Seðlabanki Danmerkur: atvinnuleysi í Danmörku muni fjórfaldast á næstu tveimur árum
Post date: Jan 07, 2009 10:48:17 AM
Seðlabanki Danmerkur segir að atvinnuleysi í Danmörku muni fjórfaldast á næstu tveimur árum frá 50.000 manns og til 200.000 manns. Bankinn segir að þetta sé versta kreppa frá lokum seinni heimsstyrjaldar og stærsta fall í framleiðslu í 25 ár. Þetta mun þýða að það verða 200.000 atvinnulausir í Danmörku. En atvinnuleysi í Danmörku hin síðustu 30 ár fór í fyrsta skipti undir 6% árið 2006. Það mun því ekki haldast undir 6% í meira en 2 til 3 ár af síðastliðnum 32 árum. Það eru aðeins 2-3 mánuðir síðan seðlabankinn spáði aðeins smávægilegri aukningu í atvinnuleysi.
Aðalástæðan fyrir þessi kröftuga falli í framleiðslu og atvinnu sé að finna í fjármálageiranum sem vill ekki lengur lána peninga til fyrirtækja og í neyslu.
Nationalbanken forudser firedobling af ledighed
Ledigheden vil stige fra 50.000 til 200.000 i løbet af de næste to år, mener Nationalbanken.