Spá 7% samdrætti í þjóðarframleiðslu Þýskalands
Post date: Mar 23, 2009 3:31:2 PM
Aðalhagfræðingur þýska Commerzbank, Jörg Krämerm spáir 7% samdrætti í þjóðarframleiðslu Þýskalands á þessu ári.
"Þýskur efnahagur er í mun veri kreppu en hingað til álitið. Hrunið í pöntunum til iðnaðarins í Þýskalandi þvingar okkur til að stórlækka hagspár okkar fyrir landð"
Þess bera að gæta að það er örstutt síðan hagspár fyrir Þýskaland gerðu ráð fyrir aðeins 0,8% samdrætti.
Svo seint sem í síðustu viku kom OECD með hagspá fyrir Þýskaland sem gerir ráð fyrir 5,1% samdrætti í Þýskalandi á þessu ári og fyrir allt evrusvæðið gerir OECD-spáin ráð fyrir 4,1% samdrætti.
Það er reglulega skuggalegt hversu hratt hagspárnar versna. Þetta er væntalega ekki það síðasta sem við munum heyra um versnandi horfur fyrir mörg lönd ESB og evrusvæðis.