2009 4:28:29 AM

Bjargið samfélögum ykkar með því að nota sveigjanleika eigin myntar

Notið styrkleika þess að hafa eigin mynt

Stærsti banki Þýskalands, Deutsche Bank, ráðleggur Eystrasaltslöndunum að flytja skuldir sínar yfir í eigin myntir og fella síðan gengið með því að leggja niður fastgegnisstefnu myntráða sinna þannig að gengi gjaldmiðla þeirra geti endurspeglað samkeppnishæfni og hagvaxtarhorfur landanna

Ef þetta gerist ekki mun hinn valkosturinn verða þvinguð gengisfelling og þvinguð uppgjöf á fastgegnisstefnu landanna

Hrikaleg áföll og samdráttur

Baltic Business News

Deutche Bank to Baltic countries: Denominate loans to local currency and then devalue

<><><><>

18% fall í landsframleiðslu Lettlands miðað við síðasta ár - 1.fj ár til árs

Edward Hugh um stöðuna í Lettlandi;

"Worst of all, the government, the European Commission and the IMF seem to have no exit strategy here. Like the Vietnam war, this recession may prove to have been a lot easier to get into than it was to get out of. Hanging on in the hope of a euro entry which may never be possible is no strategy. Those who didn't want to devalue got the Latvian people into all this, now perhaps they can explain to them how to get out, since the answer isn't obvious, as budget cut upon budget cut only feeds the contraction, which feeds the unemployment, which feeds the rise in non performing loans which feeds the bailouts which feeds the need for more spending and more cuts in services and staffing, which feeds the contraction and so on"

Skylt efni

ERM þrautarganga

Úr Þjóðmálum, vetur 2008/9

    • Of mikil lántaka. Lántaka óx of hratt. Lánskjör á fjármálamörkuðum voru of "góð" (of slök). Þetta bjó til jarðveginn fyrir þá fasteignabólu sem sænsku bankanir hafa ýtt undir

    • Of veik samkeppnistaða hagkerfanna þriggja. Of miklar launahækkanir, verðbólga og ofhitnaður vinnumarkaður. Þetta hefur veikt samkeppnishæfnina

    • Of slök stefna í fjármálum ríkisins. En hún hefur þó ekki haft afgerandi áhrif í þessu sambandi. Fyrstu tvö atriðin eru mikilvægust. Skuldir ríkjanna þriggja voru mjög lágar þegar kreppan skall á

Bankinn segir að það sé erfitt að finna fortilfelli þar sem efnahagur landa sé að ganga í gengum svona mikla erfiðleika og rotnun sem hafi gerst svona hratt

Farið eftir bókinni

Hagfræðin segir okkur að besta ráðið í svona aðstæðum sé að fella gengið til að bæta samkeppnishæfnina, segir bankinn. Þetta sé þó ekki auðvelt í Eystrasaltslöndunum né í mið og austur Evrópu, því mikið af fjárskuldbindingum þessara landa sé í erlendum gjaldeyri

Þess vegna segir bankinn að það verði að flytja þessi lán yfir í eigin myntir og fella síðan gengið. Þar sem opinberar skuldir hafi verið frekar litlar sé þetta mögulegt. Löndin ættu að fá stuðning til þessarar dýru ráðstöfunar

Þessi greining Deutsche Bank vekur þó upp nokkrar krítískar spurningar. Bankinn bendir á eftirfarandi

    • Af hverju ættu skattgreiðendur að taka á sig vandamál sem eru tilkomin vegna gáleysislegrar lánatöku í erlendum gjaldmiðli?

    • Svarið er að ríkisstjórnin og yfirvöld gerðu ekkert til að stoppa þessar of miklu lántökur og sérstaklega ekki lántökur í erlendum gjaldeyri

Þetta krefst samvinnu

Þessi aðferð sem Deutsche Bank leggur til krefst samvinnu á milli landanna og við erlenda lánadrottna. Deutsche Bank bendir þó á að sum lönd hafi nú þegar boðist til að veita aðstoð. Sænski seðlabankinn samþykkti 10 miljarða sænskra króna lánamöguleika til seðlabanka Eistlands. Finnland, Svíþjóð, Noregur og Danmörk taka einnig þátt í lánapakka Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins (IMF) til þessara landa

Deutsche Bank viðurkennir að þessi aðferð muni kosta ríkið mikið, en ef ekkert er gert mun það kosta miklu meira

Sendinefnd IMF mun fara til Lettlands í júní til þess að afgreiða hlutalán sjóðsins, þrátt fyrir að IMF sjóðurinn sé óánægður með framgang mála. Það mun létta eitthvað af pressunni af Eistlandi og Litháen

Ekki nýtt fyrirbæri

Samfélagið Lettland er á leiðinni í gegnum stórvirka grjótmulningsvél hagkerfa í hinu lamandi faðmlagi við Evrópusambandsveikina Eurosclerosis, hinnar smitandi evruveiki Samfylkingarinnar, ólæknandi sótthita evruhagfræðingsins Jóns Baldvins Hannibalssonar, með stuðningi frá óráði forystumanna ASÍ

Söguspegill A

Undir myntráði Argentínu og með samþykki IMF

Argentina

1) Since 1991, the peso has been fixed to the dollar at a one-to-one rate under a currency board system. Þökk sé slæmum ráðum IMF

1 Peso = 1 Dollar

<><><>

2) "All of our economy ministers have gone to Harvard -- to learn what? To rob the country?" said one frustrated woman, voicing widespread anger at a political class seen as corrupt and inept.(FT)

<><><>

3) With Argentina devaluing its peso over the weekend,

the conventional economic wisdom finally got its way.

Wall Street Journal, editorial, 2002-01-08

Söguspegill B

Undir hinu framlengjandi kreppufyrirkomulagi Evrópusambandsins 1992

ERM hrundi svo að segja til grunna árið 1992. Það eina sem stóð eftir var óbreytt gengi á milli mynta Hollands og Þýskalands. Í Bretlandi var ERM fyrirkomulagið oft uppnefnt sem The Extended Recession Mechanism (hið framlengjandi kreppu fyrirkomulag), því ERM fyrirkomulagið hafði valdið miklum búsifjum í efnahag Bretlands og atvinnuleysi varð þar hrikalegt.

ERM reyndist þarna einungis vera slæm tilraunastarfsemi ESB með líf þegnana í þeim löndum sem áttu aðild að samstarfinu. Þetta fyrirkomulag kemst einna næst því að geta kallast útópía Evrópusambandsmanna. Það er alltaf jafn ótrúlegt að hugsa til þess núna að þetta fyrirbæri skyldi ná að komast í tísku hjá mönnum með fyrsta flokks hagfræðimenntun þarna á þessum tímum. En það eru þó einungis 17 ár síðan hagfræðingar margra landa trúðu á þetta ERM/EMS fyrirkomulag. Lesið meira hér: hrun ERM/EMS gjaldmiðlasamstarfs ESB árið 1992 + Er Bretland ennþá sjálfstætt ríki

Í Litháen var tilkynnt um heldur skárri stöðu. Þar segir hagstofan að samdráttur 1. fjórðungs hafi ekki verið "nema" 10,2%. Eistland mun birta tölur sínar seinna í dag (eru komnar sjá box að ofan)

Deutsche Bank skilgreinir ástæðurnar fyrir "rotnun" hagkerfanna á þennan hátt

Hagkerfi Lettlands dróst saman um hvorki meira né minna en tæpan fimmtung á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við fyrra ár. Þetta er einstakt. Hagstofa Lettlands birti í gær bráðabirgðatölur þar sem 18% samdráttur var tilkynntur. Einn fimmti af hagkerfinu horfinn!

ERM ferlið er oft mikil þrautarganga. Sjálfur upplifði ég fastgengisferli Danmerkur. Myndin hér efst til hægri sýnir þróun stýrivaxta, verðbólgu og atvinnuleysis í Danmörku frá 1977 til 2008. Þetta mun verða hrikalegt fyrir Letta, eru þeir þó ýmsu vanir frá fyrri tímum

Hagstofa Eistlands í dag 13. maí: 15,6% samdráttur á 1. fjórðungi miðað við síðasta ár

Decline in economy deepened in the 1st quarter:

According to Statistics Estonia, by flash estimations, the gross domestic product (GDP) of Estonia decreased by 15.6% in Estonia in the 1st quarter of 2009 compared to the same quarter in the previous year. Slóð: Decline in economy deepened in the 1st quarter

Þegar seðlabankinn í Danmörku fór til Þýskalands

Hvernig þætti þér lesandi góður að búa við vaxtastig og lánskjör sem eru ekki í neinu samhengi við hinn efnahagslega raunveruleika í því þjóðfélagi sem þú býrð í, starfar eða rekur fyrirtæki? Hvorki í samhengi við verðbólgustig, atvinnustig, eftirspurn, framboð né gengi gjaldmiðils þíns? Eina samhengið sem þú gætir fundið við raunveruleikann væri eitt orð á blaði – „fastgengi“. Þetta gerðist í Danmörku árið 1982

Þá var ákveðið með einu pennastriki að afnema hinn efnahagslega raunveruleika, ef svo má segja, og taka upp efnahagsstjórn sem mætti líkja við það að aka bifreið án útsýnisglugga. Þeir gangandi vegfarendur sem yrðu á vegi manns yrðu keyrðir miskunarlaust niður. Öðru hverju myndi maður stoppa til að athuga hvort maður væri á réttri leið samkvæmt stöðu á staðsetningartæki í bifreiðinni . . .

. . . Mest varð atvinnuleysið árið 1994 þegar 12% vinnufærra manna þáðu atvinnuleysisbætur frá ríkinu. Verðbólgan á þessum tíma var aðeins um 1,5%. Enginn hafði efni á því að kaupa vörur og þjónustu og fyrirtæki í þeim geira lögðu unnvörpum upp laupana. Samkeppnin varð svo hörð að eftir stóðu aðeins tvær keðjur í matvöruverslun. Síðan hefur fákeppni verið ríkjandi á flestum sviðum verslunar og þjónustu. Þótt verðbólga væri aðeins 1,5% voru stýrivextir árum saman á bilinu 9–11%. Allt tímabilið 1982–1996 voru stýrivextir í Danmörku nánast í engu samræmi við verðbólgu í landinu. Engu var hægt að stýra nema með aðgerðum í ríkisfjármálum og höftum frá yfirvöldum

Upptaka fastgengis Stýrivextir, verðbólga og atvinnuleysi í Danmörku 1977-2008

Tengt efni

"de facto“ seðlabankahlutverk SEB og Swedbank í Eystrasaltslöndunum

Nýja Argentína er í ESB og heitir að minnsta kosti Lettland

Tveir erlendir bankar eru orðnir svo allsráðandi í Eystrasaltslöndunum - sem öll eru í Evrópusambandinu - að þeir eru farnir að virka sem ríkjandi seðlabankar fyrir löndin. Þeir eru orðnir svo allsráðandi að þeir standa með þau stærstu verkfæri sem hægt er að nota sem áhrifa- og aðgerðavald fyrir peningamálastefnuna í þessum þrem hagkerfum. Þetta eru sænsku bankarnir SEB og Swedbank. Þetta skrifaði matsfyrirtækið Standard & Poor’s síðasta sumar.

Tengt efni

Edward Hugh: Baltic Economy Watch

<><><><>

<><><><>

Juris Kaža í Lettlandi

Failed State Latvia?

Occasional rants by a Latvian-American journalist (still) living in Riga on the dismal state of politics, the economy and much of society in Latvia

Latvia's GDP dropped 18 % in the first quarter from a year ago. That tops official guesses of some 16 %, bad enough. Unemployment hit 11 %, with many of those discovering that, because of social tax issues, they are not eligible for unemployment benefits

Myntráð og myntbandalög: I owe you miðar

"I owe you"

Undir myntráði Argentínu gat ríkisstjórn Argentínu ekki prentað Pseo lengur því það er ekki hægt undir myntráði, svipað og í myntbandalögum. En kaldhæðnar tungur segja að þegar við munum sjá svona miða í umferð á Spáni (og í fleiri evrulöndum) þá munum við vita að ríkið er komið í algert peningalegt þrot. Þetta eru miðar sem segja "ég skulda þér". (Patacón - bond) og til dæmis notaðir til að greiða aðföng ríkisins og laun til opinberra starfsmanna: "ég er með miða, ég ætla að fá tvö kíló af kartöflum"

Gengið á gullfótum yfir silfur Egils