ESB löggjöf kostar fyrirtæki í ESB 178.000 miljarða krónur

Post date: Jun 22, 2009 12:45:57 PM

178.000 miljarðar krónur á 11 árum

Heimasíða Eurochambers

Eurochambers

Slóð á fréttatilkynningu Eurochambers

€1 trillion EU regulatory burden on business, study reveals

Eurochambers (The Association of European Commerce and Industry) - er félagsskapur 19 milljón fyrirtækja í 45 löndum Evrópu. Samtökin hafa starfað á vettvangi viðskipta, iðnaðar og efnahagsmála Evrópu síðan 1958.

Í Danmörku er það Dansk Erhverv sem er aðili að Eurochambers og á Íslandi er það Viðskiptaráð Íslands sem er aðili að samtökunum.

Þau lög og reglur sem laga- og reglusmiðir Evrópusambandsins hafa sturtað yfir fyrirtæki á sviði atvinnurekstrar frá 1998 til 2008, hafa kostað fyrirtæki og neytendur í Evrópusambandinu 168.000 miljarða krónur á þessum 11 árum

Það eru samtök iðnaðar og verslunar í Evrópu, Eurochambers, sem hafa látið "Manchester & London Business Schools" reikna út þetta stóra reikningsdæmi yfir hvað reglur og lög Evrópusambandsins hafa kostað fyrirtæki Evrópusambandsins á þessum síðustu 11 árum

Þessum kostnaði geta fyrirtækin einungis velt áfram yfir í vöruverð þ.e. yfir á herðar neytenda sem blæða fyrir þetta með því að þurfa að borga hærra verð fyrir vörur og þjónustu en ella

Skýrsla og fréttatilkynning Eurochambers eru viðhengdar hér að neðan sem PDF skrár

Hjá Dansk Erhverv segir Uffe Weest Nielsen að það sé von samtakanna að svona stjarnfræðilegar upphæðir séu þess megnugar að verkja stjórnmála- og embættismenn af værum svefni sínum. Þetta hefur þýtt tæplega 800.000 króna aukinn kostnað á hvert mannsbarn í Evrópusambandinu

Löggjafinn löggefur í blindni og embættis- og stjórnmálamenn gera sér ekki grein fyrir hvað öll þessi lög og reglugerðir hafa mikinn kostnað í för með sér fyrir fyrirtæki í Evrópusambandinu

Þjóðartekjur á hvern þegn voru nú 22 árum á eftir þjóðartekjum á hvern þegn í Bandaríkjunum

EuroChambers og Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins