Sagt í trúnaði: það er að kvikna í banka- og hagkerfi okkar
Post date: Feb 13, 2009 3:12:53 AM
Sagt í trúnaði: það er að kvikna í banka- og hagkerfi Evrópusambandsins
Subprime kreppa Evrópu: 1. hluti (framhald seinna)
Samkvæmt trúnaðarpappírum ESB, sem var lekið í gær, þá stendur bankakerfi magra landa ESB frammi fyrir geigvænlegum vandamálum. Vandamálum sem eru jafnvel of stór til að hægt sé að leysa þau. Skuldastaða bankakerfa sumra landa ESB miðað við þjóðarframleiðslu þeirra er svo slæm og hættuleg að það er óvíst hvort hægt sé að leysa málið með bankahjálparpökkum og jafnvel ekki með þjóðnýtingu.
Hér er líklega átt við skuldbindingar t.d. bankakerfis . .
Írlands
Belgíu
Lúxemburg
Hollands
Austurríkis
Svíþjóðar
Bretlands og
jafnvel Sviss
. . . lönd sem eru öll með of stóran bankageira miðað við þjóðarframleiðslu og skuldastöðu.
Allt í allt eru heildar skuldbindingar bankakerfis 41,2 trilljón evra. Samkvæmt pappírum IMF þá eru eitraðar eignir banka ESB um það bil 75% af samskonar eitruðum eignum sem bandarískir bankar hafa haft í bókhaldi sínu. En á meðan Bandaríkjamenn hafa afskrifað 740 miljarða dollara af eitruðum pappírum þá hafa bankar í ESB ekki afskrifað nema 300 miljarða dollara af eitruðum pappírum
Þau lönd sem hafa lánað mikla peninga til landa Austur Evrópu, hér undir einnig til Rússlands, munu verða illa úti á næstunni. Ef ríkisstjórnir bankakerfa þessara landa þurfa að fjármagna töp af þeirri stærðargráðu sem óhjákvæmilega munu verða í þessum nýmarkaðslöndum þá er ekki víst að þau þær geta það. Skuldastaða þeirra mun varla leyfa það. Flest löndin hafa ekki sinn eigin gjaldmiðil til umráða og seðlabanki ESB mun ekki geta hjálpað þeim með fjármuni eða gengisaðlögun í þessum vandræðum. Skuldabréfaútgáfa er því eina leiðin - nema - jú svo er alltaf IMF! (sjá fyrri póst: Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) vantar og vantar ekki fleiri peninga
Svo er það 100% skuldastaða fyrirtækja í ESB - miðað vil VLF
Ofaní þetta kemur svo sú staðreynd að fyrirtæki í ESB skulda tvöfalt meira miðað við þjóðarframleiðslu en bandarík fyrirtæki gera, eða um 100% af þjóðarframleiðslu miðað við 50% í Bandaríkjunum.
The Telegraph
The Baseline Scenario
Disproportionately large banking sectors (the Iceland problem) in some countries, such as the U.K.
High exposure to U.S.-originated toxic assets (up to 50% of those assets, I have heard estimated).
Major exposure to emerging markets, primarily Eastern Europe and secondarily Latin America, which have been harder hit by this crisis than anyone else.
Higher pre-crisis national debt levels (for many but not all countries).
For countries that use the euro, no control over monetary policy.
On top of these structural problems, there is denial:
The IMF says European and British banks have 75pc as much exposure to US toxic debt as American banks themselves, yet they have been much slower to take their punishment. Write-downs have been $738bn in the US: just $294bn in Europe.