Vika 13 2010: samantekt
Post date: Apr 06, 2010 2:38:33 AM
Plat seðlabanki evrusvæðis, ECBSvo virðist sem ECB hafi aukið á vandamálin með því að neita sumum ESB-löndum um skiptalínur af ótta við að eitthvað annað en evrur myndu enda í bókum bankans ef til gjaldeyrishafta kæmi
Nýsköpun í skjóli landfræðilegra forréttinda
Stærsta og verðmætasta stofnhlutafé nýs fjármálageira væri að Ísland notfærði sér þá kosti sem felast í því að standa utan við Evrópusambandið. Bæði pólitískt og landfræðilega séð. Svoleiðis kosti er ekki hægt að kaupa. Þeir væru ómetanlegir
Hanna þarf skipulagt upplausnarferli myntbandalagsins
Það verður að koma á útgönguleið fyrir þessi lönd út úr EMU áður en markaðsöflin kýla þeim þaðan út á hinn örkumlandi máta
Evran var tálsýn frá byrjun
Evran var tálsýn frá byrjun. Á annarri hlið jöfnunnar voru Austurríki, Finnland, Holland og Þýskaland. Virði gjaldmiðla þessara landa hækkaði að jafnaði innan Evrópu og á heimsmarkaði. Á hinni hlið jöfnunnar voru; Belgía, Frakkland, Grikkland, Ítalía, Portúgal og Spánn. Virði gjaldmiðla þessara landa lækkaði að jafnað
ESB-sjónhverfingar í hringleikahúsi Brussel
"Eins og áður, er þetta aðeins einn ein yfirlýsing ESB í viðbót sem segir í reynd að engar ávísanir verði skrifaðar og sendar til Grikklands nokkru sinni. Tilgangurinn með þessari yfirlýsingu er sennilega að reyna að styðja undir áframhaldandi fjármögnun skulda Grikklands frá hendi fjármálamarkaða"
Gullfótargildra evrusvæðis
Þó svo að mönnum hafi ekki verið það ljóst þegar evrumyntin var stofnuð, þá læsti hún löndin saman í viðjar eins konar nýs gullfótar, sem er miklu verri en sá gamli var, og þó var hann mikið misfóstur. Það er ekki hægt að komast aftur út úr þessum nýja gullfæti evru aftur
Vefslóð: # 491 - 2010 - vika 13 - til 4. apríl 2010
PDF-útgáfa: PDF_utgafa_vika_13_2010.pdf