Kranarnir á Spáni benda mest í átt að gjánni

Post date: May 11, 2009 1:3:2 AM

The Cranes in Spain Point Mainly to a Strain

Juan Sancho Toro þénaði vel á því að leigja út byggingakrana á meðan byggingabóla Spánar var að blása út á síðastliðnum 10 árum. En núna á hann 800 byggingakrana og veit ekki hvað hann á að gera við þá

"Ef einhver myndi hringja þá seldi ég honum alla kranana. Ég myndi jafnvel láta hund konunnar fylgja ókeypis með í kaupbæti"

En það eru engir kaupendur að krönum Juan Sancho Toro á Spáni. Því er leitað erlendis eftir aðilum sem hugsanlega hafa áhuga á að kaupa leifarnar af stærstu byggingabólu sögunnar. Uppboðin eru haldin í boði bankanna og byggingafyrirtækja í erfiðleikum

Árið 2006 var 25% af allri steinsteypu sem notuð var í 27 löndum Evrópusambandsins einmitt hellt út á Spáni. Sagt er að á hverjum degi hafi flatarmál sem svarar til þriggja fótboltavalla verið þakið með steinsteypu þarna í sólinni

Liebherr International AG segist hafa selt 600 byggingakrana til Spánar árið 2006. Það sem af er þessu Liebherrans ári 2009, hefur Liebherr selt nákvæmlega engan krana til Spánar

Ýmsir aðilar fjármálamarkaða eru farnir að velta því alvarlega fyrir sér hvernig Spánn fór eiginlega að því að fjármagna þessar framkvæmdir. Margt athyglisvert á eflaust eftir að koma þar í ljós

Virkar peningastefna evrópska seðlabankans á Spáni núna?

Á meðan EURIBOR viðmiðunarvextir á evrusvæði hafa farið hratt lækkandi frá því í byrjun október 2008, þá hafa vextir á húsnæðislánum á Spáni haldið áfram að hækka. Þetta ætti ekki að vera svona. Menn geta út frá þessu reynt að ímynda sér hvernig peningastefna evrópska seðlabankans hefði virkað á Íslandi ef Ísland hefði verið með evru þegar bankakerfi Íslands hrundi í október 2008. Raunvextir væru himinháir og miklu hærri en þeir eru núna

Á aðeins þrem mánuðum hefur atvinnuleysi hækkað frá 13,9% til 17,4% á Spáni.

Smellið á myndina til að sjá atvinnuástand á Spáni eftir héruðum

Fisltful of Euros; Economics: Country briefings

by Edward Hugh

Is Spain’s Unemployment Really Over Four Million?

heimild: hagstofa Spánar

Mynd 1: vextir á húsnæðislánum á Spáni; janúar 2009. Vexti húsnæðislána voru þá 5,64% og 5,40% í febrúar. Í janúar höfðu því vextir á húsnæðislánum hækkað um 10,2% á síðustu 12 mánuðum. Þetta svarar til 1,1 prósentustigs hækkunar á ári. Þess ber einnig að gæta að það er verðhjöðnun á Spáni núna, þ.e. 12 mánaða ársverðbólga er orðin neikvæð um meira ein eitt prósentustig. Húsnæði fellur einnig hratt í verði. En áhvílandi lán halda þó verðgildi sínu - og gott betur en það - með 6,74% raunávöxtun. Það er aðeins hægt að giska á hversu raunvextir eru svimandi háir á Spáni núna. Nýrra verðbólgutalna er beðið. Laun Spánverja eru að lækka á meðan lánin þeirra hækka. Útsala á húnsæði fer fram í 17,4% atvinnuleysi. Lausar fregnir herma að bankar Spánverja séu farnir að hætta að þykjast hafa það gott og byrjaðir að slá allt að 60% af verði eigna í þeirra fórum

heimild: seðlabanki Finnlands

Mynd 2: EURiBOR viðmiðunarvextir á evrusvæði frá september 2008. Þessir vextir byrjuðu að lækka í október 2008. Það er þróun þessara lánskjara á milli fjármálastofnana á evrusvæði sem eiga að endurspeglast út í hagkerfin, en gera það sem sagt ekki á Spáni, enn sem komið er. Bankakerfi Spánar hefur það nefnilega ekki gott. Það gera heldur ekki ríkisfjármál Spánar. Því eru peningar á peninga heildsölumarkaði evrusvæðis (interbank lending) verðlagðir til Spánverja samkvæmt heilsufari fjármála Spánska hagkerfisins. Markaðurin sér fyrir því. Og ekki getur Spánn gert neitt til að laga þetta ástand því ekkert hafa þeir gengið eða eigin peningapólitík til að bjarga sér.

Spurning dagsins

Hvað gæti fengið peningastefnu seðlabanka evrusvæðis til að virka á Spáni núna?

Svar

Sameiginleg fjárlög landa evrusvæðis - og þar með sameiginlegt skatta- og skuldakerfi evrusvæðis => einn seðlabanki og ein fjárlög => á móti 13 seðlabönkum og 13 fjárlögum. Hvort líkanið mun lifa lengur? Einn eða þrettán?

Tengt efni