Samantekt: vika 14 2010
Post date: Apr 11, 2010 10:23:9 AM
Hvernig er að vera seðlabankastjóri á evru?Sú hugsun féll að mér að það hljóti að vera ákaflega erfitt að vera bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins (ECB). Varla hefur harður evruandstæðingur verið ráðinn til þess starfs. Ekki er heldur hægt að hugsa sér að harður ESB-andstæðingur sitji þar við stjórnvölinn
Gjaldþrot og nauðungaruppboð í Danmörku í mars
Danska hagstofan birti í morgun tölur yfir nauðungaruppboð og gjaldþrot fyrirtækja í mars mánuði
Hvernig seðlabanki 16 landa evrusvæðis varð að spilavél - og Argentínur evrusvæðis
Þetta reglu-kerfi seðlabankans hefur verið misnotað og það er seðlabankinn sem hefur leyft þessa misnotkun á sjálfum sér. Hann átti að vera óháður, en er það auðvitað ekki, frekar en annars staðar í heiminum
ER þetta það sem koma skal?
Um daginn var tilkynnt að það væri ódýrara að tryggja sænskar ríkisskuldir gegn greiðslufalli en þýskar ríkisskuldir. Þar áður var tilkynnt að ódýrara væri að tryggja danskar ríkisskuldir gegn greiðslufalli en þýskar
Grikkland varð varnarlaust land árið 2001
Frá árinu 2000 hefur verðbólga í Grikklandi ekki fallið inn undir einnar-skóstærðar peningapólitík þess seðlabanka í Frankfurt sem stýrir verðinu á peningum í Grikklandi
Meira um landfræði- og menningarleg forréttindi
Það er mín bjargfasta sannfæring að ESB sé að fara í hundana. Ekki allt svæðið, en stærstu og mest afgerandi hlutar þess
Grikkland (ó nei, ekki meira)
Það er álit Wolfgangs Münchau að Grikkland muni óhjákvæmilega fara í þrot. Það sem verra er: Grikkland mun fara í þrot inni í evrusvæðinu
Markaðurinn gerir sér ekki ennþá grein fyrir þessu
Ambrose Evans-Pritchard snæddi hádegisverð með prófessor Carmen M. Reinhart. Carmen Reinhart segir að Grikkland muni ekki sleppa úr skuldagildrunni á meðan landið er í myntbandalagi Evrópusambandsins
Bandaríkjadalur er ekki á leiðinni út
Bandaríkjadalur er ekki á leiðinni út. Hlutverk og hlutdeild dollara í heimsviðskiptum hefur ekki minnkað neitt að ráði síðan evran kom á markað
Fallandi skattatekjur og aukin útgjöld hins opinbera
Skattatekjur Írlands féllu um 15 prósent á milli fyrsta fjórðungs áranna 2008-2009. Skattagreiðslur frá fyrirtækjum féllu um 73,8 prósent og um 34,7 prósent af fjármagnstekjum
Vefslóð: # 490 - 2010 - vika 14 - til 11. apríl 2010
PDF-útgáfa: PDF_utgafa_vika_14_2010.pdf