Lánsfjárkreppa í Þýskalandi grípur um sig þrátt fyrir Evruaðild

Post date: Jul 18, 2009 12:40:49 PM

Þýska útgáfa Financial Times skrifaði í fyrradag að nú sé hafin sú lánsfjárkreppa í Þýskalandi sem menn hafa undanfarnar vikur óttast að myndi þó fyrst sýna sig í haust og sem einlægir evruaðdáendur hafa sagt að gæti ekki gerst á evrusvæðinu

Útreikningar Financial Times gerðu það sem opinberir aðilar hafa ekki gert, nefnilega að einangra þátt fjármálafyrirtækja, banka og tryggingafélaga í hinum opinberu tölum. Þá kemur í ljós að það er mikill samdráttur í útlánum til venjulegra fyrirtækja (non banking sector)

Svo já, það er komin lánsfjárkreppa í Þýskalandi þrátt fyrir Evruaðild Þýskalands. Seðlabanki Þýskalands hefur hótað (í gengum seðlabanka ESB) að valta yfir þýska banka og hefja lánveitingar beint til fyrirtækja í Þýskalandi. En það væri sennilega það versta sem hægt væri að gera í núverandi ástandi. Ástæðan fyrir því að þýskir bankar vilja einmitt ekki lána þýskum fyrirtækjum peninga eru einmitt rétt viðbrögð bankanna við kreppunni; þeir vilja jú ekki lána út til fyrirtækja sem ekki eru lánshæf og það eru þau einmitt ekki vegna þess að það er kreppa og afkoma fyrirtækjanna er afar slæm vegna hruninnar eftirspurnar frá sérstaklega löndum evrusvæðisins og Bandaríkjunum

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig Þýskalandi og öllu evrusvæðinu mun takast að gangsetja hagkerfi og eftirspurn þar á ný án þess að stærsta hjálpin komi frá Bandaríkjamönnum, eins og venjulega í formi sterkrar eftirspurnar frá neytendum þar í landi. Það verður ekki hægt að gangsetja eftirspurn innanlands í Þýsklandi sjálfu nema að mjög takmörkuðu leyti því neytendur þar eru orðnir svo aldraðir og því búnir að kaupa stærsta hluta þess sem neytendur kaupa á æfilengd sinni

Exklusiv Banken vertuschen Kreditklemme

FT Deutschland

Andlát hagvaxtar í stærsta hagkerfi evrusvæðis