Viðtal við hagfræðinginn Nouriel Roubini

Post date: Feb 06, 2009 1:17:40 AM

Fyrir þá sem hafa áhuga:

Það var athyglisvert viðtal við hagfræðinginn Nouriel Roubini á Bloomberg í dag. Sennilega holl lesning fyrir marga. Roubini er sagður hafa séð kreppuna vel fyrir og er því ekki neitt sérstaklega vinsæll í dag (frekar en aðrir spámenn sem spá rétt). Takið eftir áherslunum sem hann leggur á fljótandi gengi og að gengið fái tækifæri til að hjálpa sjálfum hagkerfunum. Takið einnig eftir gagnrýni hans á Evrusvæðið.

Summa:

    • Fljótandi gengi mikilvægt

    • Ekki eyða gjaldeyrisforða í að verja vonalust gengi eins og Rússland

    • Geyma frekar gjaldeyrisforðann til miklivægari og brýnni þarfa

    • Gengið á að endurspegla ástandið og arðsemina í hagkerfinu

    • Gengi margra gjaldmiðla í Austur-Evrópa er kolrangt

    • Austur-Evrópa á í mjög alvarlegum vandræðum (22 lönd)

    • ECB gerir ekki nóg það sem hann gerir kemur allt of seint

    • Mörg lönd á Evrusvæði eru í mjög alvarlegum vandræðum og geta ekki gert mikið sjálfum sér til hjálpar

    • PIGS löndin hafa ekki efni á að örva hagkerfi sín því ríkisfjármál þeirra eru svo slæm

    • Vextir MUNU fara hækkandi vegna þess að sparnaður er neikvæður og það þarf að auka hann því það er búið að smygla kredit-áhættu einkageirans yfir á herðar ríkisstjórna (orðin soverign debt). Þetta mun pressa vexti upp

    • Ef menn bregðast ekki rétt við núna þá eigum við á hætti að fá global DEPRESSION eða L-shape kreppu

    • PLÚS - deflation hætta á Evrusvæði er meiri en í BNA

Roubini er einn af stofnendum RGE-Monitor

Viðtalið við Nouriel Roubini

click for video