Horfur á að iðnaðarframleiðsla Þýskalands muni falla um 51% á þessu ári

Post date: Mar 13, 2009 5:7:32 AM

Iðnaðarframleiðsla Þýskalands hrunin

Ótti hinna allra svartsýnustu manna um galla efnahagslíkans þýska hagkerfisins er því miður að rætast. Samdrátturinn í þýska hagkerfinu er nú orðinn svo mikill að iðnaðarframleiðsla í þýska hagkerfinu mun dragast saman um 51% á þessu ári (á ársgrundvelli)

Keyrt í gegnum Google Translation:

DIETER WERMUTH: I sell the granny her small 'cottage

Kemur mér ekki á óvart

Þetta eru hrikalegar tölur, en koma mér alls ekki á óvart. Það eru þingkosningar í Þýskalandi í sumar. Það daðurlega við þessar kosningar er sú staðreynd að um 50% af öllum kjósendum munu þá verða orðinn sextugir og eldri. Hagkerfi Þýskalands byggir fyrst og fremst á útflutningi. Í hagkerfi sem byggir nær einvörðungu á útflutningi - og sem er að breytast í elliheimili sökum ömurlega lágs hlutfalls barnseigna - er mjög erfitt að ætla sér að örva innanlands eftirspurn. Hvernig á að örva hagkerfi sem samanstendur af gamlingjum sem eru að miklu leyti búnir að neyta og fjárfesta í þeim hlutum sem knýja hjól efnahagslífsins? Hvernig á maður að örva svona hagkerfi án þess að verðbólga fari af stað því vinnuaflið mun ekki þola álagið og verðlag þess mun því rjúka upp úr öllu valdi. Í áratugi hafa þýskir launþegar átt að lifa og starfa eftir uppskrift stjórvalda sem hvetur til minni neyslu og aukins útflutnings. Smásöluverslun í Þýskalandi hefur ekki aukist um meira en 0,00% á síðustu 10 árum og kaupmáttur hefur ekki kaust um meira en 0,00% á þessum síðustu 10 árum

Ekki pláss fyrir auknar skuldbindingar

Kanslari Þýskalands Angela Merkel hefur gert Þjóðverjum það alveg ljóst að Þýskaland mun ekki þola auknar lántökur eða fjárskuldbindingar sem svo verði varpað yfir á komandi kynslóðir því þær kynslóðir verða svo litlar að þær munu ekki geta staðið undir byrðinni. Það verður enginn til að borga skuldirnar. Þessar kynslóðabreytingar munu slá inn af fullum krafti eftir aðeins 5 ár. Ungu fólki mun fækka mikið og vinnuafl Þýskalands mun minnka varanlega

Er 8-12% samdráttur í þjóðarframleiðslu Þýskalands mögulegur?

Sjálfur spái ég að þjóðarframleiðsla Þýskalands munu dragast saman um allt að 8-12% á þessu ári. Opinberar hagspár eru sífellt að versna og samdrátturinn kemur mönnum sífellt meira og meira á óvart. Fyrir aðeins þrem mánuðum hljóðuðu opinberar hagspár uppá jákvæðan hagvöxt fyrir 2009. Núna er að myndast concesnus á opinberum vettvangi um 6% samdrátt

Heimild: Eurostat