Seðlabanki Sviss lækkar vexti í 0,25% og hefur aðgerðir í markaði
Post date: Mar 13, 2009 5:45:36 AM
Það er gott að ráða yfir sinni eigin mynt. Seðlabanki Sviss lækkar vexti og hefur aðgerðir í markaði
Svissneski seðlabankinn hefur lækkað vexti sína og hafið opnar aðgerðir í markaði (intervention & easing) til þess að lækka gengi svissneska frankans og einnig mun seðlabanki Sviss á óbeinan hátt hefja seðlaprentun til að sporna við auknum verðhjöðnunarþrýstingi. Þessi óbeina seðlaprentun er kölluð "Quantitative Easing" og felst í stuttu máli í því að seðlabankinn býr til peninga beint út úr hinu bláa lofti (án þess að prenta þá) og dæla þeim inn í bankageirann. Þetta er fyrsta skref í átt til eiginlegar seðlaprentunar. Peningamagn er því aukið óbeint.
Ef gengi svissneska frankans lækkar nógu mikið þá mun það á óbeinan hátt aðstoða m.a. lönd Austur Evrópu við að borga af lánum sínum sem mörg eru í svissneskum frönkum - en að því gefnu að gengi landa Austur Evrópu falli ekki einnig.
Monetary policy assessment of 12 March 2009
Swiss National Bank takes decisive action to forcefully relax monetary conditions
Takk til Macro Man: Happy
A Fistful of Euros - Edward Hugh: Switzerland Introduces Quantitative Easing
Edward Harrison - RGE Monitor The Swiss get on the QE2