Kosningaþátttaka í kosningum til þings Evrópusambandsins; sumar 2009.
Post date: Oct 19, 2009 8:48:2 PM
43% kosningaþátttaka.
Úrslit þessara kosninga í öllum 27 löndum ESB voru tekin góð og gild af embættismönum sambandsins. Embættismenn Evrópusambandsins munu ekki fara fram á nýjar kosningar því það var hvort sem er engin stjórnarandstaða í boði sem hægt var að kasta atkvæði sínu á. Lítið var því í húfi fyrir embættismenn sambandsins hér. Ekkert meira hefði unnist fyrir þá með því að kalla kjósendur á ný inn í kosningabúrin eins og gert var á Írlandi þegar kosið var aftur um hvort færa ætti enn meiri völd yfir til embættismanna ESB í Brussel eða ekki. Þetta gerðist eftir misheppnuð kosningaúrslit þar í landi á síðasta ári. Þá kom "nei" út úr þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrá embættismanna ESB yfir Írum, því urðu Írar að kjósa aftur.
Engir embættismenn Evrópusambandsins voru kosnir að þessu sinni og hafa heldur aldrei verið kosnir af neinum neinsstaðar í 27 löndum ESB; Þing ESB
Kosningaþátttaka í kosningum til þings Evrópusambandsins í sumar endaði á 43% þáttöku kjósenda á þessu 500 milljón manna landsvæði embættismanna sambandsins. Þetta er lélegasta kosningaþátttaka frá upphafi. Kosningaþátttaka í 18 af 27 löndum ESB var undir 50% og í 11 löndum var hún minni en 40%. Aðeins 19,6% íbúa Slóvakíu sáu ástæðu til að reyna að hafa áhrif á gang mála í ESB með því að kjósa. Í Lettlandi var kosningaþátttakan svo mikil sem 21%. Aðeins 24,5% íbúa í 38 milljón manna þjóðríki Póllands notfærðu sér kosningarétt sinn. Í aðeins 4 af 27 löndum ESB var kosningaþátttaka yfir 60%.
Í Frakklandi kusu um 40% kjósenda. Það er lélegasta kosningaþátttaka þar frá upphafi. Um 43% Þjóðverja mættu á kjörstað og köstuðu atkvæði. Það er rétt tæplega lélegasta kosningaþátttaka frá upphafi þar í landi. Í Danmörku tókst að hækka kosningaþátttöku töluvert með því að láta kjósa samtímis um málefni dönsku konungsfjölskyldunnar, því þá mættu mun fleiri kjósendur á kjörstað en ella hefði orðið.
Samkvæmt utanríkisráðherra stjórnmálaflokksins Samfylkingar á Íslandi, herra Össuri Skarphéðinssyni, er hlutverk Evrópusambandsins þetta: “Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mannréttinda í heiminum og ýta undir stöðuleika, sjálfbær þróun, réttlæti og velmegun um allan heim”; Morgunblaðið
Gögn frá kosnigunum núna í sumar eru ekki ennþá fáanleg á sama einfalda formi og fékkst síðast, þ.e.listi yfir fjölda kjósenda, greiddra atkvæða, ógildra atkvæða og kjörinna þingmanna í heild í hverju landi: hér að neðan eru því sýnd einföld útlsit kosninganna frá árinu 2004 ásamt tölum yfir heildar-kosningaþátttöku frá því núna í sumar. Ég mun ráða bót á þessu síðar.