Vika 12 2010: samantekt
Post date: Mar 27, 2010 1:26:16 AM
1. Írland ennþá á leiðinni niður og á heljarþrömÍrska hagstofan kynnti í gær fyrstu niðurstöður mælinga á frammistöðu írska evruhagkerfisins á síðasta ári. Árið 2009 í heild kom út með 7,1 prósent samdrætti í landsframleiðslu og 11,3 prósent samdrætti í þjóðarframleiðslu. Þetta er mesti samdráttur á einu ári í sögu Írlands, segir hagstofan.
Þá vitum við eftirfarandi
2. Við vitum að ERM landið Lettland sem tengt hefur mynt landsins fasta við evru hefur sett nýtt heimsmet í efnahagshruni.
3. Við vitum að finnska hagstofan gerði grein fyrir árinu 2009 í heild þann 1. mars. Landsframleiðsla Finnlands féll um hvorki meira né minna en 7,8% á árinu í heild. Þetta er mesta hrun í landsframleiðslu Finnlands á einu ári frá því að mælingar hófust árið 1975
4. Við vitum að Grikkland er orðið gjaldþrota í evrum inni í Evrópusambandinu. Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn er á leiðinni þangað.
5. Við vitum að það er hægt að hafa svo kallaðan "sterkan gjaldmiðil" í veikum hagkerfum. Það sjáum við á Japan og evrusvæðinu. Þetta eru tvö veikustu hagkerfi heimsins
6. Við vitum líka að gjaldþrotahætta ríkisjóða í Evrópu er hærri hjá þeim löndum sem hafa ekki sína eigin mynt. Þetta vitum við núna.
Ekkert af þessu virðist viðskiptaráðherra Íslands vita.
Ekki lengur friðarverkfæri
Þjóðverjar álíta ekki evruna lengur vera eins konar "friðarverkefni". Þýskaland vill ekki lengur bera byrðar samstarfsins eitt
Skiptir um skoðun
Edward Harrsion hagfræðingur hefur skipt um skoðun. Núna er hann orðinn sannfærður um að mögulegt sé að evrusvæðið brotni upp (eða niður)
Finnar halda áfram með hátt atvinnuleysi
Hagstofa Finnlands sagði að 9,2 prósent af Finnum á vinnumarkaði hefðu verið atvinnulausir í febrúar.
Danska elítan er að eyðileggja Danmörku
Jótlands pósturinn skrifar í leiðara að sófa- og skrifborðs-elítan á reiðhjólunum í Kaupmannahöfn, viskíbeltinu, 68- og rauðvínskynslóðin (já þetta eru öll dönsk heiti), sé að eyðileggja Danmörku með áætlunarbúskap sem er algerlega öndverður við þá byggðastefnu sem tekin var af borðinu hér fyrir 30-40 árum og leyst upp. Hin misskipta Danmörk er komin aftur.
Danska sjónvarpið upplýsti
Í gærkvöldi var sagt frá því að margir þeir sem "tældir" voru utan úr heimi til Danmörku á árunum fyrir hrun og fimm mínútur í hrun, komu hingað einungis til að verða atvinnulausir
Óupplýstar þjóðir
Sendiherra ESB af finnskum uppruna á Íslandi segir að upplýsingaskortur sé nokkuð útbreiddur á Íslandi.
Mynd af svartri framtíð. Lífið eftir japönsku
Mannfjöldaspá fyrir Japanska hagkerfið næstu 95 árin. Þessi spá jafngildir því að Íslendingar allir yrðu aðeins um 100.000 talsins eftir 95 ár.
Hugskot um ættarsamfélagið
Að reyna að gera ættarsamfélagið óþarft eru grundvallarmistök. Það ætti hins vegar alltaf að reyna að gera hið opinbera sem mest óþarft. Það er það eina eðlilega.
Evran er nú fallin um 10 til 13% á nokkrum vikum
Til gamans eða hryllings? Stórar sviptingar á gjaldeyrismörkuðum er erfitt að sjá fyrir. Hér er dæmi um tvo risastóra gjaldmiðla.
Stungið upp í Brussel
Eftir vikur af pókerspili og sýndarmennsku standa málin þannig að svo virðist sem Grikkland verði sent í fang Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins (AGS)
Skoðanakönnun: Þjóðverjar vilja út úr evru
Financial Times og Harris Interactive framkvæmdu skoðanakönnun í Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og á Spáni. Þar kom fram að meirihluti þýsku þjóðarinnar vill yfirgefa myntbandalagið og þar af leiðandi fá þýska markið aftur
Fölskum væntingum þarf að linna
Angela Merkel kom fram í útvarpsviðtali á sunnudagsmorgun og varaði við því að málsaðilar færu að koma af stað frekari óróleika á fjármálamörkuðum byggðum "fölskum væntingum" um björgunaraðgerðir til handa Grikklandi.
2004: Hvernig mun aukin fátækt gagnast ESB? Mun evran lifa af?
Það merkilega var hins vegar það að á heimasíðu Rogers rakst ég á vefslóð inn á spjallþátt sem hann tók þátt í með Dr. Marc Faber og Antony Burgmans (Unilever) árið 2004. Umræðuefnið var stækkun Evrópusambandsins það árið. Þá gengu 10 ný lönd í ESB; Austur-Evrópa og Eystrasaltslöndin
Eldur í Nóaflóði
Poul Krugman jarðar Peter Schiff og óðaverðbólgu hans. Greinilegt er að Poul Krugman telur hættuna á verðbólgu vera litla. Það er frekar verðhjöðnun sem við ættum að hafa áhyggjur af
Vefslóð: # 492 - 2010 - vika 12 - til 27. mars 2010
PDF-útgáfa: PDF_utgafa_vika_12_2010.pdf